„Það er verið að setja Austurland í frost“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2025 13:01 Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, er ómyrkur í máli um nýja samgönguáætlun. Hann segir Austurland sett í frost. Vísir Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost. Eins og fjallað hefur verið um hefur mikillar óánægju gætt hjá Austfirðingum vegna breyttrar forgangsröðunar í nýrri jarðgangaáætlun, þar sem Fjarðarheiðagöngin eru sett á ís og Fjarðagöng sett í forgang. „Fyrir mér er bara verið að þyrla upp einhverju moldviðri. Láta líta út fyrir að um breytta forgangsröðun sé að ræða þegar raunin er að það er verið að flytja fjármuni af svæðinu inn á önnur svæði þvert á gefin loforð,“ segir Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Það var búið að fara mjög vel yfir það og í öllum okkar mótmælum varðandi veiðigjöldin var hamrað á því að fjármunir myndu skila sér til baka með auknum hætti með innviðauppbyggingu. Þau fara aftur í gangnaleiðina og þar segja þau að Fjarðagöng eigi að fara í staðinn.“ Horft fram hjá stærstu hættunni á Hringveginum Fjarðagöngin séu númer tvö eða þrjú á lista og ekkert muni gerast næstu tíu árin hvað þau varðar. Íbúar í Fjarðabyggð hafði beðið eftir að farið verði í úrbætur á Suðurfjarðavegi. „Suðurfjarðavegur er metinn hættulegasti vegkafli á Þjóðvegi 1. Á landinu. Hann er tilbúinn til útboðs. Þarna eru einbreiðar brýr sem þola ekki þungaflutninga. Við þurfum að fara með stór vinnutæki yfir á vaði með tilheyrandi umhverfisspjöllum,“ segir Ragnar. „Við erum búin að vera að reka á eftir þessum vegi, þetta er einn af þeim vegum sem eru á forgangslista. Það snýst um öryggi. Þannig að ef það er verið að breyta forgangsröðun út frá öryggissjónarmiðum þá er algjörlega horft fram hjá stærsta öryggisatriðinu á okkar svæði.“ Snúist líka um verðmætasköpun Úrbætur á Suðurfjarðarvegi snúist einnig um verðmætasköpun. „Þetta er þjóðvegur eitt til og frá stærstu fiskihöfnum landsins. Og hann er hættur að þola þungaflutninga,“ segir Ragnar. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, hefur verið mjög gagnrýnin og sagt áætlunina kjördæmapot. Þrjú af fjórum jarðgöngum á áætlun eru í kjördæmi innviðaráðherra. Ragnar segist ekki geta gengið svo langt, enda séu Fljótagöngin mitt á milli Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis, en vissulega sé verið að færa fjármuni frá Austurlandi. „Ég tek undir með Jónínu og fleirum sem hafa sagt að það er verið að setja Austurland í frost.“ Samgöngur Fjarðabyggð Múlaþing Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Byggðamál Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um hefur mikillar óánægju gætt hjá Austfirðingum vegna breyttrar forgangsröðunar í nýrri jarðgangaáætlun, þar sem Fjarðarheiðagöngin eru sett á ís og Fjarðagöng sett í forgang. „Fyrir mér er bara verið að þyrla upp einhverju moldviðri. Láta líta út fyrir að um breytta forgangsröðun sé að ræða þegar raunin er að það er verið að flytja fjármuni af svæðinu inn á önnur svæði þvert á gefin loforð,“ segir Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Það var búið að fara mjög vel yfir það og í öllum okkar mótmælum varðandi veiðigjöldin var hamrað á því að fjármunir myndu skila sér til baka með auknum hætti með innviðauppbyggingu. Þau fara aftur í gangnaleiðina og þar segja þau að Fjarðagöng eigi að fara í staðinn.“ Horft fram hjá stærstu hættunni á Hringveginum Fjarðagöngin séu númer tvö eða þrjú á lista og ekkert muni gerast næstu tíu árin hvað þau varðar. Íbúar í Fjarðabyggð hafði beðið eftir að farið verði í úrbætur á Suðurfjarðavegi. „Suðurfjarðavegur er metinn hættulegasti vegkafli á Þjóðvegi 1. Á landinu. Hann er tilbúinn til útboðs. Þarna eru einbreiðar brýr sem þola ekki þungaflutninga. Við þurfum að fara með stór vinnutæki yfir á vaði með tilheyrandi umhverfisspjöllum,“ segir Ragnar. „Við erum búin að vera að reka á eftir þessum vegi, þetta er einn af þeim vegum sem eru á forgangslista. Það snýst um öryggi. Þannig að ef það er verið að breyta forgangsröðun út frá öryggissjónarmiðum þá er algjörlega horft fram hjá stærsta öryggisatriðinu á okkar svæði.“ Snúist líka um verðmætasköpun Úrbætur á Suðurfjarðarvegi snúist einnig um verðmætasköpun. „Þetta er þjóðvegur eitt til og frá stærstu fiskihöfnum landsins. Og hann er hættur að þola þungaflutninga,“ segir Ragnar. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, hefur verið mjög gagnrýnin og sagt áætlunina kjördæmapot. Þrjú af fjórum jarðgöngum á áætlun eru í kjördæmi innviðaráðherra. Ragnar segist ekki geta gengið svo langt, enda séu Fljótagöngin mitt á milli Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis, en vissulega sé verið að færa fjármuni frá Austurlandi. „Ég tek undir með Jónínu og fleirum sem hafa sagt að það er verið að setja Austurland í frost.“
Samgöngur Fjarðabyggð Múlaþing Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Byggðamál Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira
Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05
Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30
Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20