Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar 18. desember 2025 15:31 Ég er nýflutt aftur á Seyðisfjörð eftir að hafa búið í Reykjavík í yfir 30 ár. Hér er ég fædd og uppalin. Við hjónin fluttum hingað í vor og keyptum hús til að losa fjármagn og vera nær dóttur okkar sem hér býr. Ég hef fylgst með umræðu um nýja samgönguáætlun ríkisins og er bæði reið og sár. Sú niðurstaða sem þar birtist er skýr: Seyðisfjörður virðist ekki lengur skipta máli. Ég er ekki manneskja sem æsir sig á netinu eða hellir sér yfir fólk með svívirðingum. En þegar stjórnvöld taka ákvarðanir sem grafa undan framtíð heils samfélags er þögn ekki valkostur. Þið segist vinna fyrir fólkið í landinu. Þá spyr ég einfaldlega: Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur á Seyðisfirði? Hvernig ætlið þið að tryggja að dóttir mín og ungt fólk hér hafi raunverulega framtíð? Ekki í orði, heldur í verki. Við hjónin höfum fjárfest í húsi hér. Með þessari samgönguáætlun hafið þið að öllum líkindum rýrt verðmæti hennar verulega. Ef við viljum selja og flytja á brott er það orðið mun erfiðara. Ber ríkið enga ábyrgð á þeirri stöðu sem það sjálft skapar? Á Seyðisfirði býr duglegt og skapandi fólk sem hefur byggt líf sitt á þeirri forsendu að hér sé hægt að búa við sambærileg lífsskilyrði og annars staðar á landinu. Nú eruð þið að segja okkur að sú forsenda standist ekki lengur. Fólk hér sækir vinnu, þjónustu, íþróttir barna og daglegt líf til Egilsstaða. Samgöngur þangað eru ekki munaður heldur lífsnauðsyn. Hvernig ætlið þið að tryggja öryggi okkar þegar Fjarðarheiði er lokuð, þegar aurskriður falla eða snjóflóð lokar leiðum – á sama tíma og veður útilokar sjó- og flugsamgöngur? Er svarið virkilega að við eigum einfaldlega að sætta okkur við að vera afskipt? Að framtíð atvinnu hér takmarkist við örfá störf í laxeldi eða stóriðju annars staðar á Austurlandi? Á fólk á landsbyggðinni ekki rétt á vali? Við sækjum alla okkar grunnþjónustu til Egilsstaða. Við tilheyrum Múlaþingi. Samt er verið að taka ákvarðanir sem gera það sífellt hættulegra og erfiðara að lifa eðlilegu lífi hér. Þegar gagnrýnt er að samgönguráðherra hafi ekki lesið skýrslu sem hann vitnar í, er það kallað „tittlingaskítur“. Er það viðhorfið til okkar? Að áhyggjur okkar séu smámunir? Ég kaus Viðreisn í síðustu kosningum. Þar áður Samfylkinguna. Í dag spyr ég: Hvað fæ ég í staðinn fyrir atkvæðið mitt? Hvernig ætla þessir flokkar að standa með fólki eins og mér – ekki í ræðu, heldur í raunverulegum aðgerðum? Munið þetta: Það koma aftur kosningar. Seyðfirðingar og íbúar Múlaþings eru ekki bara þeir sem hér búa í dag, heldur líka þeir sem eiga hér fjölskyldu, eignir og framtíð undir. Ekki svara mér með klisjum um „erfiðar ákvarðanir“. Sýnið mér og öðrum hér þá virðingu að svara af hreinskilni – og útskýra hvernig þið ætlið að tryggja að Seyðisfjörður verði ekki fórnarkostnaður í samgöngumálum ríkisins. Höfundur er Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég er nýflutt aftur á Seyðisfjörð eftir að hafa búið í Reykjavík í yfir 30 ár. Hér er ég fædd og uppalin. Við hjónin fluttum hingað í vor og keyptum hús til að losa fjármagn og vera nær dóttur okkar sem hér býr. Ég hef fylgst með umræðu um nýja samgönguáætlun ríkisins og er bæði reið og sár. Sú niðurstaða sem þar birtist er skýr: Seyðisfjörður virðist ekki lengur skipta máli. Ég er ekki manneskja sem æsir sig á netinu eða hellir sér yfir fólk með svívirðingum. En þegar stjórnvöld taka ákvarðanir sem grafa undan framtíð heils samfélags er þögn ekki valkostur. Þið segist vinna fyrir fólkið í landinu. Þá spyr ég einfaldlega: Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur á Seyðisfirði? Hvernig ætlið þið að tryggja að dóttir mín og ungt fólk hér hafi raunverulega framtíð? Ekki í orði, heldur í verki. Við hjónin höfum fjárfest í húsi hér. Með þessari samgönguáætlun hafið þið að öllum líkindum rýrt verðmæti hennar verulega. Ef við viljum selja og flytja á brott er það orðið mun erfiðara. Ber ríkið enga ábyrgð á þeirri stöðu sem það sjálft skapar? Á Seyðisfirði býr duglegt og skapandi fólk sem hefur byggt líf sitt á þeirri forsendu að hér sé hægt að búa við sambærileg lífsskilyrði og annars staðar á landinu. Nú eruð þið að segja okkur að sú forsenda standist ekki lengur. Fólk hér sækir vinnu, þjónustu, íþróttir barna og daglegt líf til Egilsstaða. Samgöngur þangað eru ekki munaður heldur lífsnauðsyn. Hvernig ætlið þið að tryggja öryggi okkar þegar Fjarðarheiði er lokuð, þegar aurskriður falla eða snjóflóð lokar leiðum – á sama tíma og veður útilokar sjó- og flugsamgöngur? Er svarið virkilega að við eigum einfaldlega að sætta okkur við að vera afskipt? Að framtíð atvinnu hér takmarkist við örfá störf í laxeldi eða stóriðju annars staðar á Austurlandi? Á fólk á landsbyggðinni ekki rétt á vali? Við sækjum alla okkar grunnþjónustu til Egilsstaða. Við tilheyrum Múlaþingi. Samt er verið að taka ákvarðanir sem gera það sífellt hættulegra og erfiðara að lifa eðlilegu lífi hér. Þegar gagnrýnt er að samgönguráðherra hafi ekki lesið skýrslu sem hann vitnar í, er það kallað „tittlingaskítur“. Er það viðhorfið til okkar? Að áhyggjur okkar séu smámunir? Ég kaus Viðreisn í síðustu kosningum. Þar áður Samfylkinguna. Í dag spyr ég: Hvað fæ ég í staðinn fyrir atkvæðið mitt? Hvernig ætla þessir flokkar að standa með fólki eins og mér – ekki í ræðu, heldur í raunverulegum aðgerðum? Munið þetta: Það koma aftur kosningar. Seyðfirðingar og íbúar Múlaþings eru ekki bara þeir sem hér búa í dag, heldur líka þeir sem eiga hér fjölskyldu, eignir og framtíð undir. Ekki svara mér með klisjum um „erfiðar ákvarðanir“. Sýnið mér og öðrum hér þá virðingu að svara af hreinskilni – og útskýra hvernig þið ætlið að tryggja að Seyðisfjörður verði ekki fórnarkostnaður í samgöngumálum ríkisins. Höfundur er Seyðfirðingur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun