Ástin á götunni

Fréttamynd

Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag

KR og KV brjóta engar reglur með því að skipta Birgi Steini Styrmissyni milli félaganna tvisvar á tveimur vikum. Félagaskiptagluggi neðri deildanna er ekki sá sami og hjá Bestu deildinni. Birgir er löglegur í leikmannahóp KR gegn Breiðablik á eftir, þrátt fyrir að hafa spilað með KV í gærkvöldi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hall­gríms tryggðu KA frá­bær úr­slit

KA náði í dag í jafntefli í fyrri leik sínum gegn Silkeborg, frá Danmörku, í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 á JYSK Park úti í Silkeborg, en síðari leikurinn mun fara fram á Akureyri eftir rúma viku. Töfrar Hallgríms Mars í uppbótatíma tryggðu að Akureyringar fara með jafna stöðu inn í síðari leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Íþrótta­maður HK til liðs við ÍA

Birnir Breki Burknason hefur gengið til liðs við ÍA í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann kemur frá HK sem leikur í Lengjudeildinni. Hann var valinn íþróttamaður félagsins eftir frammistöðu sína á síðasta ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri

Breiðablik rúllaði yfir Albaníumeistara Egnatia í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er liðin áttust við í síðari leik einvígis þeirra í 1. umferð. Leiknum lauk 5-0 eftir sýningu grænklæddra á Kópavogsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Árni farinn frá Fylki

Árni Freyr Guðnason er hættur störfum sem þjálfari Fylkis í Lengjudeild karla í fótbolta. Árangur Fylkismanna hefur verið langt undir væntingum og liðið er rétt ofan við fallsvæðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fag­leg frammi­staða hjá Víkingum

Víkingar unnu gríðarlega góðan 0-1 sigur í fyrri leik viðureignar þeirra gegn Malisheva frá Kósóvó í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir Sambandsdeildina, sem Víkingar fóru alla leið í 16-liða úrslit í á síðustu leiktíð. Leikurinn fór fram ytra og Víkingar því með gott veganesti fyrir seinni leikinn í næstu viku.

Fótbolti