Fótbolti

Segir Gumma Tóta á leið heim úr at­vinnu­mennsku

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson er á leið heim
Guðmundur Þórarinsson er á leið heim OFI Crete

Fótboltamaðurinn Guðmundur Þórarinsson er á heimleið eftir fimmtán ár erlendis í atvinnumennsku. 

Þessu heldur Rikki G, íþróttalýsandi og umsjónarmaður Þungavigtarinnar, fram í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag.

Segir hann að Guðmundur og félagslið hans Noah FC í Armeníu hafi komist að samkomulagi um að rifta samningi sín á milli að frumkvæði Guðmundar sem vilji flytja heim til Íslands með fjölskyldu sína. 

Guðmundur,  lék síðast hér á landi árið 2012 með liði ÍBV í efstu deild en fram að tíma sínum í Vestmannaeyjum hafði hann aðeins spilað með uppeldisfélagi sínu, Selfoss. 

Alls hefur Guðmundur leikið 59 leiki í efstu deild hér á landi en í atvinnumennskunni hefur hann spilað með liðum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Grikklandi og nú síðast í Armeníu.

Þá á hann að baki fimmtán A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

„Guðmundur Þórarinsson (GT) myndi styrkja öll lið í Bestu deildinni,“ segir Rikki G í færslu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×