„Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu. Íslenski boltinn 20. júlí 2025 22:27
„Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með að enda 1435 daga langa bið Valsmanna eftir því að komast í efsta sæti Bestu deildarinnar. Valsmönnum tókst það með 1-2 sigri gegn Víkingi í kvöld. Túfa segir Valsliðið vera að þroskast og að laga marga hluti sem hefur vantað síðustu ár. Íslenski boltinn 20. júlí 2025 21:47
Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Víkingur tók á móti Val í toppslag og tapaði fyrsta heimaleiknum í sumar. Lokatölur 1-2 í Víkinni og Valsmenn tylla sér á toppinn í Bestu deildinni. Víkingar lentu marki undir og urðu manni færri skömmu síðar, tókst samt að setja jöfnunarmark og virtust ætla að halda út með jafntefli en fengu á sig klaufalegt mark á lokamínútum leiksins. Íslenski boltinn 20. júlí 2025 18:31
Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Breiðablik fór að hlið Víkings á toppi deildarinnar með sigri á Vestra og KA fór af fallsvæðinu með sigri í botnslag. Íslenski boltinn 20. júlí 2025 13:23
Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Pablo Punyed er kominn aftur á fullt eftir nærri árs fjarveru frá fótboltavellinum vegna krossbandaslita. Pablo meiddist í ágúst í fyrra en hefur komið lítillega við sögu hjá Víkingum undanfarið. Hann segir skrokkinn kláran í að spila meira. Íslenski boltinn 20. júlí 2025 13:02
Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti KA vann 2-0 sigur á ÍA á Greifavellinum á Akureyri í Bestu deild karla. Með sigrinum fer KA af fallsvæðinu en skilur Skagamenn eftir á botni deildarinnar. Íslenski boltinn 19. júlí 2025 17:55
„Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var sáttur eftir sigur sinna manna á Vestra í dag, 1-0. Með sigrinum eru Blikar komnir upp að hlið Víkinga á toppnum. Fótbolti 19. júlí 2025 16:58
„Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ „Heilt yfir þá var þetta verðskuldað tap, en óþarfa mark sem við gefum þeim,“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Fótbolti 19. júlí 2025 16:42
Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Blikar unnu 1-0 sigur á Vestra í Bestu deild karla í fótbolta í dag og komust upp að hlið Víkinga á toppnum með sigrinum. Viktor Karl Einarsson var sjóðheitur með Blikaliðinu í Evrópuleiknum í vikunni og hann fylgdi því eftir með því að skora sigurmarkið í dag. Íslenski boltinn 19. júlí 2025 15:50
Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Nýliðar Aftureldingar hafa staðið sig með prýði það sem af er tímabili í Bestu deild karla í fótbolta. Betur má þó ef duga skal. Íslenski boltinn 18. júlí 2025 17:31
Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Víkingur hefur endurkallað Daða Berg Jónsson úr láni frá Vestra. Daði hefur verið einn besti leikmaður Vestra á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deildinni í sumar. Hann spilar með toppliði deildarinnar það sem eftir lifir tímabils en missir af bikarúrslitaleiknum með Vestra. Íslenski boltinn 18. júlí 2025 14:36
Birnir Snær genginn til liðs við KA Birnir Snær Ingason er genginn til liðs við KA í Bestu deild karla, hann kemur til liðsins frá Halmstad í Svíþjóð. Íslenski boltinn 18. júlí 2025 09:19
Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur ÍA hefur selt Oliver Stefánsson til pólska liðsins GKS Tychy sem leikur í næst efstu deild í Póllandi. Fótbolti 18. júlí 2025 09:14
„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega ánægður með stigið á útivelli í Mosfellsbæ í kvöld. Íslenski boltinn 17. júlí 2025 22:45
„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Afturelding og Fram skildu jöfn í Bestu-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ. Oliver Sigurjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Mosfellingum og telur að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. Íslenski boltinn 17. júlí 2025 22:24
Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Afturelding og Fram skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld í 15. umferð Bestu-deildar karla. Íslenski boltinn 17. júlí 2025 21:15
Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Heimavöllur KR-inga í knattspyrnu hefur verið ókeppnisfær nú um langt skeið en miklar endurbætur hafa verið gerðar á vellinum. Gervigrasið var rifið af í desember í fyrra en ekki tókst að gera völlinn kláran fyrir Íslandsmótið í ár. Fótbolti 16. júlí 2025 22:47
Elvis snúinn aftur Elvis Bwonomo er mættur aftur til Vestmannaeyja og búinn að skrifa undir samning við ÍBV sem gildir út tímabilið. Íslenski boltinn 15. júlí 2025 16:12
KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar KR-ingar töpuðu 1-0 upp á Akranesi í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í gærkvöldi og eru nú aðeins einu stigi frá fallsæti. Íslenski boltinn 15. júlí 2025 12:01
Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Eyjamenn og Skagamenn náðu í þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla í fótbolta í gær og settu enn meiri spennu inn í fallbaráttu deildarinnar. Nú má sjá mikilvægu sigurmörkin hér á Vísi. Íslenski boltinn 15. júlí 2025 09:01
„Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ KR tapaði fyrir ÍA í kvöld 1-0, en Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR fannst liðið sitt spila töluvert betur en andstæðingurinn. Sport 14. júlí 2025 21:34
Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Jóhannes Kristinn Bjarnason er ekki á leið til ítalska liðsins Pro Vercelli. Hann er mættur aftur til Íslands en er þó ekki með KR gegn ÍA í kvöld en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfesti það í viðtali fyrir leik. Fótbolti 14. júlí 2025 19:04
Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum ÍA tóku á móti KR í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í kvöld og höfðu betur í hörkuleik sem lauk með 1-0 sigri heimamanna. Með sigrinum náðu Skagamenn að hefna fyrir 5-0 rasskellingu í fyrri viðurreign liðanna. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 18:32
Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn ÍBV fékk Stjörnuna í heimsókn í dag í Bestu deild karla. Þeir unnu leikinn 1-0, bráðnauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn, sem koma sér þrem stigum frá fallsæti. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 17:47
„Mikið undir fyrir bæði lið“ Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, á von á hörkuleik í góðviðrinu á Skaganum í kvöld og segir ekki fleiri áherslubreytingar fylgja því að mæta KR en öðrum liðum Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 14:16
Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær FH vann 5-0 stórsigur á KA í fyrsta leik fimmtándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 08:45
Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sigurður Egill Lárusson er orðinn leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild. Nú eru þau systkinin bæði leikjahæst hjá félaginu. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 07:31
Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag. Fótbolti 13. júlí 2025 20:11
Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. Fótbolti 13. júlí 2025 18:26
Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum. Íslenski boltinn 13. júlí 2025 15:17