Innlent

Mikið við­bragð vegna umferðarslyss

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Blá ljós sjást í vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Blá ljós sjást í vefmyndavél Vegagerðarinnar. Vegagerðin

Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila er á vettvangi vegna umferðarslyss á Vesturlandsvegi til móts við verslunina Útilegumaðurinn.

Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæði.

Tilkynningin barst um tíu mínútur í fimm og voru viðbragðsaðilar að mæta á vettvang rétt eftir klukkan fimm.

Sjónarvottar segja í samtali við fréttastofu að fjöldi viðbragðsaðila séu á vettvangi. Á vefsíðu Vegagerðarinnar, umferðin.is, segir að veginum hafi verið lokað í báðar áttir vegna slyssins. Á myndavélum Vegagerðarinnar sést að bílaröð hefur myndast við slysstað.

Veistu meira? Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×