Íslenski boltinn

Kristín Dís á­fram í her­búðum Blika

Aron Guðmundsson skrifar
Leikirnir hjá Kristínu Dís fyrir Breiðablik munu verða fleiri
Leikirnir hjá Kristínu Dís fyrir Breiðablik munu verða fleiri Vísir/Anton Brink

Kristín Dís Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í fótbolta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Breiðabliki í kvöld en Kristín Dís hefur leikið lykilhlutverk í öflugu liði Breiðabliks á yfirstandandi tímabili þar sem liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari og er komið áfram átta liða úrslit Evrópubikarsins þar sem framundan er einvígi gegn sænska liðinu BK Hacken. 

Hin 26 ára gamla Kristín Dís hefur spilað 203 leiki fyrir Breiðablik á sínum ferli en hún gekk á nýjan leik í raðir félagsins sumarið 2024 eftir veru hjá danska liðinu Bröndby.

Fréttirnar um að Kristín ætli sér að vera áfram hjá Breiðabliki munu hljóma eins og undurfögur sinfónía í eyru stuðningsmanna liðsins sem hafa þurft að horfa á eftir öflugum leikmönnum undanfarnar vikur. 

Eins og greint var frá á Vísi fyrir síðastliðna helgi hafa þrír af öflugustu sóknarleikmönnum liðsins haldið til annarra liða.

Í dag var svo greint frá því að varnarmaðurinn öflugi Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefði gengið í raðir Parma á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×