Vill leggja hegningarhúsið niður 29. nóvember 2004 00:01 Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði og taki við vistun allra gæsluvarðhaldsfanga. Kemur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsismálastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins. Í greinargerð með frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra er lagt til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð. Fangelsismálastofnun telur einsýnt að leggja verði hegningarhúsið niður. Þar sé einungis lágmarksaðstaða og fangar hafi lítið sem ekkert við að vera. Þá hafi hegningarhúsið verið rekið á undanþágum heilbrigðisyfirvalda um árabil. Eins telur stofnunin að hætta verði rekstri kvennafangelsisins í Kópavogi. Bærinn sé að vinna að skipulagstillögu um svæðið umhverfis fangelsið og þó formlegt samþykki fyrir tillögunum liggi ekki fyrir sé líklegt að húsið verði að víkja innan þriggja til fimm ára. Einnig er talin vera skortur á aðstöðu og búnaði í fangelsinu. Að jafnaði eru fjórir fangaverðir á Litla-Hrauni bundnir við fangaflutninga. Mikill kostnaður fylgir flutningunum sem eru nauðsynlegir vegna fjarlægðar frá Reykjavíkursvæðinu þangað sem fangarnir þurfa að sækja læknisaðstoð og mæta í dómssal. Í markmiðum Fangelsismálastofnunar er lagt til að móttaka fanga verði í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Eins segir að þar þurfi að vera afeitrunarstöð þar sem fangar geti farið í vímuefnameðferð í upphafi afplánunar. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir reynsluna vera þá að vímuefnameðferð fanga fari fram síðustu sex vikur afplánunar. Meðferðarstofnanir hafi ekki treyst sér til að taka við föngunum fyrr. Áformað var að byggja upp meðferðardeild á Litla-Hrauni árið 2000 og var þá hafist handa við að þjálfa og mennta fangaverði til starfa á deildinni. Sérstök fjárveiting til deildarinnar fékkst hins vegar hvorki á fjárlögum fyrir árið 2002 né árið 2003 og hefur ekki verið unnið að þeim málum formlega síðan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði og taki við vistun allra gæsluvarðhaldsfanga. Kemur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsismálastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins. Í greinargerð með frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra er lagt til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð. Fangelsismálastofnun telur einsýnt að leggja verði hegningarhúsið niður. Þar sé einungis lágmarksaðstaða og fangar hafi lítið sem ekkert við að vera. Þá hafi hegningarhúsið verið rekið á undanþágum heilbrigðisyfirvalda um árabil. Eins telur stofnunin að hætta verði rekstri kvennafangelsisins í Kópavogi. Bærinn sé að vinna að skipulagstillögu um svæðið umhverfis fangelsið og þó formlegt samþykki fyrir tillögunum liggi ekki fyrir sé líklegt að húsið verði að víkja innan þriggja til fimm ára. Einnig er talin vera skortur á aðstöðu og búnaði í fangelsinu. Að jafnaði eru fjórir fangaverðir á Litla-Hrauni bundnir við fangaflutninga. Mikill kostnaður fylgir flutningunum sem eru nauðsynlegir vegna fjarlægðar frá Reykjavíkursvæðinu þangað sem fangarnir þurfa að sækja læknisaðstoð og mæta í dómssal. Í markmiðum Fangelsismálastofnunar er lagt til að móttaka fanga verði í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Eins segir að þar þurfi að vera afeitrunarstöð þar sem fangar geti farið í vímuefnameðferð í upphafi afplánunar. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir reynsluna vera þá að vímuefnameðferð fanga fari fram síðustu sex vikur afplánunar. Meðferðarstofnanir hafi ekki treyst sér til að taka við föngunum fyrr. Áformað var að byggja upp meðferðardeild á Litla-Hrauni árið 2000 og var þá hafist handa við að þjálfa og mennta fangaverði til starfa á deildinni. Sérstök fjárveiting til deildarinnar fékkst hins vegar hvorki á fjárlögum fyrir árið 2002 né árið 2003 og hefur ekki verið unnið að þeim málum formlega síðan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira