Körfubolti

Falko: Zarko og Matej voru frá­bærir

Jakob Falko fór fyrir liði sínu, ÍR í kvöld en Stjarnan gerði vel í að koma honum í vandræði og hefur hann oft skorað meira. ÍR vann leikinn 87-89 og hafði Jakob í nægu að snúast að koma boltanum upp völlinn undir stanslausri pressuvörn Stjörnunnar.

Körfubolti

„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“

Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik.

Körfubolti

Þrír að­stoða Pekka með lands­liðið

Í kjölfar þess að Finninn Pekka Salminen var á dögunum ráðinn nýr þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, til næstu fjögurra ára, hafa þrír öflugir Íslendingar verið ráðnir til að aðstoða hann.

Körfubolti

Upp­gjörið: Haukar - Grinda­vík 76-73 | Deildar­meistararnir fengu líf­línu

Haukar tóku á móti Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík komið flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leiki liðsins og því mættu deildarmeistarar Hauka hingað til leiks með ískalt byssuhlaupi upp við hnakkann. Svo fór að lokum að Haukar héldu einvíginu lifandi en liðið sigraði eftir æsispennandi leik. Lokatölur héðan úr Ólafssal, 76-73.

Körfubolti