Ástin og lífið

Fréttamynd

„Við erum eigin­lega gangandi krafta­verk“

„Minn stærsti ótti í lífinu var að fæða barn en hef nú yfirstigið það. Mér finnst konur alveg magnaðar. Við berum börnin okkar í níu mánuði, fæðum þau, og síðan tekur við brjóstagjöf. Við erum eiginlega gangandi kraftaverk,“ segir hin 33 ára Svanhildur Heiða Snorradóttir. 

Lífið
Fréttamynd

Brynja og Lil Curly ást­fangin í draum­kenndu fríi

Áhrifavaldarnir Brynja Bjarnadóttir Anderiman og Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, eru nýkomin heim úr fríi í Frakkland þar sem þau nutu sólarinnar í ævintýralegu umhverfi. Lífið virðist leika við þau!

Lífið
Fréttamynd

Tug­milljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur at­hygli

Sænska ofurfyrirsætan Elsa Hosk og breski athafnamaðurinn Tom Daly eru trúlofuð, tíu árum eftir að þau byrjuðu saman. Hosk greindi frá tímamótunum með fallegri myndafærslu á Instagram í gær, þar sem meðal annars mátti sjá trúlofunarhring hennar sem er stærðarinnar demantshringur frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co.

Lífið
Fréttamynd

„Pabbi minn gaf okkur saman“

„Frá fyrsta kvöldinu sem við hittumst náðum við strax ótrúlega vel saman. Mér finnst dýrmætt að hafa fundið bæði framtíðar eiginmann minn og besta vin þetta kvöld,“ segir hin nýgifta Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sólon Breka Leifsson, fyrrverandi knattspyrnumanni og eiganda Sólbón, í byrjun ágústmánaðar.

Lífið
Fréttamynd

Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum

Fyrrverandi eiginmaður Kristinar Cabot, mannauðsstjóra tæknifyrirtækisins Astronomer, sem var gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron, forstjóra Astronomer, á Coldplay-tónleikum í júlí, segir þau þegar hafa ætlað að skilja fyrir fjölmiðlafárið.

Lífið
Fréttamynd

Um­deild mormónadrottning nýja piparjónkan

Raunveruleikastjarnan Taylor Frankie Paul skaust upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum í þáttum um mormónaskvísur í Utah fylki í Bandaríkjunum. Nú mun frægðarsól hennar skína enn skærar því hún var nýverið kynnt inn sem nýjasta piparjónkan eða The Bachelorette í samnefndum raunveruleikaþáttum. 

Lífið
Fréttamynd

Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn

Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn fékk nafnið Hugi Ólafur.

Lífið
Fréttamynd

Ástin kviknaði á Kaffi­barnum

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, og Erla Lind Guðmunds­dótt­ir, nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, eru nýtt par.

Lífið
Fréttamynd

Brúðarbíllinn gömul dráttar­vél frá lang­afa

„Um leið og við byrjum að ganga inn í lundinn skein sólin sem gerði þetta töfrum líkast og má því segja að það hafi staðið mest upp úr,“ segir hin nýgifta Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, náttúru- og umhverfisfræðingur, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Matthías Karl Guðmundsson vélfræðing í ágúst síðastliðnum, að heiðnum sið. Freyja ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Skemmti­legasta kvöld lífs míns“

Liðin vika var umvafin fallegum brúðkaupum, stórafmælum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Íslendingar eru alltaf á faraldsfæti og nú þegar haustið er farið að láta á sér kræla hafa fjölmargir flogið suður á bóginn í leit að hlýrra loftslagi til að lengja sumarið örlítið.

Lífið
Fréttamynd

Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum

Hvort ertu fyrir lótusblómið, saltkringlu-dýfuna, öfugu kúrekastelpuna eða snákinn þegar það kemur að fjölbreyttum kynlífsstellingum? Þó svo að kertaljós og rósablöð hljómar rómantískt í eyrum margra þarf oft eitthvað meira til að viðhalda spennunni í sambandinu, þá sérstaklega þegar við erum að tala um langtímasambönd.

Lífið
Fréttamynd

Pamela slær á sögu­sagnirnar

Leikkonan Pamela Anderson gefur lítið fyrir orðróma þess efnis að samband hennar og leikarans Liam Neeson sé eða hafi verið kynningarbrella.

Lífið
Fréttamynd

Enn ást­fangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu

„Ég var lengi að ná mér eftir fæðinguna þar sem ég fékk það sem kallast spínal höfuðverk, sem kom í kjölfar af mænudeyfingunni. Það er þannig að það myndaðist gat á mænuhimnuna sem það að verkum að maður fær mjög slæman hausverk,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, sem eignaðist sitt annað barn í mars síðastliðnum.

Lífið
Fréttamynd

„Klárari, sætari og skemmti­legri með aldrinum“

Helga Margrét Agnarsdóttir, lögfræðingur og Reykjavíkurmær, fagnaði nýverið 27 ára afmæli sínu með fjölbreyttri og hátíðlegri dagskrá sem spannaði heila viku. Helga hefur skipulagt svokallað Helgala, eða galahátíð, frá árinu 2019, tileinkaðri sjálfri sér.

Lífið
Fréttamynd

Nældi sér í einn um­deildan

Nýjasta stjörnupar Hollywood vekur furðu meðal margra en bomban og ofurstjarnan Sydney Sweeney virðist hafa fallið fyrir umboðsmanninum og athafnamanninum Scooter Braun.

Lífið
Fréttamynd

Er hægt að komast yfir fram­hjá­hald?

Framhjáhald er oft afleiðing vanlíðunar og skorts á nánd, segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði að flestir sem halda framhjá sjái eftir því og vilji laga sambandið sitt.

Lífið
Fréttamynd

Ástin er fal­leg

Ég sit hér einn og hugsa til konunnar minnar, sem nú dvelur tímabundið erlendis. Þó hún sé ekki langt í burtu þá skilur fjarvera hennar eftir sig tómarúm. Það er ekki hávær eða örvæntingarfullur söknuður, heldur hlýr og rólegur söknuður sem liggur djúpt.

Skoðun
Fréttamynd

Svona færðu full­nægingu án handa

Aðgengi að kynlífstækjum og framboð þeirra hefur sjaldan verið jafn fjölbreytt og nú. Þetta getur þótt yfirþyrmandi og fólk á stundum erfitt með að velja hvaða tæki sé þess virði að fjárfesta í fyrir hina fullkomnu unaðsstund. Konur, eða fólk með leggöng, þurfa ekki að örvænta. Þið hafið þegar hið fullkomna kynlífstæki, lærin ykkar.

Lífið
Fréttamynd

Skein jafn skært og demantshringurinn í Fen­eyjum

Hin stórglæsilega fyrirsæta og unnusta knattspyrnumannsins Cristano Ronaldo, Georgina Rodríguez, skein skært á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Fen­eyj­um á sunnudag. Athyglin beindist þó helst að trúlofunarhring hennar, sem er sagður vera 35 karöt, þegar hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara og brosti blíðlega.

Lífið
Fréttamynd

Sylvía Hall og Viddi Sig trú­lofuð

Ástin svífur yfir vötnum í Vesturbænum en 107 drottningin Sylvía Hall, lögfræðingur hjá Logos og fyrrum fjölmiðlakona, sagði já við Viðar Þór Sigurðsson, sérfræðing á fjármálasviði hjá Norðurál, þegar hann bað um hönd hennar á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

„Guð og karl­menn elska mig“

Hinn 23 ára, Aaron Angelo Labajo Soriano er uppalinn í Filipseyjum en hefur búið hérlendis síðastliðin fjögur ár. Hann starfar á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu og lýsir sjálfum sér sem sjálfsöruggum, áreiðanlegum fullkomnunarsinna sem þykir fátt skemmtilegra en að njóta lífsins í góðum félagsskap, versla og ferðast til framandi staða.

Lífið