Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar 22. janúar 2026 08:46 Í nýlegu viðtali á Samstöðunni dró Ragnar Freyr Ingvarsson, gigtarlæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, upp sláandi mynd af kerfi í sjálfheldu. Ragnar benti á að frá því hann flutti heim fyrir tíu árum hafi ástandið verið nánast óbreytt: Um 90–120 manns liggja inni á Landspítalanum á hverjum degi, gamalt fólk sem er búið í meðferð en kemst hvergi. Þetta fólk er í raun í dýrri „geymslu“ þar sem hver dagur kostar samfélagið 200.000 til 300.000 krónur. „Ef kostnaður spítalans er deildur á legurými þá er þetta talan á dag,“ sagði hann í þessu viðtali. Það sjá það allir heilvita menn að þetta er klikkuð sóun á almennu fé og við getum ekki látið þetta viðgangast lengur fyrir utan það virðingarleysi sem við erum að sýna okkar besta fólki. Á ári eyðum við 6 til 8 milljörðum króna í þessa sjálfsköpuðu teppu. Á þeim áratug sem Ragnar hefur starfað hér nemur sóunin 60 til 80 milljörðum króna. Til samanburðar jafngildir þessi árlega sóun allri hækkun veiðigjalda. Á meðan stjórnvöld eyða ómældum tíma í pólitísk átök um illa unnin frumvörp fær þessi málaflokkur að rotna. Miðað við þá 438 milljarða sem renna í heilbrigðismál og er verið að rífast um „titlingaskít“ á meðan kerfisvillan étur upp milljarðana. Hvers konar forgangsröðun er það að eiga banka en eiga svo ekki fyrir hjúkrunarrýmum? Hættum að skýla okkur á bak við afsakanir Það er orðið þreytt að heyra ráðamenn skýla sér á bak við efnahagshrun, covid eða Grindavík. Þetta snýst ekki um peningaleysi heldur alvarlega skekkju í ríkisbúskapnum. Við þurfum að minnka báknið og þora að nýta útvistun; þjónusta verður ekkert sjálfkrafa betri við það eitt að vera ríkisrekin, síður en svo. Við verðum líka að þora að spyrja: Á virkilega að forgangsraða vopnakaupum fyrir erlendar þjóðir á undan því að drullast til að sinna okkar eigin gamla fólki? Þetta er persónulegt. Faðir minn fórnaði fætinum á altari niðurskurðar eftir hrunið. Hann fékk aðeins tvær vikur á hjúkrunarheimili áður en hann lést, 91 árs að aldri. Nú er móðir mín, 85 ára, í svipaðri „geymslu“. Hún hefur ítrekað þurft að dvelja á hátæknisjúkrahúsi og taka pláss frá öðrum, einfaldlega vegna þess að hún var ófær um að vera heima og ekkert annað bauðst. Þegar mamma segir við mig: „Mér finnst ég hvergi eiga heima“, þá stingur það í hjartað. Þetta er fólkið sem byggði landið okkar en upplifir sig nú eins og hvern annan pakka í geymslu. Er þetta þakklætið til kynslóðarinnar sem skildi eftir sig það ríka samfélag sem við búum í? 800 manns á biðlista – Fyrirsjáanlegur vandi Um 800 manns bíða nú eftir hjúkrunarrými. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Við vitum nákvæmlega hversu margir fæddust fyrir 75 árum og því ættum við með öllu réttu að vita að þessir einstaklingar þurfa þjónustu í dag og það ætti að vera búið að gera ráð fyrir því fyrir lifandis löngu síðan. Þetta er ekki málaflokkur sem „reddast“ einhvern veginn sjálfkrafa. Samt vantar plássin og heimaþjónustan er svo veikburða að fólk býr við stöðugt óöryggi á sínum eigin heimilum. Niðurstaða Er reisn aldraðra fórnað á altari forgangsröðunar? Við getum ekki haldið áfram að sóa milljörðum í að „geyma“ fólk á göngum spítala á meðan 800 manns og aðstandendur þeirra bíða með sárt ennið. Foreldrar okkar eiga betra skilið: hjúkrun, endurhæfingu og reisn. Við þurfum ekki fleiri nefndir eða pólitísk leikrit. Hlustum á sérfræðinga eins og Ragnar Frey sem þekkja gólfið. Byggjum upp hjúkrunarrými, eflum heimaþjónustu, heilsueflingu og forvarnir í öllum aldurshópum. Miðflokkurinn vill innleiða heilsufarsskimanir eins og Sigmundur Davíð hefur talað fyrir. Hættum að rífast um smáatriðin og förum að sinna fólkinu sem á það sannarlega skilið að við stöndum vörð um það á síðustu metrunum. