5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar 13. desember 2025 08:30 Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að ná stöðugleika í efnahagslífi og að vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Það hefur tekist eins og dæmin sanna. Okkur hefur tekist að laga ríkisfjármálin með ýmsum tiltektarmálum. Hallinn helmingaður og skuldir lækka Halli ríkissjóðs hefur verið helmingaður í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar, úr 60 milljörðum í 26 milljarða. Þetta er gert á meðan kerfið er í kælingu, og unnið er að taka niður vexti og verðbólgu. Á einu ári hafa skuldir ríkisins lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Þar skiptir mestu vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Stýrivextir hafa verið lækkaðir fimm sinnum eða um 1,75% frá því að boðað var til kosninga í fyrrahaust. Hvað þýðir þessi árangur fyrir venjulegt heimili? Fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán þá þýða þessar vaxtalækkanir 60 þúsund krónur minni afborganir á mánuði. Það munar um minna í heimilisrekstrinum. En við erum ekki hætt. Almenningur og fyrirtæki þessa lands munu finna það í buddu sinni að ný ríkisstjórn sé tekin við sem tekur ábyrgð á ríkisfjármálunum og lætur þau ekki reka á reiðanum. Bjart fram undan fyrir Ísland Það fjölgar áfram stoðunum í íslenska atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Við búum yfir miklum tækifærum. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar t.a.m. í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu. Þessar áherslur munu endurspeglast í nýrri atvinnustefnu sem kynnt verður á fyrstu mánuðum næsta árs. Þar er lögð áhersla á verðmætasköpun sem er knúin af fjölbreyttum útflutningi sem byggir á nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Markmiðið er að fjölga vel launuðum störfum út um allt land. Að auka velferð með sjálfbærum vexti sem byggir á aukinni framleiðni. Ein forsenda samkeppnishæfni þjóðarinnar er að sjálfsögðu öflugir innviðir, þess vegna ætlum við að laga vegina og byrja að bora. Planið er að virka. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingin Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Sjá meira
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að ná stöðugleika í efnahagslífi og að vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Það hefur tekist eins og dæmin sanna. Okkur hefur tekist að laga ríkisfjármálin með ýmsum tiltektarmálum. Hallinn helmingaður og skuldir lækka Halli ríkissjóðs hefur verið helmingaður í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar, úr 60 milljörðum í 26 milljarða. Þetta er gert á meðan kerfið er í kælingu, og unnið er að taka niður vexti og verðbólgu. Á einu ári hafa skuldir ríkisins lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Þar skiptir mestu vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Stýrivextir hafa verið lækkaðir fimm sinnum eða um 1,75% frá því að boðað var til kosninga í fyrrahaust. Hvað þýðir þessi árangur fyrir venjulegt heimili? Fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán þá þýða þessar vaxtalækkanir 60 þúsund krónur minni afborganir á mánuði. Það munar um minna í heimilisrekstrinum. En við erum ekki hætt. Almenningur og fyrirtæki þessa lands munu finna það í buddu sinni að ný ríkisstjórn sé tekin við sem tekur ábyrgð á ríkisfjármálunum og lætur þau ekki reka á reiðanum. Bjart fram undan fyrir Ísland Það fjölgar áfram stoðunum í íslenska atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Við búum yfir miklum tækifærum. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar t.a.m. í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu. Þessar áherslur munu endurspeglast í nýrri atvinnustefnu sem kynnt verður á fyrstu mánuðum næsta árs. Þar er lögð áhersla á verðmætasköpun sem er knúin af fjölbreyttum útflutningi sem byggir á nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Markmiðið er að fjölga vel launuðum störfum út um allt land. Að auka velferð með sjálfbærum vexti sem byggir á aukinni framleiðni. Ein forsenda samkeppnishæfni þjóðarinnar er að sjálfsögðu öflugir innviðir, þess vegna ætlum við að laga vegina og byrja að bora. Planið er að virka. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar