Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. janúar 2026 21:56 Aðalsteinn, Signý, Róbert og Björg sækjast eftir oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík. Frambjóðendur til oddvitasætis Viðreisnar í Reykjavík gerðu sitt besta til að halda dyrum opnum þegar þau voru spurð í kappræðum flokksins í kvöld hvort þau gætu frekar hugsað sér samstarf með Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni. Oddvitar mættust í kappræðum í Austurbæjarbíó í kvöld. Prófkjörið fer fram næsta laugardag 31. janúar og verður um að ræða rafræna kosningu. Hún hefst klukkan 00:01 og lýkur klukkan 18:00. Niðurstöður verða kynntar á Petersen svítunni upp úr klukkan 19:00, að því er segir í tilkynningu. Í framboði eru þau Aðalsteinn Leifsson, Björg Magnúsdóttir, Róbert Ragnarsson og Signý Sigurðardóttir. Flokkurinn situr nú utan meirihluta í borginni. Hann mælist samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í síðasta mánuði með tólf prósenta fylgi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnt að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Kappræðunum í Austurbæjarbíó var streymt í beinni í kvöld. Þar var ein aðsend spurning um mögulegt meirihlutasamstarf í borginni í vor og hvort frambjóðendur myndu hringja fyrst í Pétur Marteinsson oddvita Samfylkingarinnar eða Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokkurinn færi svo að viðkomandi væri með ósvarað símtal frá hvoru tveggja að lokum kosningum í maí. Getur hvorki sagt já eða nei Signý Sigurðardóttir viðskiptafræðingur og fyrrverandi forstöðumaður flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) var fyrst til svara. Hún segist eiga eftir að hlusta á oddvita hinna flokkanna. „Ég get ekkert svarað já eða nei. Það er bara þannig. Ég á eftir að hlusta hvað er á oddinum hjá þessu fólki og það skiptir grundvallarmáli. Við vitum ekki einu sinni hverjir verða í framboði fyrir Miðflokkinn.“ Þetta er ekki bindandi svar? Hvað segir hjartað núna? „Ég veit ekkert. Sorrí. Ég bara get ekki svarað þessari spurningu. Ég á mjög erfitt með að svara þessari spurningu. Það er hreinskilni. Ég get ekki búið eitthvað til.“ Til í að vinna með nýju fólki Róbert Ragnarsson sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur sagðist í kappræðunum myndu skoða símann sinn og því næst bjóða oddvitunum til fundar að ræða málin yfir kaffi. Hann ímyndi sér að sá fundur færi fram á Kaffi vest og oddvitarnir myndu sitja þar í horninu. „Fyrir þær breytingar sem ég tel brýnt að fara í gegnum, þá tel ég að það þurfi að vera með nýju fólki og Pétur er vissulega nýr. Það er svarið, þetta er klisja, en nýir vendir sópa best. Það eru svo margar klisjur í stjórnmálum og það er margt til í mörgum þeirra. Legacy inni í ráðhúsinu og starfseminni sem verður erfiðara að breyta með sumu fólki en öðru.“ Verði að vera samrýndur meirihluti Björg Magnúsdóttir fyrrverandi fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar fyrrverandi borgarstjóra benti á það í svörum sínum í kvöld að hún hefði einmitt starfað sem aðstoðarmaður borgarstjóra. „Ég ætlaði að fara inn og hjálpa honum að laga leikskólamálin. Af hverju gekk það ekki upp? Hann hefur talað um það sjálfur. Þegar meirihluti er ósamstíga þá gerist ekkert. Og við þekkjum hvernig slíkir meirihlutar enda, þeir springa. Nú er ég að horfa hér á Þorgerði Katrínu okkar glæsilegu valkyrju sem er að leiða stjórn í þinginu sem er samstíga og við sjáum hvað er að gerast. Það er hægt að gera eitthvað. Það er hægt að hrinda hlutum í verk,“ sagði Björg. „Ég myndi bara segja mér finnst þau bæði æðisleg og ég væri alveg til í að koma með þér á kaffi vest. Bara hvor hópurinn er líklegri til að samþykkja þær breiðu línur í breytingum sem við í Viðreisn ætlum að standa fyrir. Það er ekki hægt að fara inn í meirihluta með fólki sem er okkur ósammála í grundvallar veigamiklum stórum atriðum. Ég veit ég er ekki að svara þér en ég er bara ekki með neitt betra fyrir þig.“ Myndi tala fyrst við Hildi en svo við Pétur „Nú vill svo til að ég kenndi Pétri samningatækni í stjórnunarnáminu í Háskólanum í Reykjavík, þannig ég myndi nú kannski byrja á því að hringja í Pétur og útskýra fyrir honum af hverju ég ætlaði að tala fyrst við Hildi,“ sagði Aðalsteinn Leifsson aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari. „En ég myndi vera alveg skýr á því að ég myndi tala við báða aðila til að hafa valmöguleika og vega og meta hvaða leið er skynsamlegast að fara. Ég veit það er klisja en þegar við veljum leiðina þá náttúrulega skoðum við það út frá þeim málefnum sem við viljum ná fram og við skoðum það líka út frá því hvort við erum með samstígan hóp. Vegna þess að það mun alltaf gefa á og þá þarftu að hafa samstígan hóp.“ Hann segist velta fyrir sér hvernig staðan yrði í Sjálfstæðisflokknum og í Samfylkingunni. „Og ég velti fyrir mér hvort við fáum einn Sjálfstæðisflokk eða þrjá núna þegar þeir stilla upp listanum sínum og hvernig hópur það verður til þess að vinna með. Og ég velti því líka fyrir mér hvernig þetta muni teiknast upp hjá Samfylkingunni. En það er alveg ljóst að við hinsvegar munum verða í þessari lykilstöðu. Kannski fæ ég mér bara kaffibolla fyrst og tek því rólega því ég veit að síminn hringir aftur út af því að við munum vinna stórsigur í vor og við munum verða í lykilstöðu til að mynda þennan meirihluta.“ Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Prófkjörið fer fram næsta laugardag 31. janúar og verður um að ræða rafræna kosningu. Hún hefst klukkan 00:01 og lýkur klukkan 18:00. Niðurstöður verða kynntar á Petersen svítunni upp úr klukkan 19:00, að því er segir í tilkynningu. Í framboði eru þau Aðalsteinn Leifsson, Björg Magnúsdóttir, Róbert Ragnarsson og Signý Sigurðardóttir. Flokkurinn situr nú utan meirihluta í borginni. Hann mælist samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í síðasta mánuði með tólf prósenta fylgi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnt að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Kappræðunum í Austurbæjarbíó var streymt í beinni í kvöld. Þar var ein aðsend spurning um mögulegt meirihlutasamstarf í borginni í vor og hvort frambjóðendur myndu hringja fyrst í Pétur Marteinsson oddvita Samfylkingarinnar eða Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokkurinn færi svo að viðkomandi væri með ósvarað símtal frá hvoru tveggja að lokum kosningum í maí. Getur hvorki sagt já eða nei Signý Sigurðardóttir viðskiptafræðingur og fyrrverandi forstöðumaður flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) var fyrst til svara. Hún segist eiga eftir að hlusta á oddvita hinna flokkanna. „Ég get ekkert svarað já eða nei. Það er bara þannig. Ég á eftir að hlusta hvað er á oddinum hjá þessu fólki og það skiptir grundvallarmáli. Við vitum ekki einu sinni hverjir verða í framboði fyrir Miðflokkinn.“ Þetta er ekki bindandi svar? Hvað segir hjartað núna? „Ég veit ekkert. Sorrí. Ég bara get ekki svarað þessari spurningu. Ég á mjög erfitt með að svara þessari spurningu. Það er hreinskilni. Ég get ekki búið eitthvað til.“ Til í að vinna með nýju fólki Róbert Ragnarsson sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur sagðist í kappræðunum myndu skoða símann sinn og því næst bjóða oddvitunum til fundar að ræða málin yfir kaffi. Hann ímyndi sér að sá fundur færi fram á Kaffi vest og oddvitarnir myndu sitja þar í horninu. „Fyrir þær breytingar sem ég tel brýnt að fara í gegnum, þá tel ég að það þurfi að vera með nýju fólki og Pétur er vissulega nýr. Það er svarið, þetta er klisja, en nýir vendir sópa best. Það eru svo margar klisjur í stjórnmálum og það er margt til í mörgum þeirra. Legacy inni í ráðhúsinu og starfseminni sem verður erfiðara að breyta með sumu fólki en öðru.“ Verði að vera samrýndur meirihluti Björg Magnúsdóttir fyrrverandi fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar fyrrverandi borgarstjóra benti á það í svörum sínum í kvöld að hún hefði einmitt starfað sem aðstoðarmaður borgarstjóra. „Ég ætlaði að fara inn og hjálpa honum að laga leikskólamálin. Af hverju gekk það ekki upp? Hann hefur talað um það sjálfur. Þegar meirihluti er ósamstíga þá gerist ekkert. Og við þekkjum hvernig slíkir meirihlutar enda, þeir springa. Nú er ég að horfa hér á Þorgerði Katrínu okkar glæsilegu valkyrju sem er að leiða stjórn í þinginu sem er samstíga og við sjáum hvað er að gerast. Það er hægt að gera eitthvað. Það er hægt að hrinda hlutum í verk,“ sagði Björg. „Ég myndi bara segja mér finnst þau bæði æðisleg og ég væri alveg til í að koma með þér á kaffi vest. Bara hvor hópurinn er líklegri til að samþykkja þær breiðu línur í breytingum sem við í Viðreisn ætlum að standa fyrir. Það er ekki hægt að fara inn í meirihluta með fólki sem er okkur ósammála í grundvallar veigamiklum stórum atriðum. Ég veit ég er ekki að svara þér en ég er bara ekki með neitt betra fyrir þig.“ Myndi tala fyrst við Hildi en svo við Pétur „Nú vill svo til að ég kenndi Pétri samningatækni í stjórnunarnáminu í Háskólanum í Reykjavík, þannig ég myndi nú kannski byrja á því að hringja í Pétur og útskýra fyrir honum af hverju ég ætlaði að tala fyrst við Hildi,“ sagði Aðalsteinn Leifsson aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari. „En ég myndi vera alveg skýr á því að ég myndi tala við báða aðila til að hafa valmöguleika og vega og meta hvaða leið er skynsamlegast að fara. Ég veit það er klisja en þegar við veljum leiðina þá náttúrulega skoðum við það út frá þeim málefnum sem við viljum ná fram og við skoðum það líka út frá því hvort við erum með samstígan hóp. Vegna þess að það mun alltaf gefa á og þá þarftu að hafa samstígan hóp.“ Hann segist velta fyrir sér hvernig staðan yrði í Sjálfstæðisflokknum og í Samfylkingunni. „Og ég velti fyrir mér hvort við fáum einn Sjálfstæðisflokk eða þrjá núna þegar þeir stilla upp listanum sínum og hvernig hópur það verður til þess að vinna með. Og ég velti því líka fyrir mér hvernig þetta muni teiknast upp hjá Samfylkingunni. En það er alveg ljóst að við hinsvegar munum verða í þessari lykilstöðu. Kannski fæ ég mér bara kaffibolla fyrst og tek því rólega því ég veit að síminn hringir aftur út af því að við munum vinna stórsigur í vor og við munum verða í lykilstöðu til að mynda þennan meirihluta.“
Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira