Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 15:01 Kjartan Atli Kjartansson er með tvo leikmenn í sínu liði sem spiluðu mikið í nýafstöðnu landsleikjahléi. Vísir / Diego Þráðurinn verður tekinn upp að nýju í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld þegar fjórir leikir fara fram. Álftnesingar frumsýna þá nýjan leikmann sem leikið hefur yfir áttatíu landsleiki fyrir sterkt lið Georgíu, hefur farið á stórmót og leikið nokkur tímabil í efstu deild á Spáni. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, ræddi um þennan nýja leikmann, Rati Andronikashvili, sem verður í eldlínunni gegn ÍR í Breiðholtinu í kvöld. Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík „Rati er mjög skemmtilegur leikmaður. Hann er búinn að vera í þessu sterka georgíska landsliði og þeir Haukur [Helgi Pálsson] eru báðir að koma úr því að spila ansi margar mínútur. Það segir manni hvað þessi landsleikjahlé eru oft „tricky“. Sumir eru að koma úr miklum spiltíma og stórum hlutverkum en aðrir bara búnir að vera að æfa. Rati kemur inn í liðið með margt. Þess vegna fengum við hann til okkar. Hann stýrir leiknum vel, er mjög góður í vörn og bara gæðaleikmaður. Hann hefur ekkert spilað með félagsliði á þessari leiktíð og við sjáum bara til hversu hratt við náum honum í leikform en hann spilaði með georgíska landsliðinu núna í landsliðsglugganum,“ sagði Kjartan við Vísi. Ljóst er að koma Andronikashvili styrkir enn Bónus-deildina sem að sögn Kjartans hefur aldrei verið sterkari: „Deildin er alltaf að stækka og það eru mjög margir öflugir leikmenn hérna. Í hverju liði eru leikmenn sem að hefðu ekkert verið í deildinni þegar ég var að spila í henni. Gæðin aukast með ári hverju og það væri mjög áhugavert að vita hvernig deildin stæði í samanburði við aðrar deildir. Við sjáum Stólana gera mjög vel í sinni Evrópukeppni. Við höfum verið að fara til Króatíu og Portúgals á undirbúningstímabilinu, þrjú ár í röð, og spilað við sterk lið á meginlandinu og við sjáum að deildin okkar er að verða mjög samkeppnishæf við sterk lið í Evrópu,“ sagði Kjartan, ánægður með að nú sé aftur spilað eftir landsleikjahléið: „En það var fínt að fá smá hlé í þetta. Hlutirnir gerast svolítið hratt fyrstu vikurnar á mótinu og gott að komast aðeins í burtu frá leiknum. Við tókum okkur þriggja daga frí og menn fengu smáhlé frá hefðbundnum æfingum og leikjum, sem er bara mjög gott.“ Leikur ÍR og Álftaness hefst klukkan 19:15 í kvöld og er sýndur á Sýn Sport Ísland 3. Allir leikir kvöldsins eru svo á Skiptiborðinu á Sýn Sport Ísland. „ÍR-ingar eru mjög öflugt lið. Borche og ÍR er eitthvað sem passar rosalega vel saman. ÍR-liðið endurspeglar rosalega vel það sem ÍR hefur staðið fyrir; vinnusemi, dugnað og kraft. Þetta er rosalega öflugt lið og eins og allir leikir í þessari deild þá verður þetta jafn og spennandi leikur. Það verður gaman að fara í Breiðholtið í kvöld,“ sagði Kjartan. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, ræddi um þennan nýja leikmann, Rati Andronikashvili, sem verður í eldlínunni gegn ÍR í Breiðholtinu í kvöld. Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík „Rati er mjög skemmtilegur leikmaður. Hann er búinn að vera í þessu sterka georgíska landsliði og þeir Haukur [Helgi Pálsson] eru báðir að koma úr því að spila ansi margar mínútur. Það segir manni hvað þessi landsleikjahlé eru oft „tricky“. Sumir eru að koma úr miklum spiltíma og stórum hlutverkum en aðrir bara búnir að vera að æfa. Rati kemur inn í liðið með margt. Þess vegna fengum við hann til okkar. Hann stýrir leiknum vel, er mjög góður í vörn og bara gæðaleikmaður. Hann hefur ekkert spilað með félagsliði á þessari leiktíð og við sjáum bara til hversu hratt við náum honum í leikform en hann spilaði með georgíska landsliðinu núna í landsliðsglugganum,“ sagði Kjartan við Vísi. Ljóst er að koma Andronikashvili styrkir enn Bónus-deildina sem að sögn Kjartans hefur aldrei verið sterkari: „Deildin er alltaf að stækka og það eru mjög margir öflugir leikmenn hérna. Í hverju liði eru leikmenn sem að hefðu ekkert verið í deildinni þegar ég var að spila í henni. Gæðin aukast með ári hverju og það væri mjög áhugavert að vita hvernig deildin stæði í samanburði við aðrar deildir. Við sjáum Stólana gera mjög vel í sinni Evrópukeppni. Við höfum verið að fara til Króatíu og Portúgals á undirbúningstímabilinu, þrjú ár í röð, og spilað við sterk lið á meginlandinu og við sjáum að deildin okkar er að verða mjög samkeppnishæf við sterk lið í Evrópu,“ sagði Kjartan, ánægður með að nú sé aftur spilað eftir landsleikjahléið: „En það var fínt að fá smá hlé í þetta. Hlutirnir gerast svolítið hratt fyrstu vikurnar á mótinu og gott að komast aðeins í burtu frá leiknum. Við tókum okkur þriggja daga frí og menn fengu smáhlé frá hefðbundnum æfingum og leikjum, sem er bara mjög gott.“ Leikur ÍR og Álftaness hefst klukkan 19:15 í kvöld og er sýndur á Sýn Sport Ísland 3. Allir leikir kvöldsins eru svo á Skiptiborðinu á Sýn Sport Ísland. „ÍR-ingar eru mjög öflugt lið. Borche og ÍR er eitthvað sem passar rosalega vel saman. ÍR-liðið endurspeglar rosalega vel það sem ÍR hefur staðið fyrir; vinnusemi, dugnað og kraft. Þetta er rosalega öflugt lið og eins og allir leikir í þessari deild þá verður þetta jafn og spennandi leikur. Það verður gaman að fara í Breiðholtið í kvöld,“ sagði Kjartan.
Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira