Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. desember 2025 12:39 Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður. Vísir/Vilhelm „Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify. Ólga hefur verið í samfélagi tónlistarmanna undanfarnar vikur vegna tengsla sænsku tónlistarstreymisveitunnar við gervigreindarfyrirtæki. Gervigreindartónlist hefur látið bera meira á sér á streymisveitunni og hefur jafnvel fengið gríðarmargar hlustanir, líkt og gervigreindarbandið The Velvet Sundown, sem gaf út tvær plötur án þess að greina frá því að um gervigreind væri að ræða. Yfir milljón manns hlustuðu á bandið samkvæmt The Guardian. Íslenskt tónlistarfólk hefur einnig orðið fyrir barðinu á gervigreindarlögum en ný lög birtust á veitunni sem áttu að vera eftir Sálina hans Jóns mín, Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson. „Lengi ætlað að gera það vegna hraksmánarlegrar framkomu fyrirtækisins við tónlistarmenn, sem hafa þurft að þola algert tekjuhrun eftir að streymisveitan tók yfir stærsta hluta markaðsins,“ segir Sigríður. „Ég varð enn ákveðnari í því þegar í ljós kom að hún var farin að lauma gerviflytjendum og gervigreindartónlist inn á listana hjá sér til að sölsa undir sig enn stærri hluta af greiðslum til tónlistarmanna.“ Hernaðargervigreind fyllti mælinn Daniel Ek er annar stofnandi streymisveitunnar og var lengi forstjóri fyrirtækisins en sagði af sér í september. Þegar hann var við stjórnvölinn stofnaði hann áhættufjárfestingafélagið Prime Materia sem síðan fjárfesti sex hundruð milljónum evra, 89 milljörðum íslenskra króna, í gervigreindarhernaðarfyrirtækinu Helsing. Ek er jafnframt stjórnarmaður í fyrirtækinu sem notar gervigreindartækni til að upplýsa um hernaðarákvarðanir í rauntíma og framleiðir hernaðardróna samkvæmt CNBC. Sigríður Hagalín tekur einnig fram þessa fjárfestingu sem ástæðu af hverju hún hætti í viðskiptum sínum við Spotify. „Ástæðan fyrir því að ég hikaði var sú, að þetta er bara svo fjári þægilegt! Allir listarnir mínir voru þarna inni, það væri svo mikið vesen að byggja þá upp annars staðar. En þegar ég frétti að fjárfestingarfélag Daneils Ek, stofnanda og stjórnanda Spotify, væri farið að fjárfesta í þýska fyrirtækinu Helsing, sem er að þróa hernaðargervigreind sem velur skotmörk - manneskjur - á vígvellinum og drepur þær, var mælirinn fullur.“ Í staðinn á hún núna í viðskiptum við Tidal, eftir að hafa fundið út hvernig færa mætti listana hennar yfir á aðra streymisveitu. „Að lokum hvet ég vini mína til að kaupa tónlist lifandi listamanna á vínyl eða geisladiskum, fara á tónleika, gefa tónlist í jólagjafir,“ segir hún en bætir við að bækur ættu auðvitað að vera þar á lista. Spotify Gervigreind Svíþjóð Tónlist Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Ólga hefur verið í samfélagi tónlistarmanna undanfarnar vikur vegna tengsla sænsku tónlistarstreymisveitunnar við gervigreindarfyrirtæki. Gervigreindartónlist hefur látið bera meira á sér á streymisveitunni og hefur jafnvel fengið gríðarmargar hlustanir, líkt og gervigreindarbandið The Velvet Sundown, sem gaf út tvær plötur án þess að greina frá því að um gervigreind væri að ræða. Yfir milljón manns hlustuðu á bandið samkvæmt The Guardian. Íslenskt tónlistarfólk hefur einnig orðið fyrir barðinu á gervigreindarlögum en ný lög birtust á veitunni sem áttu að vera eftir Sálina hans Jóns mín, Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson. „Lengi ætlað að gera það vegna hraksmánarlegrar framkomu fyrirtækisins við tónlistarmenn, sem hafa þurft að þola algert tekjuhrun eftir að streymisveitan tók yfir stærsta hluta markaðsins,“ segir Sigríður. „Ég varð enn ákveðnari í því þegar í ljós kom að hún var farin að lauma gerviflytjendum og gervigreindartónlist inn á listana hjá sér til að sölsa undir sig enn stærri hluta af greiðslum til tónlistarmanna.“ Hernaðargervigreind fyllti mælinn Daniel Ek er annar stofnandi streymisveitunnar og var lengi forstjóri fyrirtækisins en sagði af sér í september. Þegar hann var við stjórnvölinn stofnaði hann áhættufjárfestingafélagið Prime Materia sem síðan fjárfesti sex hundruð milljónum evra, 89 milljörðum íslenskra króna, í gervigreindarhernaðarfyrirtækinu Helsing. Ek er jafnframt stjórnarmaður í fyrirtækinu sem notar gervigreindartækni til að upplýsa um hernaðarákvarðanir í rauntíma og framleiðir hernaðardróna samkvæmt CNBC. Sigríður Hagalín tekur einnig fram þessa fjárfestingu sem ástæðu af hverju hún hætti í viðskiptum sínum við Spotify. „Ástæðan fyrir því að ég hikaði var sú, að þetta er bara svo fjári þægilegt! Allir listarnir mínir voru þarna inni, það væri svo mikið vesen að byggja þá upp annars staðar. En þegar ég frétti að fjárfestingarfélag Daneils Ek, stofnanda og stjórnanda Spotify, væri farið að fjárfesta í þýska fyrirtækinu Helsing, sem er að þróa hernaðargervigreind sem velur skotmörk - manneskjur - á vígvellinum og drepur þær, var mælirinn fullur.“ Í staðinn á hún núna í viðskiptum við Tidal, eftir að hafa fundið út hvernig færa mætti listana hennar yfir á aðra streymisveitu. „Að lokum hvet ég vini mína til að kaupa tónlist lifandi listamanna á vínyl eða geisladiskum, fara á tónleika, gefa tónlist í jólagjafir,“ segir hún en bætir við að bækur ættu auðvitað að vera þar á lista.
Spotify Gervigreind Svíþjóð Tónlist Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira