Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. október 2025 11:00 Gunnar Vatnhamar og aðrir Færeyingar hafa haft mikla ástæðu til að fagna að undanförnu. Samsett/Vísir/Ívar/Færeyska knattspyrnusambandið Svo virðist sem allt sem Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar snerti þessa dagana verði að gulli. Hann er Íslandsmeistari með Víkingi og nær sögulegum árangri sem fyrirliði landsliðsins. Færeyjar unnu Svartfellinga 4-0 í Þórshöfn fyrir helgina og fylgdu því eftir með fræknum 2-1 sigri á Tékkum á sunnudagskvöld. Ótrúlegur árangur liðsins sem er stigi frá umspilssæti, með 12 stig í riðlinum, og hafa aldrei fengið fleiri. „Stemningin var rafmögnuð bæði á Þórsvelli og líka eftir leikinn. Okkur var hrósað á samfélagsmiðlum og af vinum og vandamönnum heima. Það er magnað hvað allir eru sammála um að styðja okkur þótt við hefðum átt tvö erfið ár,“ segir Gunnar og bætir við: „Það er erfitt að ná góðum úrslitum gegn stærri þjóðum en við höfum fundið það undanfarin misseri að okkur fer fram. Nú höfum við sýnt umheiminum það.“ Hvatti handboltaliðið til sigurs Gunnar kom aftur til Íslands seinni partinn í gær og fór beint af flugvellinum í Lambhagahöllina. Þar var hann í stúkunni íklæddur færeysku landsliðstreyjunni, og hvatti sínar konur til sigurs á Íslandi. „Ég er ekki mikið inni í handbolta en það sem ég sá var magnað. Annar sigur hjá okkur.“ Handboltalandsliðin tvö, karla og kvenna, fóru í fyrsta sinn á stórmót í fyrra. Gunnar segir fótboltaliðið sækja innblástur þangað. „Þetta hafði sterk áhrif á færeysku þjóðina. Fólk fékk meiri trú á þessu, meiri eldmóð og sjálfstraust. Það má þakka handboltalandsliðunum fyrir þann aukakraft sem gerði okkur kleift að ná lengra og öðlast trú á okkur sjálfum. Sem betur fer getum við þetta líka í fótboltanum,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar Vatnhamar ræðir sögulegan árangur og ótrúleg íþróttaafrek Færeyinga Færeyski boltinn Færeyjar Víkingur Reykjavík Besta deild karla HM 2026 í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Færeyjar unnu Svartfellinga 4-0 í Þórshöfn fyrir helgina og fylgdu því eftir með fræknum 2-1 sigri á Tékkum á sunnudagskvöld. Ótrúlegur árangur liðsins sem er stigi frá umspilssæti, með 12 stig í riðlinum, og hafa aldrei fengið fleiri. „Stemningin var rafmögnuð bæði á Þórsvelli og líka eftir leikinn. Okkur var hrósað á samfélagsmiðlum og af vinum og vandamönnum heima. Það er magnað hvað allir eru sammála um að styðja okkur þótt við hefðum átt tvö erfið ár,“ segir Gunnar og bætir við: „Það er erfitt að ná góðum úrslitum gegn stærri þjóðum en við höfum fundið það undanfarin misseri að okkur fer fram. Nú höfum við sýnt umheiminum það.“ Hvatti handboltaliðið til sigurs Gunnar kom aftur til Íslands seinni partinn í gær og fór beint af flugvellinum í Lambhagahöllina. Þar var hann í stúkunni íklæddur færeysku landsliðstreyjunni, og hvatti sínar konur til sigurs á Íslandi. „Ég er ekki mikið inni í handbolta en það sem ég sá var magnað. Annar sigur hjá okkur.“ Handboltalandsliðin tvö, karla og kvenna, fóru í fyrsta sinn á stórmót í fyrra. Gunnar segir fótboltaliðið sækja innblástur þangað. „Þetta hafði sterk áhrif á færeysku þjóðina. Fólk fékk meiri trú á þessu, meiri eldmóð og sjálfstraust. Það má þakka handboltalandsliðunum fyrir þann aukakraft sem gerði okkur kleift að ná lengra og öðlast trú á okkur sjálfum. Sem betur fer getum við þetta líka í fótboltanum,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar Vatnhamar ræðir sögulegan árangur og ótrúleg íþróttaafrek Færeyinga
Færeyski boltinn Færeyjar Víkingur Reykjavík Besta deild karla HM 2026 í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira