Skoðun

Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin

Anahita Sahar Babaei skrifar

(English below)

Þrátt fyrir að lögfræðingar okkar hafi bent á að réttlæti sem kemur of seint sé í raun og veru ekki réttlæti, var máli okkar Elissu ekki vísað frá. Við munum þurfa að mæta fyrir dómi núna í desember og aftur í janúar. Söguleg skilgreining borgaralegrar óhlýðni er sú, „að þegar lögin bregðast lífinu sjálfu, verður þú að mæta þeim með líkama þínum, rödd þinni og viljanum til að taka afleiðingunum”. Ég er tilbúin að að taka afleiðingunum gjörða minna, af heilindum og vissu.

Að taka afleiðingunum er ekki það sama og að gefast upp. Maður óhlýðnast lögum til að koma fáránleika þeirra upp á yfirborðið og afhjúpa innihaldsleysi reglnanna sem þau byggja á.

Hvað er fráleitara en að glæpavæða friðsamlega mótmælaaðgerð tveggja óvopnaðra kvenna sem tefldu eigin öryggi í tvísýnu til að varpa ljósi á ofbeldi tveggja gamalla hvalveiðiskipa vopnuðum sprengiskutlum. Skipum sem hvíla í höfn þjóðar sem kallar sig friðarþjóð?

Hvað er fráleitara en að ríkisstjórn sem fagnar undirritun samninga og viljayfirlýsinga, ofnar inn í alþjóðlegar skuldbindingar um vernd lífríkis hafsins og siðferðilega meðferð skyni gæddra vera, hunsar eigin skyldur á meðan hún sækir til saka þau sem í raun framfylgja þeim?

Hvaða stjórnarskrá er þess virði að heiðra ef hún verndar þá sem lita hafið rautt af blóði vera sem framtíð barna okkar hvílir á og sjálfur andardráttur okkar? Ef þetta er ekki fáránlegt, þá hefur orðið misst merkingu sína.

Ruglið ekki saman beiðni okkar um frávísun og tilraun til að komast hjá afleiðingum. Borgaraleg óhlýðni endar ekki við handtöku; hún heldur áfram inn í réttarsalinn. Réttarhöldin sjálf eru spegill sem haldið er uppi af lýðræðiskerfinu til að spyrja hvort lýðræðið standi enn undir nafni og framfylgi vilja meirihlutans frekar en hagsmuna fárra. Lýðræði, ólíkt alræði, veit að lög eru ekki meitluð í stein. Þau eru samningar milli manna, bundin tíðaranda, stöðugri þróun siðferðis, vísinda og sífellt dýpri skilningi okkar á lífinu. Þegar lög hætta að vernda líf hætta þau að eiga skilið hlýðni.

„Glöggt er gests augað” - er máltæki sem ég hef oft fengið að heyra. Auga gestsins er næmt fyrir sprungum í undirstöðunum sem heimamenn eru hættir að nema. Megi þessi réttarhöld verða það auga. Megi þau knýja okkur til að spyrja hvað verði um tjáningarfrelsi, um rétt til mótmæla, um samvisku einstaklingsins og um lýðræðið sjálft þegar það að nýta þessi réttindi er gert refsivert.

Þegar norskur lax flæddi um firðina og olli vistkerfisvá leystist málið upp án afleiðinga. En beiðni um frávísun þessarar mótmælaaðgerðar, friðsamlegrar og til verndar lífs, var afgreidd með ótrúlegum hraða. Þetta misræmi sýnir okkur hvernig umhverfisspjöll eru fyrirgefin, gróði varinn og skaði hunsaður á meðan þau sem vernda lífið mæta fullu afli ríkisvaldsins. Þetta misræmi er ekki tilviljun. Það er kerfislægt. Það er gamalt.

Megi þetta mál verða augað sem afhjúpar hverju hefur verið fórnað í hljóðlátri orðræðu skrifræðisins. Megi það sýna hvernig náttúran er meðhöndluð eins og óþreyjandi þjónn einkahagsmuna, á meðan almenningi er tjáð að þetta séu „hagsmunir“, „hefðir“ og „nauðsyn“. Megi það sýna hvernig ómetanlegar náttúruauðlindir Íslands eru seldar á útsöluverði á kostnað virðingar og velferðar þjóðar.

Það hefði verið mun auðveldara fyrir okkur Elissu að fallast á refsingu og halda áfram leið okkar. Það hefði létt álagi af lögfræðingum okkar, Katrínu og Lindu. En þægindi hafa aldrei verið áttaviti þeirra sem velja að vernda líf.

Við munum berjast - rólega, staðfastlega, með þeirri reisn sem fylgir því að vita hvers vegna maður stendur gegn óréttlæti. Við munum berjast svo að hvalir megi snúa aftur í þessa firði í slíkum fjölda að þeir ekki aðeins lifi heldur dafni. Við munum berjast fyrir grundvallarrétti mannsins til að ögra lögum þegar þau þjóna ekki lengur lífum.

Að verja líf er ekki glæpur.

Að líta undan þegar því er eytt er það.

Höfundur er listakona og aktívisti.

—--------------------—--------------------—--------------------—--------------------

Despite our lawyers’ warnings that justice delayed is justice denied, the case against Elissa and me was not dismissed. We will stand before the court in December, and again in January. The ancient covenant of civil disobedience teaches this: when a law betrays life, you must confront it with your body, your voice, and your willingness to bear the cost. And I accept, honourably and without hesitation, all that I must carry for this action.

Acceptance, however, must not be mistaken for surrender. One disobeys a law so that its absurdity rises to the surface, exposing the emptiness of the principles that sustain it.

What is more absurd than criminalising the peaceful act of two unarmed women who risked their own safety to reveal the violence of two post-war killing vessels armed with explosive harpoons , vessels that rest, almost proudly, in the harbour of a nation that calls itself a champion of peace?

What is more absurd than a government that celebrates its signatures on memoranda of trust, woven into international commitments to protect marine life and uphold the ethical treatment of sentient beings, yet delays its own obligations while prosecuting those who act upon them?

And what constitution deserves reverence if it shields those who turn the sea red with the blood of beings upon whom our children’s survival depends- our future, our very breath? If this is not absurd, then the word has lost its meaning.

Do not confuse our request for dismissal with an attempt to escape consequences. Civil disobedience does not end at arrest; it continues to the tribunal. The trial itself is a mirror held up to a democratic system to ask whether democracy still means caring for the will of the majority rather than the profit of a minority. Democracy, unlike theocracy, knows that laws are not sacred relics. They are human agreements, bound to time, to evolving ethics, to science, and to our deepening understanding of life. When laws cease to protect life, they cease to deserve obedience.

I have been told many times in Iceland that “Glöggt er gests augað” - The eye that is sensitive to the cracks familiarity can no longer see. So let this trial be that eye. Let it challenge us to ask what becomes of freedom of speech, of the right to protest, of the sanctity of conscience, of democracy itself, when practicing these rights becomes a punishable crime.

When Norwegian salmon flooded the fjords and triggered an ecological disaster, the case dissolved without consequence. Yet the dismissal of this protest ,a peaceful act to protect life, was rejected with extraordinary speed. Let this contrast show us how environmental harm is forgiven, profit defended, damage ignored, while those who act for the living world are met with the full machinery of the state. This inversion is not accidental. It is structural. It is old.

Let this case be the eye that reveals what has been traded away in the quiet language of bureaucracy. Let it expose how nature is treated as an expendable servant of private wealth, even as the public is told this is “interest,” “tradition,” “necessity.” Let it show how Iceland’s priceless natural treasures are sold cheap at the expense of a nation’s dignity and wellbeing.

It would have been far easier for Elissa and me to accept a penalty and move on. It would have eased the burden on our lawyers, Kata and Linda. But ease has never been the compass of those who choose to protect life.

We will fight calmly, relentlessly, with the dignity that comes from knowing why one resists. We will fight so whales may return to these waters in numbers that do more than survive - they must thrive. We will fight for the fundamental human right to challenge laws when they cease to serve life.

To defend life is not a crime.

To look away from its destruction is.

Anahita Sahar Babaei




Skoðun

Sjá meira


×