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali á Samstöðunni dró Ragnar Freyr Ingvarsson, gigtarlæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, upp sláandi mynd af kerfi í sjálfheldu. Ragnar benti á að frá því hann flutti heim fyrir tíu árum hafi ástandið verið nánast óbreytt: Um 90–120 manns liggja inni á Landspítalanum á hverjum degi, gamalt fólk sem er búið í meðferð en kemst hvergi. Þetta fólk er í raun í dýrri „geymslu“ þar sem hver dagur kostar samfélagið 200.000 til 300.000 krónur. „Ef kostnaður spítalans er deildur á legurými þá er þetta talan á dag,“ sagði hann í þessu viðtali. Það sjá það allir heilvita menn að þetta er klikkuð sóun á almennu fé og við getum ekki látið þetta viðgangast lengur fyrir utan það virðingarleysi sem við erum að sýna okkar besta fólki. Á ári eyðum við 6 til 8 milljörðum króna í þessa sjálfsköpuðu teppu. Á þeim áratug sem Ragnar hefur starfað hér nemur sóunin 60 til 80 milljörðum króna. Til samanburðar jafngildir þessi árlega sóun allri hækkun veiðigjalda. Á meðan stjórnvöld eyða ómældum tíma í pólitísk átök um illa unnin frumvörp fær þessi málaflokkur að rotna. Miðað við þá 438 milljarða sem renna í heilbrigðismál og er verið að rífast um „titlingaskít“ á meðan kerfisvillan étur upp milljarðana. Hvers konar forgangsröðun er það að eiga banka en eiga svo ekki fyrir hjúkrunarrýmum? Hættum að skýla okkur á bak við afsakanir Það er orðið þreytt að heyra ráðamenn skýla sér á bak við efnahagshrun, covid eða Grindavík. Þetta snýst ekki um peningaleysi heldur alvarlega skekkju í ríkisbúskapnum. Við þurfum að minnka báknið og þora að nýta útvistun; þjónusta verður ekkert sjálfkrafa betri við það eitt að vera ríkisrekin, síður en svo. Við verðum líka að þora að spyrja: Á virkilega að forgangsraða vopnakaupum fyrir erlendar þjóðir á undan því að drullast til að sinna okkar eigin gamla fólki? Þetta er persónulegt. Faðir minn fórnaði fætinum á altari niðurskurðar eftir hrunið. Hann fékk aðeins tvær vikur á hjúkrunarheimili áður en hann lést, 91 árs að aldri. Nú er móðir mín, 85 ára, í svipaðri „geymslu“. Hún hefur ítrekað þurft að dvelja á hátæknisjúkrahúsi og taka pláss frá öðrum, einfaldlega vegna þess að hún var ófær um að vera heima og ekkert annað bauðst. Þegar mamma segir við mig: „Mér finnst ég hvergi eiga heima“, þá stingur það í hjartað. Þetta er fólkið sem byggði landið okkar en upplifir sig nú eins og hvern annan pakka í geymslu. Er þetta þakklætið til kynslóðarinnar sem skildi eftir sig það ríka samfélag sem við búum í? 800 manns á biðlista – Fyrirsjáanlegur vandi Um 800 manns bíða nú eftir hjúkrunarrými. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Við vitum nákvæmlega hversu margir fæddust fyrir 75 árum og því ættum við með öllu réttu að vita að þessir einstaklingar þurfa þjónustu í dag og það ætti að vera búið að gera ráð fyrir því fyrir lifandis löngu síðan. Þetta er ekki málaflokkur sem „reddast“ einhvern veginn sjálfkrafa. Samt vantar plássin og heimaþjónustan er svo veikburða að fólk býr við stöðugt óöryggi á sínum eigin heimilum. Niðurstaða Er reisn aldraðra fórnað á altari forgangsröðunar? Við getum ekki haldið áfram að sóa milljörðum í að „geyma“ fólk á göngum spítala á meðan 800 manns og aðstandendur þeirra bíða með sárt ennið. Foreldrar okkar eiga betra skilið: hjúkrun, endurhæfingu og reisn. Við þurfum ekki fleiri nefndir eða pólitísk leikrit. Hlustum á sérfræðinga eins og Ragnar Frey sem þekkja gólfið. Byggjum upp hjúkrunarrými, eflum heimaþjónustu, heilsueflingu og forvarnir í öllum aldurshópum. Miðflokkurinn vill innleiða heilsufarsskimanir eins og Sigmundur Davíð hefur talað fyrir. Hættum að rífast um smáatriðin og förum að sinna fólkinu sem á það sannarlega skilið að við stöndum vörð um það á síðustu metrunum. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar