Ástin og lífið

Fréttamynd

Hvað þýðir „six-seven“?

Frasinn „six-seven“ hefur á undanförnum mánuðum fest sig í sessi meðal ungmenna á samfélagsmiðlinum TikTok og í daglegu tali þeirra. Hann hefur ekki skýra eða fastmótaða merkingu, en er oft notaður til að vekja athygli. Þrátt fyrir þetta hefur trendið breiðst frá TikTok inn í skólastofur víða um heim. En hvað þýðir þetta í raun?

Lífið
Fréttamynd

Lang­þráður draumur verður að veru­leika

Hjónin Sólbjört Sigurðardóttir, leikkona, dansari og flugfreyja, og Einar Stefánsson, markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Reon og tónlistarmaður, eiga von á sínu öðru barni næsta vor. Þau tilkynntu gleðitíðindin í sameiginlegri færslu á Instagram

Lífið
Fréttamynd

Stað­festa loks sam­bandið

Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, hafa loksins staðfest að þau séu í sambandi. Það gerðu þau þegar ljósmyndari hitti þau út á lífinu í París í gærkvöldi, þar sem þau voru að halda upp á 41 árs afmæli Perry.

Lífið
Fréttamynd

Einar og Milla skírðu drenginn

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfir­framleiðandi hjá ACT4, hafa gefið ungum drengi þeirra nafnið Þorsteinn.

Lífið
Fréttamynd

Getur alls ekki verið einn

„Þessi ákvörðun hefur algjörlega breytt lífi mínu,“ segir upprennandi tónlistarmaðurinn Elvar Orri Palash Arnarsson. Elvar Orri skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu en hefur verið að gera tónlist í mörg ár og á eitt heitasta lag ársins, Miklu betri einn. Blaðamaður ræddi við hans um lífið og tilveruna.

Lífið
Fréttamynd

Komin með nýjan rappara í sigtið

Rapparinn Pétur Már Guðmundsson, betur þekktur sem Saint Pete, er farinn að slá sér upp með Hrafnkötlu Unnarsdóttir, verslunarkonu og eiganda Pons Vintage. Þau eru bæði að norðan en Hrafnkatla var áður með rapparanum Flóna og á með honum einn son.

Lífið
Fréttamynd

„Svo gaman að ég stein­gleymdi að ég væri með annan kjól“

„Maður ímyndar sér svona dag fyrir fram en ekkert býr mann undir hversu gaman þetta raunverulega er svo. Öll hamingjan, gleðin og ástin sem við fundum fyrir frá okkar nánustu vinum og fjölskyldu er ómetanleg,“ segir Hildur María Haarde, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Baldur Kára Eyjólfsson á fallegum og sólríkum degi í lok september í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Ása og Leo héldu tvö­falda skírnar­veislu

Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar, Leo Sebastian Alsved, héldu tvöfalda skírnarveislu fyrir syni sína í Fantasíusalnum á Kjarval síðastliðinn sunnudag. Ása deilir gleðitíðindunum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“

Síðastliðin vika var viðburðarík að vanda hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins. Fallegt haustveður, stórtónleikar í New York, þemapartý, Oktoberfest og sólríkar utanlandsferðir báru þar hæst.

Lífið
Fréttamynd

Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana

„Ég fattaði hvað lífið getur verið stutt og að maður ætti ekki að bíða með að elta draumana sína,“ segir tískuneminn Júlía Guðný sem er búsett í New York um þessar mundir. Júlía er nítján ára gömul, í draumanáminu sínu og hver dagur úti er ævintýri og áskorun. 

Lífið
Fréttamynd

Slíta sam­bandinu en vinna á­fram saman

Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Ana de Armas eru hætt saman eftir átta mánaða samband. Neistarnir hafi verið horfnir og því best að segja það gott. Þau verði áfram vinir og samstarfsfélagar í neðansjávar-spennutrylli.

Lífið
Fréttamynd

Mannránstilraun í Kongó og tvö­föld ára­mót meðal eftir­minni­legustu ferðaævintýra Katrínar

Íslensk kona sem hefur ferðast til nær allra landa heims segist þó nokkru sinnum hafa orðið fyrir áreiti fyrir það að vera einsömul kona á faraldsfæti. Hún hvetur þó konur til að láta ekkert stöðva sig og upplifa heiminn. Hún vinnur í um þrjá mánuði á ári og ferðast restina og hyggst klára að heimsækja síðustu ríki heims sem hún hefur ekki heimsótt þegar á næstu mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Vig­dís Häsler flutt til Sveins Andra

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur flutt lögheimili sitt til Sveins Andra Sveinssonar, í miðborg Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Eignuðust „risa­stóran“ dreng

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson og kærastan hans, Sylvía Rós fyrrverandi flugfreyja Play, eignuðust dreng þann 11. október síðastliðinn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

„Það er ekkert sem brýtur mann“

„Maður lærði rosa fljótt að stóla á sjálfa sig,“ segir pílatesdrottningin og landsliðsmóðirin Ragnhildur Sveinsdóttir, en allir þrír synir hennar hafa spilað með landsliðinu í fótbolta og eru í atvinnumennsku. Ragnhildur er nýlega flutt heim til Íslands eftir 26 ævintýrarík ár erlendis og líður vel í eigin skinni hér í dag. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og tilveruna.

Lífið
Fréttamynd

Hristir hausinn yfir fyrra líferni

Atli Steinn Guðmundsson rifjar upp gamalt viðtal sem Inga Lind Karlsdóttir tók við hann um háskólalífið 1998 fyrir DV. Í þá daga sagðist Atli slaka á með ljósabekkjalegu, kraftreykingum og miklu kynlífi. Í dag hristir hann hausinn yfir lýsingunum.

Lífið
Fréttamynd

Heiður Ósk og Davíð keyptu par­hús í Hafnar­firði

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, hafa fest kaup á 230 fermetra parhúsi í Setberginu í Hafnarfirði. Kaupverðið nam 132 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Full­kominn brúð­kaups­dagur í frönskum kastala

„Við vorum alltaf búin að tala um að gifta okkur erlendis, okkur finnst sjálfum svo gaman að vera gestir í þannig brúðkaupum og ég held að flestir séu sammála um að Frakkland sé fullkominn staður fyrir drauma brúðkaupið,“ segir hin nýgifta Rós Kristjánsdóttir gullsmiður sem gekk að eiga sinn heittelskaða Þorstein B. Friðriksson í frönskum kastala á dögunum. Blaðamaður ræddi við hana um þennan ógleymanlega dag.

Lífið
Fréttamynd

Silja Rós og Magnús eiga von á dreng

Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir og unnusti hennar, Magnús Orri Dagsson tónskáld, eiga von á dreng í lok desember. Frá þessu greina þau í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Skilnaðar-toppur í París

Nicole Kidman mætti með glænýjan topp og dætur sínar tvær á tískuvikuna í París þar sem hún var tilkynnt sem nýr sendiherra fyrir Chanel. Kidman bar sig vel þrátt fyrir að standa í miðjum skilnaði við Keith Urban, eiginmann sinn til tuttugu ára.

Tíska og hönnun