Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar 21. desember 2025 14:32 Þegar orð og athafnir fara ekki saman Traust er ein mikilvægasta auðlind stjórnmálaflokka. Það byggist ekki eingöngu á árangri í einstökum málum, heldur á samræmi milli stefnuskrár, kosningaloforða og athafna. Þetta á sérstaklega við mál er snerta fullveldi ríkisins, þar sem ákvarðanir geta haft varanleg áhrif á sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Í íslenskum stjórnmálum hefur ítrekað komið í ljós að þeir flokkar sem ekki standa við eigin stefnuskrá og kosningaloforð, glata trausti kjósenda, jafnvel þótt þeir haldi formlega völdum um tíma. EES-málin sem prófsteinn á stjórnmálalegt samræmi Á undanförnum árum hafa EES-tengd mál, einkum þriðji orkupakki ESB og Bókun 35, orðið að prófsteini á slíkt samræmi. Þessi mál varpa skýru ljósi á það hvernig helstu stjórnmálaflokkar bregðast við, þegar yfirlýsingar um fullveldi stangast á við raunverulegar ákvarðanir þeirra. Samfylkingin greiddi það dýru verði eftir bankahrunið þegar loforð um umbætur, aukið lýðræði og „skjaldborg um heimilin“ fóru illa saman við auknar álögur, aðhald og niðurskurð. Fylgið hrundi og flokkurinn missti um tíma stöðu sína sem burðarafl í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hefur þó verið sjálfri sér samkvæm í afstöðu sinni til inngöngu Íslands í ESB þó svo flokkurinn hafi ekki sett það mál í forgang. Vinstri græn töpuðu verulegum hluta trúverðugleika síns þegar flokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn þvert á yfirlýsta stefnu um kerfisbreytingar og valdajafnvægi. Áður hafði flokkurinn tekið þátt í umsókn Íslands um inngöngu í ESB þvert á vilja flokksmanna. Kjósendur refsuðu þeim ekki strax, en flokkurinn hlaut harða útreið að lokum og féll af þingi. Björt framtíð byggði tilverurétt sinn á loforði um „nýja pólitík“, gagnsæi og siðferði, en hvarf af þingi eftir að hafa tekið þátt í hefðbundnu valdatafli stjórnmálaflokka, sem flokkurinn hafði áður gagnrýnt harðlega. Sjálfstæðisflokkurinn og brostin loforð Sjálfstæðisflokkurinn brást algjörlega kjósendum sínum í veigamiklum grundvallaratriðum, meðal annars varðandi innflytjendamál, skattamál, aukinn ríkisrekstur og sérstaklega fullveldismál. Þessi mál, ásamt stjórnarmyndun flokksins með Vinstri grænum, reyndust vera pólitískt sjálfsmorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um áratugaskeið lagt áherslu á fullveldi Íslands, mikilvægi stjórnarskrárinnar og varfærni gagnvart framsali ríkisvalds. Þrátt fyrir það hafði hann frumkvæði að innleiðingu bæði þriðja orkupakka ESB og frumvarpi um Bókun 35. Rökstuðningurinn byggðist á því að um væri að ræða tæknilega innleiðingu EES-regluverks og að um formlegt framsal væri ekki um að ræða, fullyrðingar sem ekki standast neina skoðun. Gagnrýnin snýr einkum að því að Alþingi skuldbindi sig til að innleiða regluverk sem það hefur ekki samið og hefur takmörkuð áhrif á. Með Bókun 35 eru forgangsáhrif EES-reglna skýrð í íslenskum rétti, sem þrengir mjög að sjálfstæðu svigrúmi löggjafans í framkvæmd valds síns. Þar með skapast misræmi milli hefðbundinnar orðræðu flokksins og þeirra ákvarðana sem hann hefur tekið þátt í að styðja. Margir kjósendur flokksins líta á þetta sem djúpan og alvarlegan trúnaðarbrest og fylgið er að hverfa. Flokkur fólksins – gjörbreytt afstaða? Flokkur fólksins hefur aðallega byggt fylgi sitt á gagnrýni á valdakerfið, tortryggni gagnvart yfirþjóðlegu regluverki og þeirri hugmynd að ákvarðanir skuli teknar sem næst þjóðinni. Þar til nýlega