Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2025 10:23 Skemmtiferðaskip í Sundahöfn. Vísir/Vilhelm Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að lækka innviðagjald skemmtiferðaskipa við strendur Íslands enn meira heldur en fjármálaráðherra hugnaðist. Færri skemmtiferðaskip komu til landsins í kjölfar gjaldsins. Um er að ræða gjald sem greiða þarf á hvern einstakling fyrir hvern sólarhring sem skemmtiferðaskip er á tollasvæði Íslands en það tók fyrst gildi 1. janúar 2025. Áður þurfti að greiða svokallaðan gistináttaskatt, sem voru þúsund krónur fyrir hvern farþega á nótt. Með lögunum um innviðagjaldið sem tóku gildi í byrjun árs var upphæðin hækkuð upp í 2500 krónur, samfélögum á landsbyggðinni til mikilla ama sem treysta á komu ferðamanna á sumrin. Fyrr á árinu var greint frá að skipakomunum til Faxaflóahafna hefði fækkað vegna gjaldsins og einnig var greint frá fækkun ferða til Vestmannaeyja, Patreksfjarðar og Ísafjarðar. Forsvarsmenn bæjanna töldu að fækkun skipana myndi hafa veruleg efnahagsleg áhrif. Í frumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga er gert ráð fyrir að lækka gjaldið um fimm hundruð krónur fyrir næsta ár, og þá í tvö þúsund krónur. Það sé þó einungis bráðabirgðaákvæði fyrir næsta ár. Falla frá bráðabirgðaákvæðinu Efnahags- og viðskiptanefnd bárust ýmis sjónarmið sem snerta innviðagjaldið. „Meðal annars var tekið fram að innviðagjaldið hefði borið brátt að og það hefði leitt til samdráttar í bókunum. Nefndin fjallaði talsvert um innviðagjaldið og hafði viðhorf umsagnaraðila til hliðsjónar. Að mati meiri hlutans var innviðagjaldið ákveðið of hátt sem hefur neikvæð áhrif í för með sér,“ segir í nefndaráliti. Því er lagt til að innviðagjaldið skuli vera 1600 krónur fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem skipuð dvelur á tollsvæði ríkisins. Með þessari breytingu fellur meiri hlutinn frá því að fyrirkomulagið um lækkun gjaldsins sé ákveðið með bráðabirgðaákvæði. Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Skattar, tollar og gjöld Ferðaþjónusta Hafnarmál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Um er að ræða gjald sem greiða þarf á hvern einstakling fyrir hvern sólarhring sem skemmtiferðaskip er á tollasvæði Íslands en það tók fyrst gildi 1. janúar 2025. Áður þurfti að greiða svokallaðan gistináttaskatt, sem voru þúsund krónur fyrir hvern farþega á nótt. Með lögunum um innviðagjaldið sem tóku gildi í byrjun árs var upphæðin hækkuð upp í 2500 krónur, samfélögum á landsbyggðinni til mikilla ama sem treysta á komu ferðamanna á sumrin. Fyrr á árinu var greint frá að skipakomunum til Faxaflóahafna hefði fækkað vegna gjaldsins og einnig var greint frá fækkun ferða til Vestmannaeyja, Patreksfjarðar og Ísafjarðar. Forsvarsmenn bæjanna töldu að fækkun skipana myndi hafa veruleg efnahagsleg áhrif. Í frumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga er gert ráð fyrir að lækka gjaldið um fimm hundruð krónur fyrir næsta ár, og þá í tvö þúsund krónur. Það sé þó einungis bráðabirgðaákvæði fyrir næsta ár. Falla frá bráðabirgðaákvæðinu Efnahags- og viðskiptanefnd bárust ýmis sjónarmið sem snerta innviðagjaldið. „Meðal annars var tekið fram að innviðagjaldið hefði borið brátt að og það hefði leitt til samdráttar í bókunum. Nefndin fjallaði talsvert um innviðagjaldið og hafði viðhorf umsagnaraðila til hliðsjónar. Að mati meiri hlutans var innviðagjaldið ákveðið of hátt sem hefur neikvæð áhrif í för með sér,“ segir í nefndaráliti. Því er lagt til að innviðagjaldið skuli vera 1600 krónur fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem skipuð dvelur á tollsvæði ríkisins. Með þessari breytingu fellur meiri hlutinn frá því að fyrirkomulagið um lækkun gjaldsins sé ákveðið með bráðabirgðaákvæði.
Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Skattar, tollar og gjöld Ferðaþjónusta Hafnarmál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira