„Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. desember 2025 12:37 Arnór Sigurjónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Á myndinni til hægri má sjá þá Donald Trump forseta Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Valberg/Getty Sérfræðingur í varnar- og öryggismálum segir stöðu NATO áhyggjuefni í kjölfar útgáfu nýrrar þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna og jafnframt stórkostlegt vandamál fyrir Ísland. Evrópa og Bandaríkin eigi ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu. Í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eru stjórnvöld í Evrópu harðlega gagnrýnd. Þar segir að Bandaríkin vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu sem standi fyrir siðmenningarlegri eyðingu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir stefnuna lýsa vanvirðingu við Evrópu og ekki sé hægt að útiloka afskipti Bandaríkjastjórnar af kosningum líkt og gerst hafi í S-Ameríku. „Stærsta vandamálið er væntanlega það að Evrópa og Bandaríkin eiga ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum þarf Evrópa að vera undir það búin að geta staðið á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega,“ sagði Arnór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Evrópubúar ættu að hafa áhyggjur Hann telur ástæðu fyrir íbúa Evrópu að hafa áhyggjur, ekki síst Úkraínumenn. Bandaríkjamenn vilji koma á viðskiptatengslum við Rússa sem sé ómögulegt nema friður náist. „En hvernig það á að gera, það kemur ekki fram. Væntanlega á kostnað Úkraínu með, með því að gefa eftir land og ekki síst er Evrópa gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins.“ „Og það segir sitt að Pútín forseti er mjög ánægður með þessa nýju stefnu Bandaríkjanna,“ bætir Arnór við. Arnór segir stöðu NATO áhyggjuefni en bíða þurfi eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem væntanleg er. Vísbendingar séu um að Bandaríkin gætu dregið sig úr mörgum af sameiginlegum ákvörðunarferlum innan bandalagsins. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa í áratugi útvistað alfarið allar varnir landsins til annars vegar Bandaríkjanna í gegnum varnarsamninginn og hins vegar Atlantshafsbandalagsins í gegnum aðild okkar að því bandalagi.“ „Þessi stefna hefur verið góð og gild í mörg ár en það er kominn tími til þess að spyrja sig núna hvort að þetta sé skynsamlegt viðhorf gagnvart öryggi og vörnum landsins.“ Tímabært að íhuga að koma á fót íslenskum her Það sé frumskylda sérhverra sjálfstæðra og fullgildra þjóða að geta brugðist sjálf við strax áður en aðstoð berist, ef hún þá berst. „Ég hef talað fyrir því lengi að það sé tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega að koma á fót íslenskum her. Hann þarf ekki að vera stór en hann þarf að vera virkur og geta brugðist við óvæntum eða ófyrirséðum hættum.“ „Þetta væri þá fyrsti fyrirsvarinn fyrir því að við getum varið okkar innviði, hernaðarlega mikilvæga innviði þannig að við getum tekið á móti liðsauka ef hann kemur,“ sagði Arnór að endingu. NATO Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eru stjórnvöld í Evrópu harðlega gagnrýnd. Þar segir að Bandaríkin vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu sem standi fyrir siðmenningarlegri eyðingu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir stefnuna lýsa vanvirðingu við Evrópu og ekki sé hægt að útiloka afskipti Bandaríkjastjórnar af kosningum líkt og gerst hafi í S-Ameríku. „Stærsta vandamálið er væntanlega það að Evrópa og Bandaríkin eiga ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum þarf Evrópa að vera undir það búin að geta staðið á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega,“ sagði Arnór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Evrópubúar ættu að hafa áhyggjur Hann telur ástæðu fyrir íbúa Evrópu að hafa áhyggjur, ekki síst Úkraínumenn. Bandaríkjamenn vilji koma á viðskiptatengslum við Rússa sem sé ómögulegt nema friður náist. „En hvernig það á að gera, það kemur ekki fram. Væntanlega á kostnað Úkraínu með, með því að gefa eftir land og ekki síst er Evrópa gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins.“ „Og það segir sitt að Pútín forseti er mjög ánægður með þessa nýju stefnu Bandaríkjanna,“ bætir Arnór við. Arnór segir stöðu NATO áhyggjuefni en bíða þurfi eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem væntanleg er. Vísbendingar séu um að Bandaríkin gætu dregið sig úr mörgum af sameiginlegum ákvörðunarferlum innan bandalagsins. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa í áratugi útvistað alfarið allar varnir landsins til annars vegar Bandaríkjanna í gegnum varnarsamninginn og hins vegar Atlantshafsbandalagsins í gegnum aðild okkar að því bandalagi.“ „Þessi stefna hefur verið góð og gild í mörg ár en það er kominn tími til þess að spyrja sig núna hvort að þetta sé skynsamlegt viðhorf gagnvart öryggi og vörnum landsins.“ Tímabært að íhuga að koma á fót íslenskum her Það sé frumskylda sérhverra sjálfstæðra og fullgildra þjóða að geta brugðist sjálf við strax áður en aðstoð berist, ef hún þá berst. „Ég hef talað fyrir því lengi að það sé tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega að koma á fót íslenskum her. Hann þarf ekki að vera stór en hann þarf að vera virkur og geta brugðist við óvæntum eða ófyrirséðum hættum.“ „Þetta væri þá fyrsti fyrirsvarinn fyrir því að við getum varið okkar innviði, hernaðarlega mikilvæga innviði þannig að við getum tekið á móti liðsauka ef hann kemur,“ sagði Arnór að endingu.
NATO Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira