UMF Álftanes

Fréttamynd

„Auð­vitað var þetta sjokk“

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Álftaness, segir það hafa verið sjokk að heyra að Kjartan Atli Kjartansson væri hættur sem þjálfari liðsins. Hans verði saknað en nú verði menn að þjappa sér vel saman og finna meiri gleði og baráttu í sínum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“

Hjalti Þór Vil­hjálms­son, settur þjálfari Álfta­ness, segir leik­menn hálf skammast sín eftir þungt tap gegn Tindastól á dögunum og af­sögn Kjartans Atla Kjartans­sonar úr starfi þjálfara liðsins. Kjartan bað Hjalta um að taka við af sér fljót­lega eftir tapið gegn Stólunum á föstu­dag. Álfta­nes heimsækir nágranna sína í Stjörnunni í kvöld í bikarnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Kjartan Atli lætur af störfum

Stjórn körfuknattleiksdeildar Álftaness hefur komist að samkomulagi um starfslok Kjartans Atla Kjartanssonar, aðalþjálfara Álftaness. Ákvörðun um að Kjartan láti af störfum er hans eigin samkvæmt tilkynningu stjórnar. 

Körfubolti
Fréttamynd

Frum­sýna skemmti­legan gæða­leik­mann í Breið­holti

Þráðurinn verður tekinn upp að nýju í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld þegar fjórir leikir fara fram. Álftnesingar frumsýna þá nýjan leikmann sem leikið hefur yfir áttatíu landsleiki fyrir sterkt lið Georgíu, hefur farið á stórmót og leikið nokkur tímabil í efstu deild á Spáni.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er björt fram­tíð á Nesinu“

Álftanes sigraði KR 108-89 í 6. umferð Bónus-deild karla í kvöld. Það var jafnræði með liðunum, eða allt þar til í seinni hálfleik þegar Álftanes tók öll völd á vellinum.

Sport
Fréttamynd

Mætti ryðgaður til leiks eftir að­gerðina

Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn með Álftanesi sem mætir Grindavík í stórleik umferðarinnar í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Hann spilaði óvænt strax í síðustu viku eftir aðgerð á barka í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Álfta­nes mætir stórliði Benfica

Körfuknattleikslið Álftaness heldur á morgun til Lissabon í Portúgal og tekur þátt í alþjóðlegu körfuboltamóti. Mótið ber heitið Torneo Internacional Lisboa og fer fram 12.–14. september.

Körfubolti
Fréttamynd

Raggi Nat á Nesið

Álftnesingum hefur borist risastór liðsauki fyrir komandi vetur í Bónus-deildinni en miðherjinn hávaxni Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við liðið.

Körfubolti