Innlent

Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólar­hrings­vakt

Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna.

Innlent

Fann dauðan snák í Mos­fells­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu verkefni í morgun eftir að vegfarandi gekk fram á dauðan snák. Svo vill til að sá sem fann snákinn hefur átt snák af sömu tegund og segir snákana góð gæludýr. Snákar eru kolólöglegir hér á landi.

Innlent

Gjá milli kvenna og karla en Mið­flokkurinn í sér­flokki

Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. 

Innlent

Netsvikarar þykjast vera þekkt ís­lensk fyrir­tæki

Nýverið fór að bera á nýrri tegund tilrauna til fjársvika, þegar netþrjótar hófu að kaupa sér lénaheiti sem líkjast íslenskum fyrirtækjaheitum og láta lénin líta út eins og þau tengist fyrirtækjunum. Lénaheitin voru á forminu fyrirtæki-ehf.is í staðinn fyrir bara fyrirtæki.is Þessi lén nota þrjótarnir til að villa á sér heimildir og virðist það aðallega beinast að erlendum birgjum þessara íslensku fyrirtækja.

Innlent

Um­fangs­mikil lokun á köldu vatni í Kópa­vogi

Vegna framkvæmda við Arnarnesveg þarf að loka fyrir rennsli á köldu vatni í Lindahverfi, Smárahverfi, Digranesi og Kársnesi í Kópavogi. Lokunin hefst klukkan 22 í kvöld og stendur til klukkan sex að morgni þriðjudagsins daginn eftir.

Innlent

Mark Rutte heim­sækir Ís­land

Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er væntanlegur í heimsókn til Íslands þann 27. nóvember næstkomandi. Um er að ræða vinnuheimsókn og er þetta hans fyrsta heimsókn til Íslands í stöðu framkvæmdastjóra síðan hann tók við af Jens Stoltenberg í október 2024.

Innlent

Hand­tekinn í Dölunum

Lögregla handtók um helgina mann í Dölunum eftir að hann hafði ítrekað ekið bíl sínum á annan bíl á sunnanverðum Vestfjörðum.

Innlent

„Þar erum við eftir­bátar ná­granna­þjóðanna“

Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir að tryggja þurfi að þeir sem flytjist hingað til lands og vilji setjast hér að geti lært íslensku. Við séum eftirbátar nágrannaþjóðanna hvað það varðar, og hér þurfi að setja meira fé í málaflokkinn og tryggja að nám í íslensku sem annað mál sé aðgengilegt nám.

Innlent

Börn sækist í bækur á ensku

Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við.

Innlent

Minntust þeirra sem hafa látist í um­ferðinni

Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu.

Innlent

70 ára af­mæli Tón­listar­skóla Ár­nesinga fagnað

Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember.

Innlent

Lenti utan vegar vestan við Grundar­fjörð

Ökumaður lenti utan vegar rétt austan við Grundarfjörð á Snæfellsnesi á þriðja tímanum aðfararnótt sunnudags. Bíllinn lenti ofan í vatnssprænu og er mikið tjónaður, en engin alvarleg slys urðu á fólki. Bíllinn var dreginn upp úr læknum síðdegis í dag.

Innlent

Verði að tryggja að á ís­lensku megi alltaf finna svar

Almannarómur safnar nú gögnum frá fyrirtækjum til að efla tungutak tengt ákveðnum atvinnugreinum. Halldór Benjamín Þorbergsson, stjórnarformaður Almannaróms, og Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segja ekki sjálfsagt að þau tól sem við notum og tæknin tali íslensku en það sé mikilvægt að svo sé.

Innlent

Dröfn og Sam­tökin ’78 verð­launuð á degi ís­lenskrar tungu

Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins.

Innlent

„Unga fólkið okkar er um­kringt efni á ensku“

Fyrrverandi forsætisráðherra segir íslenska tungu geta horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindarinnar og áhrifa enskrar tungu. Það hafi aldrei verið mikilvægara fyrir foreldra að halda íslensku efni að börnum sínum. 

Innlent

Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi

Lögreglumaður telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn sunnudaginn 16. nóvember.

Innlent

Keldnakirkja á Keldum er 150 ára

Haldið verður upp á 150 ára afmæli Keldnakirkju á Keldum í Rangárþingi ytra í dag en kirkjan er gömul sveitakirkja, sem hefur alltaf verið mjög vel við haldið. Oddasókn á kirkjuna en stefnt er að því að Þjóðminjasafn Íslands taki kirkjuna yfir á nýju ári.

Innlent

Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu

Lögreglumaður sem telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag.

Innlent

Hvaða odd­viti er dug­legastur að mæta?

Skrifstofa borgarstjórnar hefur tekið saman mætingu allra borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi síðustu ár eftir beiðni frá Sjálfstæðisflokknum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins trónir þó ekki á toppnum ef litið er til allra oddvitanna en hún er þó ekki langt á eftir oddvita Vinstri grænna sem er duglegust að mæta.

Innlent

Telja ís­lenskuna geta horfið með einni kyn­slóð

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali.

Innlent

Lög­regla leysti upp unglingapartý í Ár­bæ

Þrír voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í nótt. Einn fyrir að vera með hníf, annar fyrir að hafa verið til vandræða fyrir utan skemmtistað samkvæmt dagbók lögreglu og sá þriðji fyrir slagsmál. Seinni tveimur var sleppt úr haldi eftir að tekin var af þeim skýrsla. Einn gisti í fangageymslu í nótt en alls voru skráð 79 mál hjá lögreglunni frá klukkan 17 í gær til fimm í morgun.

Innlent

Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn of­beldi

Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur og stofnandi meðferðarúrræðisins Heimilisfriðar segir að í allri meðferð hjá þeim þurfi gerendur að taka ábyrgð á sinni ofbeldishegðun. Hann segir rannsóknir sýna fram á að úrræðið virki og að meirihluti gerenda beiti minna ofbeldi eða hætti því eftir að hafa sótt meðferðina. Andrés segir meðferðina yfirleitt virka best þegar fólk tekur sér góðan tíma og mætir af fúsum og frjálsum vilja.

Innlent