Erlent

„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu

Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.

Erlent

Her­toga­ynjan af Kent er látin

Buckingham höll hefur kunngjört andlát Katharine Lucy Mary Worsley, hertogaynjunnar af Kent. Hún lést í Kensington-höll í gær, umvafinn ástvinum sínum.

Erlent

Bretar, Kanada­menn, Suður-Kóreubúar og Þjóð­verji meðal látinna í Lissabon

Þriggja ára drengur er meðal þeirra sem komst lífs af úr toglestarslysinu sem varð í Lissabon í gær. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í kjölfar slyssins en toglestin fór af sporinu og skall utan í byggingu. Að minnsta kosti átján slösuðust og sextán eru látin. Þau látnu eru frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Kanada, Þýskalandi og Úkraínu.

Erlent

Skoða að banna trans fólki að eiga skot­vopn

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú að banna trans fólki að bera skotvopn, í kjölfar skotárásar í kaþólskum skóla í Minneapolis í síðustu viku. Tvö börn létust en 23 ára trans kona er grunuð um árásina.

Erlent

Gekkst undir að­gerð vegna húðkrabbameins

Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gekkst nýlega undir aðgerð á höfði til að fjarlægja húðkrabbamein. Þetta staðfestir talsmaður hans í kjölfar þess að myndir voru birtar af Biden með sár á höfðinu.

Erlent

Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 

Erlent

Segir 26 ríki vilja senda her­menn til Úkraínu

Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit.

Erlent

Mátti ekki stöðva fjár­veitingar til Harvard

Alríkisdómari í Boston skipaði í gær ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að skila umfangsmiklum fjárveitingum til Harvard-háskólans, sem ríkisstjórnin hafði fellt úr gildi. Um er að ræða rúma 2,6 milljarða dala fjárveitingar til rannsókna sem Trump svipti skólann vegna deilna við Harvard og aðra háskóla um námskrá, skráningu nemenda og ýmislegt annað.

Erlent

Búa sig undir komu her­manna og út­sendara ICE

Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli.

Erlent

Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu

Um það bil 30 þjóðarleiðtogar taka nú þátt í ráðstefnu í París, um öryggistryggingar til handa Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, stýra fundum en margir eru sagðir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

Erlent

Biðja hæsta­rétt um flýtimeðferð vegna tolla

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir.

Erlent

Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnar­myndun

Rauða blokk mið- og vinstriflokka í Noregi er með forskot á þá bláu þegar innan við vika er í þingkosningar. Staðan eftir kosningar gæti orðin snúin. Verkamannaflokkurinn gæti þurft að semja við allt að fjóra minni flokka og deilur um forsætisráðherrastólinn gætu hafist ef hægriflokkarnir bera sigur úr býtum.

Erlent

Mót­mæla hug­myndum um inn­limun nær alls Vesturbakkans

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna.

Erlent

Þjóðar­sorg lýst yfir í Portgúal

Stjórnvöld í Portúgal hafa lýst yfir þjóðarsorg en að minnsta kosti fimmtán létust þegar kláfferjan Elevador da Glória í Lissabon fór út af sporinu og skall utan í byggingu.

Erlent

Pútín og Xi ræddu ó­dauð­leika í gegnum líffæragjöf

Hljóðnemi sem kveikt var á tók upp stutt samtal Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína þar sem þeir ræddu um það að líffæragjöf gæti einn daginn veitt ódauðleika á stærðarinnar hersýningunni sem fór fram í Peking í dag.

Erlent

Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída

Ráðamenn í Flórída ætla sér að fella niður alla bólusetningarskyldu í skólum ríkisins og á öðrum vettvangi þar sem hún er í gildi á vegum ríkisins. Joseph A. Ladapo , heilbrigðisráðherra Flórída, líkti bólusetningar skyldu í dag við þrælahald.

Erlent