hafði flokkurinn ekki tekið þátt í ákvörðunum sem snertu framsal fullveldis í framkvæmd, meðal annars hafnaði hann þriðja orkupakka ESB. Nýlegar yfirlýsingar ráðherra flokksins um stuðning við frumvarp um Bókun 35 breytir algjörlega þeirri stöðu. Flokkurinn verður þá þátttakandi í ákvörðun sem hefur veruleg og neikvæð stjórnskipuleg áhrif þvert á fyrri yfirlýsingar og loforð. Margir kjósendur flokksins telja þetta fela í sér svik við þau loforð og rof á þeim væntingum sem orðræða flokksins hafði áður skapað. Spurning vaknar: stendur Flokkur fólksins frammi fyrir sömu örlögum og aðrir flokkar sem byggðu fylgi sitt á andófi gegn kerfinu en urðu síðan hluti af því? Hvaða lærdóm má draga af þessu? Reynsla íslenskra stjórnmála sýnir að kjósendur eru þolinmóðir, en þeir eru alls ekki minnislausir. Stjórnmálaflokkur sem notar stefnuskrá sem kosningaskraut en stendur svo ekki við skuldbindingar sínar gagnvart kjósendum tapar siðferðilegu umboði, veikir eigin stöðu og grefur undan trausti á sjálfu lýðræðinu. Munurinn á flokkunum liggur ekki aðeins í því hvaða frumvörp þeir styðja, heldur í þeim væntingum sem þeir hafa sjálfir skapað. Þegar orðræða þeirra leggur áherslu á fullveldi og varfærni, en framkvæmdin leiðir til samþykktar ráðstafana sem þrengja svigrúm Alþingis, tapast siðferðilegt umboð. Fullveldi er ekki aðeins orð í stefnuskrá, það birtist í ákvörðunum þegar á reynir og þar sem orð og athafnir fara ekki saman, dvínar traust kjósenda óhjákvæmilega. Flokkar hverfa sjaldnast eftir eina kosningu; þeir missa fylgi smám saman, og það ferli hefst alltaf þegar orð og athafnir fara ekki saman.Bíða Flokk fólksins sömu örlög og Vinstri grænna? Verður Flokkur fólksins senn að Flótta fólksins? Höfundur er læknir og fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Þegar orð og athafnir fara ekki saman Traust er ein mikilvægasta auðlind stjórnmálaflokka. Það byggist ekki eingöngu á árangri í einstökum málum, heldur á samræmi milli stefnuskrár, kosningaloforða og athafna. Þetta á sérstaklega við mál er snerta fullveldi ríkisins, þar sem ákvarðanir geta haft varanleg áhrif á sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Í íslenskum stjórnmálum hefur ítrekað komið í ljós að þeir flokkar sem ekki standa við eigin stefnuskrá og kosningaloforð, glata trausti kjósenda, jafnvel þótt þeir haldi formlega völdum um tíma. EES-málin sem prófsteinn á stjórnmálalegt samræmi Á undanförnum árum hafa EES-tengd mál, einkum þriðji orkupakki ESB og Bókun 35, orðið að prófsteini á slíkt samræmi. Þessi mál varpa skýru ljósi á það hvernig helstu stjórnmálaflokkar bregðast við, þegar yfirlýsingar um fullveldi stangast á við raunverulegar ákvarðanir þeirra. Samfylkingin greiddi það dýru verði eftir bankahrunið þegar loforð um umbætur, aukið lýðræði og „skjaldborg um heimilin“ fóru illa saman við auknar álögur, aðhald og niðurskurð. Fylgið hrundi og flokkurinn missti um tíma stöðu sína sem burðarafl í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hefur þó verið sjálfri sér samkvæm í afstöðu sinni til inngöngu Íslands í ESB þó svo flokkurinn hafi ekki sett það mál í forgang. Vinstri græn töpuðu verulegum hluta trúverðugleika síns þegar flokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn þvert á yfirlýsta stefnu um kerfisbreytingar og valdajafnvægi. Áður hafði flokkurinn tekið þátt í umsókn Íslands um inngöngu í ESB þvert á vilja flokksmanna. Kjósendur refsuðu þeim ekki strax, en flokkurinn hlaut harða útreið að lokum og féll af þingi. Björt framtíð byggði tilverurétt sinn á loforði um „nýja pólitík“, gagnsæi og siðferði, en hvarf af þingi eftir að hafa tekið þátt í hefðbundnu valdatafli stjórnmálaflokka, sem flokkurinn hafði áður gagnrýnt harðlega. Sjálfstæðisflokkurinn og brostin loforð Sjálfstæðisflokkurinn brást algjörlega kjósendum sínum í veigamiklum grundvallaratriðum, meðal annars varðandi innflytjendamál, skattamál, aukinn ríkisrekstur og sérstaklega fullveldismál. Þessi mál, ásamt stjórnarmyndun flokksins með Vinstri grænum, reyndust vera pólitískt sjálfsmorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um áratugaskeið lagt áherslu á fullveldi Íslands, mikilvægi stjórnarskrárinnar og varfærni gagnvart framsali ríkisvalds. Þrátt fyrir það hafði hann frumkvæði að innleiðingu bæði þriðja orkupakka ESB og frumvarpi um Bókun 35. Rökstuðningurinn byggðist á því að um væri að ræða tæknilega innleiðingu EES-regluverks og að um formlegt framsal væri ekki um að ræða, fullyrðingar sem ekki standast neina skoðun. Gagnrýnin snýr einkum að því að Alþingi skuldbindi sig til að innleiða regluverk sem það hefur ekki samið og hefur takmörkuð áhrif á. Með Bókun 35 eru forgangsáhrif EES-reglna skýrð í íslenskum rétti, sem þrengir mjög að sjálfstæðu svigrúmi löggjafans í framkvæmd valds síns. Þar með skapast misræmi milli hefðbundinnar orðræðu flokksins og þeirra ákvarðana sem hann hefur tekið þátt í að styðja. Margir kjósendur flokksins líta á þetta sem djúpan og alvarlegan trúnaðarbrest og fylgið er að hverfa. Flokkur fólksins – gjörbreytt afstaða? Flokkur fólksins hefur aðallega byggt fylgi sitt á gagnrýni á valdakerfið, tortryggni gagnvart yfirþjóðlegu regluverki og þeirri hugmynd að ákvarðanir skuli teknar sem næst þjóðinni. Þar til nýlega hafði flokkurinn ekki tekið þátt í ákvörðunum sem snertu framsal fullveldis í framkvæmd, meðal annars hafnaði hann þriðja orkupakka ESB. Nýlegar yfirlýsingar ráðherra flokksins um stuðning við frumvarp um Bókun 35 breytir algjörlega þeirri stöðu. Flokkurinn verður þá þátttakandi í ákvörðun sem hefur veruleg og neikvæð stjórnskipuleg áhrif þvert á fyrri yfirlýsingar og loforð. Margir kjósendur flokksins telja þetta fela í sér svik við þau loforð og rof á þeim væntingum sem orðræða flokksins hafði áður skapað. Spurning vaknar: stendur Flokkur fólksins frammi fyrir sömu örlögum og aðrir flokkar sem byggðu fylgi sitt á andófi gegn kerfinu en urðu síðan hluti af því? Hvaða lærdóm má draga af þessu? Reynsla íslenskra stjórnmála sýnir að kjósendur eru þolinmóðir, en þeir eru alls ekki minnislausir. Stjórnmálaflokkur sem notar stefnuskrá sem kosningaskraut en stendur svo ekki við skuldbindingar sínar gagnvart kjósendum tapar siðferðilegu umboði, veikir eigin stöðu og grefur undan trausti á sjálfu lýðræðinu. Munurinn á flokkunum liggur ekki aðeins í því hvaða frumvörp þeir styðja, heldur í þeim væntingum sem þeir hafa sjálfir skapað. Þegar orðræða þeirra leggur áherslu á fullveldi og varfærni, en framkvæmdin leiðir til samþykktar ráðstafana sem þrengja svigrúm Alþingis, tapast siðferðilegt umboð. Fullveldi er ekki aðeins orð í stefnuskrá, það birtist í ákvörðunum þegar á reynir og þar sem orð og athafnir fara ekki saman, dvínar traust kjósenda óhjákvæmilega. Flokkar hverfa sjaldnast eftir eina kosningu; þeir missa fylgi smám saman, og það ferli hefst alltaf þegar orð og athafnir fara ekki saman.Bíða Flokk fólksins sömu örlög og Vinstri grænna? Verður Flokkur fólksins senn að Flótta fólksins? Höfundur er læknir og fullveldissinni.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar