Umræðan á Íslandi hefur áhrif á skoðun Norðmanna 25. október 2005 05:00 Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs ásamt Göran Persson "Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi." Fréttablaðið Hari Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við Evrópusambandið og tengslin milli ES og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu. Við ræðum þau mál áfram á síðari fundi hér. En einnig ræddum við tengsl Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna." Spurðir um formlega aðild Eystrasaltsríkjanna að Norðurlandaráði sagði Halldór að slíkar aðildarumsóknir hefðu ekki borist. Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði að tengslin og samvinnan við Rússland væri afar þýðingarmikil. Svíþjóð, Finnland og Danmörk eiga aðild að Evrópusambandinu og sagði Persson að umræður um nánari samvinnu við Rússa fara fram innan þess einnig. "Hagsmunirnir liggja á orkusviðinu, framboði á eldsneyti, áætlunum um að horfa til fjölbreytilegra orkugjafa og verða ekki háðir eldsneyti frá einu eða tveimur löndum innan álfunnar. Það er margt að ræða við Rússa bæði af hálfu Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins," sagði Göran Persson. "Norðmenn vilja áfram grundvalla tengsl sín við Evrópusambandið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið," sagði Jens Stoltenberg, nýbakaður forsætisráðherra Noregs. Sósíalíski vinstriflokkurinn, samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í nýrri ríkisstjórn Noregs, er andvígur inngöngu í Evrópubambandið og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir aðildarumsókn. "Verkamannaflokkurinn áksilur sér þó frelsi til þess að fylgja stefnu sinni í Evrópumálum, taka upp málið ef og þegar sá tími kemur að Norðmenn eru reiðubúinir á ný til þess að taka afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið," segir Stoltenberg. Norðmenn höfnuðum inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972 og aftur árið 1994. Stoltenberg segir að ef ætlunin sé að sækja um inngöngu verði að ganga úr skugga um að það sé afdráttarlaus vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Ég er viss um að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið muni það hafa mikil áhrif á umræðuna í Noregi. Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi. En ólíkt Íslendingum höfum við í tvígang farið í gegn um samningaviðræður, sótt um inngöngu og fellt aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jens Stoltenberg í samtali við Fréttablaðið. Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við Evrópusambandið og tengslin milli ES og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu. Við ræðum þau mál áfram á síðari fundi hér. En einnig ræddum við tengsl Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna." Spurðir um formlega aðild Eystrasaltsríkjanna að Norðurlandaráði sagði Halldór að slíkar aðildarumsóknir hefðu ekki borist. Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði að tengslin og samvinnan við Rússland væri afar þýðingarmikil. Svíþjóð, Finnland og Danmörk eiga aðild að Evrópusambandinu og sagði Persson að umræður um nánari samvinnu við Rússa fara fram innan þess einnig. "Hagsmunirnir liggja á orkusviðinu, framboði á eldsneyti, áætlunum um að horfa til fjölbreytilegra orkugjafa og verða ekki háðir eldsneyti frá einu eða tveimur löndum innan álfunnar. Það er margt að ræða við Rússa bæði af hálfu Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins," sagði Göran Persson. "Norðmenn vilja áfram grundvalla tengsl sín við Evrópusambandið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið," sagði Jens Stoltenberg, nýbakaður forsætisráðherra Noregs. Sósíalíski vinstriflokkurinn, samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í nýrri ríkisstjórn Noregs, er andvígur inngöngu í Evrópubambandið og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir aðildarumsókn. "Verkamannaflokkurinn áksilur sér þó frelsi til þess að fylgja stefnu sinni í Evrópumálum, taka upp málið ef og þegar sá tími kemur að Norðmenn eru reiðubúinir á ný til þess að taka afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið," segir Stoltenberg. Norðmenn höfnuðum inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972 og aftur árið 1994. Stoltenberg segir að ef ætlunin sé að sækja um inngöngu verði að ganga úr skugga um að það sé afdráttarlaus vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Ég er viss um að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið muni það hafa mikil áhrif á umræðuna í Noregi. Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi. En ólíkt Íslendingum höfum við í tvígang farið í gegn um samningaviðræður, sótt um inngöngu og fellt aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jens Stoltenberg í samtali við Fréttablaðið.
Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent