Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar 21. janúar 2026 09:00 Frumvarp til breytinga á búvörulögum vekur alvarlegar spurningar um valdajafnvægi, samráð og réttaröryggi í íslenskum landbúnaði. Við nánari skoðun blasir við að hér er verið að færa Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en tíðkast í sambærilegum ríkjum, jafnvel umfram það sem gildir innan EES-réttar. Sú þróun er varasöm, veikir íslenskan landbúnað og þar með fæðuöryggi og kallar á vandaða umræðu. Megináhyggjuefnið er að Samkeppniseftirlitið virðist samkvæmt frumvarpinu eiga að annast skráningu, eftirlit og úrskurð þegar kemur að framleiðendafélögum. Með öðrum orðum: sama stofnunin yrði bæði ákærandi, dómari og böðull. Það er hreinlega eins og frumvarpið sé skrifað fyrir Samkeppniseftirlitið. Slík samþjöppun valds er almennt talin andstæð grundvallarhugmyndum stjórnsýsluréttar og eykur hættu á geðþóttaákvörðunum og skorti á málefnalegri aðgreiningu hlutverka. Sérstaka athygli vekur að mjólkuriðnaður er dreginn inn í þetta án nokkurrar ástæðu og skýringar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ekkert sem bendir til þess að ætlunin hafi verið að ráðast í grundvallarbreytingar á regluverki mjólkurframleiðslu. Þvert á móti hafa aðilar innan greinarinnar, sem búa yfir áratugalangri reynslu af framkvæmd búvörusamninga, lýst yfir verulegum áhyggjum af frumvarpinu og bent á skort á raunverulegu samráði. Samanburður við Noreg dregur enn frekar fram veikleika frumvarpsins. Þar er ekki gerð krafa um skráningu framleiðendafélaga hjá samkeppnisyfirvöldum til að njóta undanþága frá samkeppnislögum. Þvert á móti hafa norsk stjórnvöld nýlega þrengt heimildir samkeppniseftirlitsins þegar um er að ræða samninga sem byggja á búvörusamningum milli bænda og ríkis. Markmiðið er að tryggja stöðugan og fyrirsjáanlegan rekstur sem og afkomu bænda. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum er hætt við að íslenskir framleiðendur landbúnaðarvara standi lakar að vígi en kollegar þeirra í nágrannalöndum. Slík niðurstaða væri hvorki í þágu bænda né neytenda. Atvinnuveganefnd alþingis ber því rík skylda til að fara gaumgæfilega yfir málið, vega og meta afleiðingar af auknum valdheimildum Samkeppniseftirlitsins og tryggja að ekki verði stigið skref sem reynist bæði afdrifaríkt og erfitt að vinda ofan af. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Þorgrímur Sigmundsson Alþingi Landbúnaður Samkeppnismál Búvörusamningar Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Rannsóknir í ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Frumvarp til breytinga á búvörulögum vekur alvarlegar spurningar um valdajafnvægi, samráð og réttaröryggi í íslenskum landbúnaði. Við nánari skoðun blasir við að hér er verið að færa Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en tíðkast í sambærilegum ríkjum, jafnvel umfram það sem gildir innan EES-réttar. Sú þróun er varasöm, veikir íslenskan landbúnað og þar með fæðuöryggi og kallar á vandaða umræðu. Megináhyggjuefnið er að Samkeppniseftirlitið virðist samkvæmt frumvarpinu eiga að annast skráningu, eftirlit og úrskurð þegar kemur að framleiðendafélögum. Með öðrum orðum: sama stofnunin yrði bæði ákærandi, dómari og böðull. Það er hreinlega eins og frumvarpið sé skrifað fyrir Samkeppniseftirlitið. Slík samþjöppun valds er almennt talin andstæð grundvallarhugmyndum stjórnsýsluréttar og eykur hættu á geðþóttaákvörðunum og skorti á málefnalegri aðgreiningu hlutverka. Sérstaka athygli vekur að mjólkuriðnaður er dreginn inn í þetta án nokkurrar ástæðu og skýringar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ekkert sem bendir til þess að ætlunin hafi verið að ráðast í grundvallarbreytingar á regluverki mjólkurframleiðslu. Þvert á móti hafa aðilar innan greinarinnar, sem búa yfir áratugalangri reynslu af framkvæmd búvörusamninga, lýst yfir verulegum áhyggjum af frumvarpinu og bent á skort á raunverulegu samráði. Samanburður við Noreg dregur enn frekar fram veikleika frumvarpsins. Þar er ekki gerð krafa um skráningu framleiðendafélaga hjá samkeppnisyfirvöldum til að njóta undanþága frá samkeppnislögum. Þvert á móti hafa norsk stjórnvöld nýlega þrengt heimildir samkeppniseftirlitsins þegar um er að ræða samninga sem byggja á búvörusamningum milli bænda og ríkis. Markmiðið er að tryggja stöðugan og fyrirsjáanlegan rekstur sem og afkomu bænda. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum er hætt við að íslenskir framleiðendur landbúnaðarvara standi lakar að vígi en kollegar þeirra í nágrannalöndum. Slík niðurstaða væri hvorki í þágu bænda né neytenda. Atvinnuveganefnd alþingis ber því rík skylda til að fara gaumgæfilega yfir málið, vega og meta afleiðingar af auknum valdheimildum Samkeppniseftirlitsins og tryggja að ekki verði stigið skref sem reynist bæði afdrifaríkt og erfitt að vinda ofan af. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar