Laumast í símann
Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist verulega eftir að símabann var sett á í skólanum. Fátítt sé að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann en nemendurnir viðurkenna þó sjálfir að stundum sé erfitt að sleppa símanum.