Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2025 15:00 Kristín l Pálsdóttir Framkvæmdarstjóri Rótarinnar. Vísir/Bjarni Nýtt húsnæði Konukots mun breyta miklu fyrir konurnar sem þangað sækja að sögn framkvæmdastjóra Rótarinnar. Aðsókn hefur verið yfir meðallagi í haust og húsið stundum yfirfullt. Borgarstjóri opnaði húsnæðið við Ármúla við athöfn í gær. Vonir standa til þess að hægt verði að opna nýtt Konukot sem allra fyrst. Borgarstjóri opnaði húsnæðið í Ármúla í gær við athöfn, en enn á þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum að sögn Kristínar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Rótarinnar, sem rekur Konukot samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Kristín segir að nýtt húsnæði breyti miklu fyrir þær konur sem þangað sækja. „Þetta er miklu betri aðstaða fyrir konurnar að vera með fleiri herbergi. Í gamla Konukoti voru tvö herbergi þar sem sváfu fjórar konur og svo var hinum dreift um húsið. Þannig að núna erum við með fjögur þriggja manna herbergi.“ Konurnar hafi því meira rými auk þess sem aðstaðan sé betri. „Það er lokuð setustofa, sjónvarpsstofa, og líka hægt að sitja í borðstofunni,“ segir Kristín. „Svo verðum við með aðstöðu fyrir heilbrigðisþjónustu sem fór af stað hjá okkur í apríl, sem er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.“ Húsnæðið er lokað á milli klukkan tíu og fimm þar sem um neyðarskýli er að ræða. Plássin verða jafn mörg, eða tólf, enda er markmiðið til lengri tíma að minnka þörfina fyrir neyðarskýli. Mikil aðsókn hefur verið í Konukot í haust. „Oft fleiri en tólf konur og við höfum fengið, held ég, allt upp í sextán konur. Þó að við séum ekki með rúm fyrir svo margar, þá erum við með svona lazyboy-stóla og björgum alltaf málinu af því að við vísum aldrei konum frá.“ Á hæðinni fyrir ofan Konukot verður nýtt tímabundið húsnæði sem Reykjavíkurborg mun reka. Þar verða sex pláss og er hugsað til lengri dvalar á meðan konur eru að taka fyrstu skrefin úr heimilisleysi. Það er annað slíka tímabundna húsnæðið sem borgin opnar, en það fyrra var opnað fyrir tveimur árum og er fyrir karla. Kristín telur þurfa fleiri slík úrræði þar sem konur geti verið allan sólarhringinn. „Hér á árum áður var, þá var svolítið horft fram hjá þörfum kvenna. Reykjavíkurborg hefur sett fókus á það að, að hérna, mikilvægi þess að þær séu á öruggum stað. Þær eru oft í erfiðari stöðu en karlarnir,“ segir Kristín. Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að opna nýtt Konukot sem allra fyrst. Borgarstjóri opnaði húsnæðið í Ármúla í gær við athöfn, en enn á þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum að sögn Kristínar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Rótarinnar, sem rekur Konukot samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Kristín segir að nýtt húsnæði breyti miklu fyrir þær konur sem þangað sækja. „Þetta er miklu betri aðstaða fyrir konurnar að vera með fleiri herbergi. Í gamla Konukoti voru tvö herbergi þar sem sváfu fjórar konur og svo var hinum dreift um húsið. Þannig að núna erum við með fjögur þriggja manna herbergi.“ Konurnar hafi því meira rými auk þess sem aðstaðan sé betri. „Það er lokuð setustofa, sjónvarpsstofa, og líka hægt að sitja í borðstofunni,“ segir Kristín. „Svo verðum við með aðstöðu fyrir heilbrigðisþjónustu sem fór af stað hjá okkur í apríl, sem er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.“ Húsnæðið er lokað á milli klukkan tíu og fimm þar sem um neyðarskýli er að ræða. Plássin verða jafn mörg, eða tólf, enda er markmiðið til lengri tíma að minnka þörfina fyrir neyðarskýli. Mikil aðsókn hefur verið í Konukot í haust. „Oft fleiri en tólf konur og við höfum fengið, held ég, allt upp í sextán konur. Þó að við séum ekki með rúm fyrir svo margar, þá erum við með svona lazyboy-stóla og björgum alltaf málinu af því að við vísum aldrei konum frá.“ Á hæðinni fyrir ofan Konukot verður nýtt tímabundið húsnæði sem Reykjavíkurborg mun reka. Þar verða sex pláss og er hugsað til lengri dvalar á meðan konur eru að taka fyrstu skrefin úr heimilisleysi. Það er annað slíka tímabundna húsnæðið sem borgin opnar, en það fyrra var opnað fyrir tveimur árum og er fyrir karla. Kristín telur þurfa fleiri slík úrræði þar sem konur geti verið allan sólarhringinn. „Hér á árum áður var, þá var svolítið horft fram hjá þörfum kvenna. Reykjavíkurborg hefur sett fókus á það að, að hérna, mikilvægi þess að þær séu á öruggum stað. Þær eru oft í erfiðari stöðu en karlarnir,“ segir Kristín.
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira