Steinunn Valdís borgarstjóri 10. nóvember 2004 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi var í gær einróma kosin borgarstjóri á fundi borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans eftir mikil átök foringja listans um hver yrði arftaki Þórólfs Árnasonar. "Ég finn fyrst og fremst til auðmýktar gagnvart þessu mikla verkefni. Embætti borgarstjóra er mun stærra en ég sem persóna" sagði Steinunn Valdís í gærkvöldi. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skýrði frá vali Steinunnar Valdísar á blaðamannafundi síðdegis í gær. "Steinunn Valdís er Reykjavíkur-listakona í húð og hár. " sagði Stefán Jón þegar hann skýrði frá því að hún yrði borgarstjóri. Steinunn Valdís er 39 ára gömul, sagnfræðingur að mennt og hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá upphafi eða 1994. Hún er formaður skipulags- og byggingarnefndar og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Steinunn var kjörin eftir mikil átök innan R-listans. Samstaða allra borgarfulltrúa meirihlutans virðist hafa náðst um Dag B. Eggertsson þegar flokksforysta Framsóknar greip í taumana. Dagur óskaði Steinunni til hamingju í gær: "Niðurstaðan varð sú að breiðari samstaða náðist um Steinunni innan flokkanna sem að R-listanum standa". Steinunn Valdís er fædd í Reykjavík þann 7. apríl 1965. Maður hennar er Ólafur Haraldsson hönnuður. Hún á eina dóttur. Steinunn útskrifaðist með sagnfræðipróf frá Háskóla Íslands 1992 og var formaður Stúdentaráðs frá 1991 til 1992. Hún er einn af stofnendum Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Steinunn hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá 1994. Sem slíkur hefur hún verið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar af formaður frá 1997 til 1999. Þá hefur hún verið formaður Skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, situr í stjórn Sambands íslenskra kvenna, stjórn Skipulagssjóðs og verið fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í jafnréttisráði. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi var í gær einróma kosin borgarstjóri á fundi borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans eftir mikil átök foringja listans um hver yrði arftaki Þórólfs Árnasonar. "Ég finn fyrst og fremst til auðmýktar gagnvart þessu mikla verkefni. Embætti borgarstjóra er mun stærra en ég sem persóna" sagði Steinunn Valdís í gærkvöldi. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skýrði frá vali Steinunnar Valdísar á blaðamannafundi síðdegis í gær. "Steinunn Valdís er Reykjavíkur-listakona í húð og hár. " sagði Stefán Jón þegar hann skýrði frá því að hún yrði borgarstjóri. Steinunn Valdís er 39 ára gömul, sagnfræðingur að mennt og hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá upphafi eða 1994. Hún er formaður skipulags- og byggingarnefndar og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Steinunn var kjörin eftir mikil átök innan R-listans. Samstaða allra borgarfulltrúa meirihlutans virðist hafa náðst um Dag B. Eggertsson þegar flokksforysta Framsóknar greip í taumana. Dagur óskaði Steinunni til hamingju í gær: "Niðurstaðan varð sú að breiðari samstaða náðist um Steinunni innan flokkanna sem að R-listanum standa". Steinunn Valdís er fædd í Reykjavík þann 7. apríl 1965. Maður hennar er Ólafur Haraldsson hönnuður. Hún á eina dóttur. Steinunn útskrifaðist með sagnfræðipróf frá Háskóla Íslands 1992 og var formaður Stúdentaráðs frá 1991 til 1992. Hún er einn af stofnendum Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Steinunn hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá 1994. Sem slíkur hefur hún verið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar af formaður frá 1997 til 1999. Þá hefur hún verið formaður Skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, situr í stjórn Sambands íslenskra kvenna, stjórn Skipulagssjóðs og verið fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í jafnréttisráði.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira