Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar 25. janúar 2026 13:02 Ég er svo lánsamur að vera pabbi í stórri samsettri fjölskyldu. Eitt af börnunum mínum, yndislegur 12 ára drengur, er með fötlunargreiningu meðal annars vegna einhverfu. Því fylgja eðlilega ýmsar áskoranir, aðallega fyrir hann sjálfan en þó einnig fyrir okkur fjölskylduna. Það eitt að vera með fötlunargreiningu segir bæði að þú þurfir aukna aðstoð sem og að þú eigir rétt á slíkri aðstoð. Persónulegur stuðningsaðili er eitt af því sem drengurinn okkar á rétt á. Slíkt er mjög mikilvægt fyrir einstakling í hans stöðu. Meðal annars til að auka þátttöku hans í samfélaginu, styrkja sjálfsmynd hans, ýta undir tengslamyndun við jafnaldra og aðra, takast á við daglegar áskoranir og sinna áhugamálum. Skilaboðin sem við, og væntanlega fleiri fjölskyldur í sambærilegri stöðu, fáum frá Kópavogsbæ er að þjónustan sé samþykkt, enda lögbundið að veita hana, en að ekki sé til fjármagn til að borga fyrir hana. Sömu sögu er að segja af NPA samningum. Þar erum við að tala um gífurlega mikilvæga lögbundna þjónustu sem sumir fatlaðir eiga rétt á. Þessi hópur hefur þurft að lifa við það viðhorf frá Kópavogsbæ að þeirra mannréttindi og reisn skipti minna máli en annarra. Þeim hefur verið boðið upp á einhverja störukeppni sveitarfélagsins við ríkið um það hver eigi að borga. Þau hafa þurft að hlusta á að það sé þeim að kenna ef það þurfi að draga úr fjárútlátum í eitthvað annað eða hækka skatta. Á meðan Kópavogsbær segist ekki hafa efni á að veita þessa þjónustu eru fötluð börn og fullorðnir algjörlega upp á vini sína og fjölskyldur komin og neyðast jafnvel til leggjast inn á stofnanir í stað þess að geta átt eigið heimili, eigin fjölskyldu og stundað nám eða vinnu. Ég get haldið áfram að telja upp aðra hluti sem Kópavogsbær á að sinna en segist ekki hafa efni á að borga. Þar má til dæmis líka nefna þjónustu við eldri borgara. Kópavogur hefur vaxið hratt síðustu ár og þjóðin er að eldast. Í Kópavogi hefur fjöldi stöðugilda í félagslegri heimaþjónustu á engan hátt vaxið í takt við það. Í minnisblaði sem öldungaráð Kópavogs fékk frá bænum í fyrra kom fram að þjónusta við nýja notendur fari ekki af stað fyrr en einhver annar hættir að nota þjónustuna. Með öðrum orðum, þegar einhver annar deyr. Þarna er aftur verið að vinna gegn því markmiði að styðja fólk til að búa sem lengst heima hjá sér. Samkvæmt Kópavogi eru ekki til peningar til þess. Félagsþjónusta er eitt af stærstu verkefnum hvers sveitarfélags og henni fylgir ýmiss lögbundin þjónusta. Það er pólitísk ákvörðun að leggja ekki til það fjármagn sem þarf í þessa mikilvægu málaflokka. Á síðustu árum hafa vissulega ákveðnir hlutir, eins og til dæmis NPA, færst til sveitarfélaganna. Það er hins vegar ekki rétt, eins og oft er haldið fram, að þetta hafi verið einhver sending með engum fyrirvara eða engu fjármagni. Frá árinu 2010 hefur útsvarshlutfall sveitarfélaga hækkað um 3,06 prósentustig og skattprósentan lækkað um það sem því nemur. Þetta var flutningur á fjármagni frá ríkinu til sveitarfélaga til þess að nýta í þennan málaflokk. Það er hins vegar í pólitísk ákvörðun að hve miklu leyti þessi heimild sé nýtt. Það er auðvitað best ef hægt er að fjármagna þetta án þess að hækka til dæmis útsvarsprósentuna, en ef það er ekki hægt og heimild til útsvars ekki nýttþá ætti þetta frábæra fólk sem vinnur í félagsþjónustunni í Kópavogi bara að vera hreinskilið og segja að það sé því miður ekki vilji hjá stjórnendum bæjarins að borga. Það er sannleikurinn. Ég er alveg einn af þeim sem langar ekkert til að borga hærri skatta og ég er alls enginn baráttumaður fyrir því að hækka þá. Síður en svo. Á sama tíma er ég samt á þeirri skoðun að við sem samfélag verðum að minnsta kosti að standa við okkar lögbundnu skuldbindingar. Kópavogsbúar eiga skilið að farið sé með fjármagn sveitarfélagsins á þann hátt að hægt sé að standa við þessa ábyrgð. Það er óásættanlegt að Kópavogsbúar fái þau skilaboð að ekki séu til peningar fyrir nauðsynlegri þjónustu á meðan hægt er setja fjármagn í hin ýmsu ólögbundnu gæluverkefni. Svo berja ráðamenn sér á brjóst yfir því hversu frábær árangur það sé hjá þeim að bærinn okkar sé með svona lága skatta. Fyrir mitt leyti skil ég ekki hvernig hægt er að hafa samvisku til að stjórna á þennan hátt, en áherslur manna eru víst misjafnar. Það veit enginn hvort eða hvenær hann þurfi á félagslegri aðstoð að halda. Áföll, slys eða veikindi gera víst gera ekki boð á undan sér né fara þau í manngreinarálit og öll verðum við nú vonandi gömul. Það sýnir innsta kjarna samfélagsins best hvernig við sinnum og komum fram við þá hópa sem eru viðkvæmri stöðu. Í Kópavogi verðum við allavega að gera betur. Höfundur er deildarstjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu og sækist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Ég er svo lánsamur að vera pabbi í stórri samsettri fjölskyldu. Eitt af börnunum mínum, yndislegur 12 ára drengur, er með fötlunargreiningu meðal annars vegna einhverfu. Því fylgja eðlilega ýmsar áskoranir, aðallega fyrir hann sjálfan en þó einnig fyrir okkur fjölskylduna. Það eitt að vera með fötlunargreiningu segir bæði að þú þurfir aukna aðstoð sem og að þú eigir rétt á slíkri aðstoð. Persónulegur stuðningsaðili er eitt af því sem drengurinn okkar á rétt á. Slíkt er mjög mikilvægt fyrir einstakling í hans stöðu. Meðal annars til að auka þátttöku hans í samfélaginu, styrkja sjálfsmynd hans, ýta undir tengslamyndun við jafnaldra og aðra, takast á við daglegar áskoranir og sinna áhugamálum. Skilaboðin sem við, og væntanlega fleiri fjölskyldur í sambærilegri stöðu, fáum frá Kópavogsbæ er að þjónustan sé samþykkt, enda lögbundið að veita hana, en að ekki sé til fjármagn til að borga fyrir hana. Sömu sögu er að segja af NPA samningum. Þar erum við að tala um gífurlega mikilvæga lögbundna þjónustu sem sumir fatlaðir eiga rétt á. Þessi hópur hefur þurft að lifa við það viðhorf frá Kópavogsbæ að þeirra mannréttindi og reisn skipti minna máli en annarra. Þeim hefur verið boðið upp á einhverja störukeppni sveitarfélagsins við ríkið um það hver eigi að borga. Þau hafa þurft að hlusta á að það sé þeim að kenna ef það þurfi að draga úr fjárútlátum í eitthvað annað eða hækka skatta. Á meðan Kópavogsbær segist ekki hafa efni á að veita þessa þjónustu eru fötluð börn og fullorðnir algjörlega upp á vini sína og fjölskyldur komin og neyðast jafnvel til leggjast inn á stofnanir í stað þess að geta átt eigið heimili, eigin fjölskyldu og stundað nám eða vinnu. Ég get haldið áfram að telja upp aðra hluti sem Kópavogsbær á að sinna en segist ekki hafa efni á að borga. Þar má til dæmis líka nefna þjónustu við eldri borgara. Kópavogur hefur vaxið hratt síðustu ár og þjóðin er að eldast. Í Kópavogi hefur fjöldi stöðugilda í félagslegri heimaþjónustu á engan hátt vaxið í takt við það. Í minnisblaði sem öldungaráð Kópavogs fékk frá bænum í fyrra kom fram að þjónusta við nýja notendur fari ekki af stað fyrr en einhver annar hættir að nota þjónustuna. Með öðrum orðum, þegar einhver annar deyr. Þarna er aftur verið að vinna gegn því markmiði að styðja fólk til að búa sem lengst heima hjá sér. Samkvæmt Kópavogi eru ekki til peningar til þess. Félagsþjónusta er eitt af stærstu verkefnum hvers sveitarfélags og henni fylgir ýmiss lögbundin þjónusta. Það er pólitísk ákvörðun að leggja ekki til það fjármagn sem þarf í þessa mikilvægu málaflokka. Á síðustu árum hafa vissulega ákveðnir hlutir, eins og til dæmis NPA, færst til sveitarfélaganna. Það er hins vegar ekki rétt, eins og oft er haldið fram, að þetta hafi verið einhver sending með engum fyrirvara eða engu fjármagni. Frá árinu 2010 hefur útsvarshlutfall sveitarfélaga hækkað um 3,06 prósentustig og skattprósentan lækkað um það sem því nemur. Þetta var flutningur á fjármagni frá ríkinu til sveitarfélaga til þess að nýta í þennan málaflokk. Það er hins vegar í pólitísk ákvörðun að hve miklu leyti þessi heimild sé nýtt. Það er auðvitað best ef hægt er að fjármagna þetta án þess að hækka til dæmis útsvarsprósentuna, en ef það er ekki hægt og heimild til útsvars ekki nýttþá ætti þetta frábæra fólk sem vinnur í félagsþjónustunni í Kópavogi bara að vera hreinskilið og segja að það sé því miður ekki vilji hjá stjórnendum bæjarins að borga. Það er sannleikurinn. Ég er alveg einn af þeim sem langar ekkert til að borga hærri skatta og ég er alls enginn baráttumaður fyrir því að hækka þá. Síður en svo. Á sama tíma er ég samt á þeirri skoðun að við sem samfélag verðum að minnsta kosti að standa við okkar lögbundnu skuldbindingar. Kópavogsbúar eiga skilið að farið sé með fjármagn sveitarfélagsins á þann hátt að hægt sé að standa við þessa ábyrgð. Það er óásættanlegt að Kópavogsbúar fái þau skilaboð að ekki séu til peningar fyrir nauðsynlegri þjónustu á meðan hægt er setja fjármagn í hin ýmsu ólögbundnu gæluverkefni. Svo berja ráðamenn sér á brjóst yfir því hversu frábær árangur það sé hjá þeim að bærinn okkar sé með svona lága skatta. Fyrir mitt leyti skil ég ekki hvernig hægt er að hafa samvisku til að stjórna á þennan hátt, en áherslur manna eru víst misjafnar. Það veit enginn hvort eða hvenær hann þurfi á félagslegri aðstoð að halda. Áföll, slys eða veikindi gera víst gera ekki boð á undan sér né fara þau í manngreinarálit og öll verðum við nú vonandi gömul. Það sýnir innsta kjarna samfélagsins best hvernig við sinnum og komum fram við þá hópa sem eru viðkvæmri stöðu. Í Kópavogi verðum við allavega að gera betur. Höfundur er deildarstjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu og sækist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar