Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar 27. desember 2025 16:01 Samkvæmt íslenskum lögum skal verslun með áfengi vera í höndum Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Þetta fyrirkomulag hefur þótt stuðla best að stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnamálum enda sýnt að frekari markaðsvæðing áfengissölu myndi örva söluna umfram það sem nú gerist. Sú er og skoðun breiðfylkingar heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka sem hafa ítrekað sent yfirvöldum áskoranir vegna þessa. Utan úr heimi hafa borist jákvæð skilaboð frá lýðheilsustofnunum og hefur margoft komið fram að fulltrúar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), hafa hrósað Íslendingum fyrir að sýna fyrirhyggju á þessu sviði.Fyrirhafnarlítill gróði á kostnað samfélagsins Margir hafa hins vegar viljað breytt fyrirkomulag og eru þar eins og fyrri daginn fremstir í flokki þeir sem sjá þarna möguleika á að hagnast verulega án teljandi fyrirhafnar. Þessir aðilar hafa verið iðnir við kolann að grafa undan lýðheilsustefnunni, þóst finna glufur í löggjöfinni sem þó engar eru eins og kýrskýrt er hverju læsu barni. Hinar raunverulegu glufur er hins vegar að finna í röðum stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks.Vínsalarnir hafa horft til hins evrópska efnahagssvæðis, EES, og haldið því fram að samkvæmt reglum þar á bæ megi selja vín í netsölu ef lagerinn er erlendis og fyrirtækið þar skráð. Þegar lögreglan lét loka afhendingarstöðvum áfengisnetverslana Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar á jóladag var skýring eigenda sú að um misskilning væri að ræða.Hártoganir og útúrsnúningar Í Morgunblaðinu var haft eftir einum slíkum á þriðja degi jóla: „Tímabundin lokun á afhendingarstað Nýju Vínbúðarinnar byggist á misskilningi um eðli starfseminnar. Ekki er um hefðbundna verslun að ræða, heldur afhendingarstað fyrir pantanir sem eru gerðar í gegnum breska netverslun og afhentar viðskiptavinum á Íslandi.“Annars staðar voru birtar yfirlýsingar frá lögbrjótunum með hártogunum af þessu tagi auk þess sem beðist var velvirðingar á óhagræðinu sem lögreglan hefði valdið viðskiptavinum. En sem betur fer yrði opnað á nýjan leik daginn eftir enda hefði þetta inngrip tengst því að verslanirnar hefðu ekki mátt vera opnar á jóladag!Drykkja vex samhliða lögleysunni Svona fara menn að því að brjóta niður samfélag. Árum saman hafa foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum kært brot á auglýsingalögum en samkvæmt þeim er bannað að auglýsa áfengi. Við þessu hafa yfirvöld daufheyrst og meira að segja Ríkisútvarpið hefur lagst svo lágt að láta undan gróðahyggju áfengissölumanna og birt auglýsingar þeirra.Nú er svo komið að unglingadrykkja færist í vöxt og telja forvarna- og æskulýðssamtök einsýnt að auglýsingaágengni og grimmari sölumennska ólöglegra vínsala eigi þar hlut að máli. Vitorðsmenn víða að finna Ekkert hrín hins vegar á stjórnvöldum. Löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið, dómsvaldið, fjölmiðlarnir láta eins og ekkert sé. Alls staðar eiga óprúttnir vínsalar sér vitorðsmenn eða hvað annað má segja um allt það fólk sem er ætlað að standa vakt réttarríkisins en gerir ekki.Formaður eins stjórnarflokkanna sagði á flokksþingi, eflaust við mikinn fögnuð, að flokkur sinn væri nútímalegur, pantaði ostana á veisluborð sín erlendis frá og áfengið á netinu - að sjálfsögðu! Hvað er til ráða? Hvað skal gera gagnvart sinnuleysinu og meðvirkninni? Það er augljóst. Í fyrsta lagi þarf hreinlega að ákveða að gefast ekki upp gagnvart niðurrifsöflum gróðahyggjunnar. Í öðru lagi þarf að standa með þeim fánaberum lýðheilsustefnunnar sem talað hafa fyrir daufum eyrum stjórnvalda allt of lengi. Þetta þyrftu allir að gera jafnt bindindismenn sem við hin sem erum það ekki en teljum okkur skilja hvaða hættur ágeng sölumennska á áfengi hefur í för með sér. Í þriðja lagi þurfum við hvert og eitt að beita áhrifum okkar hvar sem við erum í flokki eða samtökum til þess að stuðlað verði að samstöðu í samfélaginu um heill og hamingju og heilbrigt líf. Höfundur er fyrrverandi ráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt íslenskum lögum skal verslun með áfengi vera í höndum Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Þetta fyrirkomulag hefur þótt stuðla best að stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnamálum enda sýnt að frekari markaðsvæðing áfengissölu myndi örva söluna umfram það sem nú gerist. Sú er og skoðun breiðfylkingar heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka sem hafa ítrekað sent yfirvöldum áskoranir vegna þessa. Utan úr heimi hafa borist jákvæð skilaboð frá lýðheilsustofnunum og hefur margoft komið fram að fulltrúar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), hafa hrósað Íslendingum fyrir að sýna fyrirhyggju á þessu sviði.Fyrirhafnarlítill gróði á kostnað samfélagsins Margir hafa hins vegar viljað breytt fyrirkomulag og eru þar eins og fyrri daginn fremstir í flokki þeir sem sjá þarna möguleika á að hagnast verulega án teljandi fyrirhafnar. Þessir aðilar hafa verið iðnir við kolann að grafa undan lýðheilsustefnunni, þóst finna glufur í löggjöfinni sem þó engar eru eins og kýrskýrt er hverju læsu barni. Hinar raunverulegu glufur er hins vegar að finna í röðum stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks.Vínsalarnir hafa horft til hins evrópska efnahagssvæðis, EES, og haldið því fram að samkvæmt reglum þar á bæ megi selja vín í netsölu ef lagerinn er erlendis og fyrirtækið þar skráð. Þegar lögreglan lét loka afhendingarstöðvum áfengisnetverslana Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar á jóladag var skýring eigenda sú að um misskilning væri að ræða.Hártoganir og útúrsnúningar Í Morgunblaðinu var haft eftir einum slíkum á þriðja degi jóla: „Tímabundin lokun á afhendingarstað Nýju Vínbúðarinnar byggist á misskilningi um eðli starfseminnar. Ekki er um hefðbundna verslun að ræða, heldur afhendingarstað fyrir pantanir sem eru gerðar í gegnum breska netverslun og afhentar viðskiptavinum á Íslandi.“Annars staðar voru birtar yfirlýsingar frá lögbrjótunum með hártogunum af þessu tagi auk þess sem beðist var velvirðingar á óhagræðinu sem lögreglan hefði valdið viðskiptavinum. En sem betur fer yrði opnað á nýjan leik daginn eftir enda hefði þetta inngrip tengst því að verslanirnar hefðu ekki mátt vera opnar á jóladag!Drykkja vex samhliða lögleysunni Svona fara menn að því að brjóta niður samfélag. Árum saman hafa foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum kært brot á auglýsingalögum en samkvæmt þeim er bannað að auglýsa áfengi. Við þessu hafa yfirvöld daufheyrst og meira að segja Ríkisútvarpið hefur lagst svo lágt að láta undan gróðahyggju áfengissölumanna og birt auglýsingar þeirra.Nú er svo komið að unglingadrykkja færist í vöxt og telja forvarna- og æskulýðssamtök einsýnt að auglýsingaágengni og grimmari sölumennska ólöglegra vínsala eigi þar hlut að máli. Vitorðsmenn víða að finna Ekkert hrín hins vegar á stjórnvöldum. Löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið, dómsvaldið, fjölmiðlarnir láta eins og ekkert sé. Alls staðar eiga óprúttnir vínsalar sér vitorðsmenn eða hvað annað má segja um allt það fólk sem er ætlað að standa vakt réttarríkisins en gerir ekki.Formaður eins stjórnarflokkanna sagði á flokksþingi, eflaust við mikinn fögnuð, að flokkur sinn væri nútímalegur, pantaði ostana á veisluborð sín erlendis frá og áfengið á netinu - að sjálfsögðu! Hvað er til ráða? Hvað skal gera gagnvart sinnuleysinu og meðvirkninni? Það er augljóst. Í fyrsta lagi þarf hreinlega að ákveða að gefast ekki upp gagnvart niðurrifsöflum gróðahyggjunnar. Í öðru lagi þarf að standa með þeim fánaberum lýðheilsustefnunnar sem talað hafa fyrir daufum eyrum stjórnvalda allt of lengi. Þetta þyrftu allir að gera jafnt bindindismenn sem við hin sem erum það ekki en teljum okkur skilja hvaða hættur ágeng sölumennska á áfengi hefur í för með sér. Í þriðja lagi þurfum við hvert og eitt að beita áhrifum okkar hvar sem við erum í flokki eða samtökum til þess að stuðlað verði að samstöðu í samfélaginu um heill og hamingju og heilbrigt líf. Höfundur er fyrrverandi ráðherra
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar