Ástin á götunni

Fréttamynd

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“

FH komst í kvöld í bikarúrslit kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-3 dramatískan sigur á Valskonum á Hlíðarenda, þar sem sigurmarkið kom ekki fyrr enn á lokamínútu framlengingar þegar varamaðurinn Margrét Brynja Kristjánsdóttir skoraði laglegt mark. Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH liðsins var stórkostleg í kvöld og stýrði vörn sinna kvenna með stakri prýði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Njarð­vík á toppinn

Njarðvík er komið í toppsæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu eftir öflugan 3-0 sigur á HK sem er í 3. sæti. ÍR getur náð toppsætinu á nýjan leik annað kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arf­takinn sagður koma frá Hlíðar­enda

Það virðist sem KR sé nú þegar búið að finna arftaka Jóhannes Kristins Bjarnasonar á miðsvæðinu. Sá heitir Orri Hrafn Kjartansson og hefur verið í litlu hlutverki hjá Val, toppliði Bestu deildar karla í knattspyrnu, á leiktíðinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­selt á Evrópu­leik KA á Akur­eyri

Á fimmtudag tekur KA á móti Silkeborg frá Danmörku í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 og heimamenn eiga því góðan möguleika í leiknum sem verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tómas Bent nálgast Edin­borg

Miðjumaðurinn Tómas Bent Magnússon er við það að ganga í raðir Hearts sem kemur frá Edinborg og leikur í efstu deild skosku knattspyrnunnar. Tómas Bent var ekki með Val þegar liðið styrkti hirti toppsæti Bestu deildarinnar með 3-1 sigri á FH.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag

KR og KV brjóta engar reglur með því að skipta Birgi Steini Styrmissyni milli félaganna tvisvar á tveimur vikum. Félagaskiptagluggi neðri deildanna er ekki sá sami og hjá Bestu deildinni. Birgir er löglegur í leikmannahóp KR gegn Breiðablik á eftir, þrátt fyrir að hafa spilað með KV í gærkvöldi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hall­gríms tryggðu KA frá­bær úr­slit

KA náði í dag í jafntefli í fyrri leik sínum gegn Silkeborg, frá Danmörku, í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 á JYSK Park úti í Silkeborg, en síðari leikurinn mun fara fram á Akureyri eftir rúma viku. Töfrar Hallgríms Mars í uppbótatíma tryggðu að Akureyringar fara með jafna stöðu inn í síðari leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Íþrótta­maður HK til liðs við ÍA

Birnir Breki Burknason hefur gengið til liðs við ÍA í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann kemur frá HK sem leikur í Lengjudeildinni. Hann var valinn íþróttamaður félagsins eftir frammistöðu sína á síðasta ári.

Íslenski boltinn