„Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Eiður Þór Árnason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 5. desember 2025 18:50 Inga Sæland, félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins, telur málið fordæmalaust. Vísir/Anton Brink Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. „Ég hef bara aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu. Henni þyki ekki rétt að beita dómstólum í þessu máli. Klippa: Inga mæti fyrir dóm sé þess nauðsyn „Hér er verið að fara að lögum og ekkert annað þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari vegferð ef ég á að segja alveg eins og er,“ bætir hún við um ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Inga átti sig ekki á því hvað liggi að baki þeirri ósk Arnars Þórs Stefánssonar, lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra verði leiddir fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. „Ég skil það ekki. Ég held að þetta sé fordæmalaust. Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt þvíumlíkt. Þannig að þetta verður lögmaður Ársæls að tjá sig um, ekki ég.“ Mæti ef nauðsyn ber til Að sögn lögmannsins vill hann leiða hópinn fyrir dóm til að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Ákvörðun menntamálaráðherra er sögð bera vott um valdníðslu í bréfi lögmannsins en Ársæll komst í kastljós fjölmiðla þegar greint var frá því að Inga hefði hringt í hann vegna týnds skópars barnabarns síns. Þá hefur Ársæll einnig opinberlega gagnrýnt fyrirhuguð breytingaáform menntamálaráðherra á framhaldsskólastigi. Bæði Inga og Guðmundur hafna því að tengsl séu milli þess og þeirrar ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Munt þú mæta fyrir dómstóla ef það verður niðurstaðan og ræða þetta mál? „Ef ég þarf að gera það lögum samkvæmt, annars ekki,“ segir Inga að lokum. Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42 Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Sjá meira
„Ég hef bara aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu. Henni þyki ekki rétt að beita dómstólum í þessu máli. Klippa: Inga mæti fyrir dóm sé þess nauðsyn „Hér er verið að fara að lögum og ekkert annað þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari vegferð ef ég á að segja alveg eins og er,“ bætir hún við um ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Inga átti sig ekki á því hvað liggi að baki þeirri ósk Arnars Þórs Stefánssonar, lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra verði leiddir fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. „Ég skil það ekki. Ég held að þetta sé fordæmalaust. Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt þvíumlíkt. Þannig að þetta verður lögmaður Ársæls að tjá sig um, ekki ég.“ Mæti ef nauðsyn ber til Að sögn lögmannsins vill hann leiða hópinn fyrir dóm til að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Ákvörðun menntamálaráðherra er sögð bera vott um valdníðslu í bréfi lögmannsins en Ársæll komst í kastljós fjölmiðla þegar greint var frá því að Inga hefði hringt í hann vegna týnds skópars barnabarns síns. Þá hefur Ársæll einnig opinberlega gagnrýnt fyrirhuguð breytingaáform menntamálaráðherra á framhaldsskólastigi. Bæði Inga og Guðmundur hafna því að tengsl séu milli þess og þeirrar ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Munt þú mæta fyrir dómstóla ef það verður niðurstaðan og ræða þetta mál? „Ef ég þarf að gera það lögum samkvæmt, annars ekki,“ segir Inga að lokum.
Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42 Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Sjá meira
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42
Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39