Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar 5. desember 2025 08:30 Niðurstöður NORMO-rannsóknarinnará mataræði, hreyfingu og líkamsþyngd, sem kynnt var í vikunni, staðfesta að hlutfall íslenskra barna í ofþyngd eða offitu fer vaxandi og er hæst á Norðurlöndunum. Orsakir vandans eru fjölmargar – meðal annars breytingar á næringarumhverfi barna, aukin markaðssetning óhollra matvæla og breytt lífsstílsmynstur í samfélaginu. Í ljósi þess að ofþyngd og offita tengjast auknum líkum á krabbameinum hafa Samtök norrænu krabbameinsfélaganna sett fram ráðleggingar til stjórnvalda um aðgerðir til að vinna gegn ofþyngd og offitu barna. Ráðleggingarnar byggja á víðtækri yfirferð vísindarannsókna og samhliða könnuðu krabbameinsfélögin viðhorf almennings í hverju landi fyrir sig til stjórnvaldsaðgerða gegn offitu barna. Könnunin, sem Gallup framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið, var lögð fyrir vorið 2024 og náði til 1000 þátttakenda sem endurspegla samsetningu þjóðarinnar.Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem fólk hérlendis er spurt kerfisbundið út í afstöðu sína til slíkra stjórnvaldsaðgerða. ·Helmingur er hlynntur hækkun skatts á óhollan matÞegar litið er til spurninga um efnahagslegar aðgerðir sést að mikill meirihluti (92%) styður tillögu um lækkun virðisaukaskatts á hollum mat auk þess sem helmingur styður aukna skattlagningu á óhollan mat og sykraða drykki. ·Rúmur helmingur hlynntur hertari lögum gegn markaðssetningu til barnaRúmur helmingur (60%) styður að lög séu hert til að vinna gegn hvers kyns markaðssetningu á óhollum mat og drykkjum til barna, meðal annars að bannað sé að auglýsa utandyra, t.d. á strætóskýlum og auglýsingaskiltum. ·Langflestir hlynntir sýnilegri merkingum um hollustuLangflestir (88%) styðja að skylt verði að hafa næringarupplýsingar framan á forpökkuðum matvælum og drykkjum til að auðvelda fólki að velja hollari kosti. ·Skólarnir hafa hlutverki að gegnaYfirgnæfandi meirihluti (u.þ.b. 90%) er hlynntur aukinni hreyfingu í skólum, að börnum standi til boða ókeypis, hollar máltíðir á öllum skólastigum og ókeypis grænmeti og ávexti alla daga . Enn fleiri, 96%, styðja að fræðsla um heilsusamlegar matarvenjur og hreyfingu sé hluti af grunnskólanámi. ·Óhollar mat- og drykkjarvörur íverslunumRúmlega 6 af hverjum 10 segjast hlynnt því að hömlur séu á hvar óhollar mat- og drykkjarvörur megi vera í matvörubúðum. Rúmlega þriðjungur styður bann við tilboðum á óhollum mat- og drykkjarvörum í verslunum. ·Skipulag nærumhverfis skiptir máliLangflestir (89%) vilja að bæjarfélög séu skipulögð og vegir hannaðir þannig að auðveldara sé að ganga og hjóla, 95% vilja að umhverfið (t.d. leikvellir, byggingar, skólar) sé bætt til að auka möguleika barna til að hreyfa sig og leika sér. Rúmur helmingur styður bann við óhollum mat- og drykkjarvörum í opinberum stofnunum (t.d. sjálfsölum í skólum, sundstöðum og íþróttahúsum). Almenningur telur ábyrgðina liggja víða Fólk var líka spurt út í hver það telji að beri ábyrgð á að fyrirbyggja ofþyngd og offitu barna. Töldu 90% að ábyrgð liggi hjá fjölskyldum barna og 73% segja ábyrgð hvíla á matvælaiðnaðinum, 59% á stjórnvöldum, 57% hjá matvöruverslunum en 21% hjá börnunum sjálfum. Aðgerðir fyrir börnin og næstu kynslóðir Ljóst er af ofangreindu að almenningur hér á landi styður stjórnvaldsaðgerðir til að draga úr ofþyngd og offitu barna. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum stjórnvöld til þess að hika ekki, heldur grípa tafarlaust til aðgerða. Framtíðarsýn stjórnvalda um að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu rætist ekki nema árangur náist á þessu sviði. Við viljum það besta fyrir börnin okkar. Sitjum ekki aðgerðarlaus þegar við getum látið verkin tala, lífið liggur við. Nánari upplýsingar um könnunina og verkefnið í heild sinni má finna hér. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Niðurstöður NORMO-rannsóknarinnará mataræði, hreyfingu og líkamsþyngd, sem kynnt var í vikunni, staðfesta að hlutfall íslenskra barna í ofþyngd eða offitu fer vaxandi og er hæst á Norðurlöndunum. Orsakir vandans eru fjölmargar – meðal annars breytingar á næringarumhverfi barna, aukin markaðssetning óhollra matvæla og breytt lífsstílsmynstur í samfélaginu. Í ljósi þess að ofþyngd og offita tengjast auknum líkum á krabbameinum hafa Samtök norrænu krabbameinsfélaganna sett fram ráðleggingar til stjórnvalda um aðgerðir til að vinna gegn ofþyngd og offitu barna. Ráðleggingarnar byggja á víðtækri yfirferð vísindarannsókna og samhliða könnuðu krabbameinsfélögin viðhorf almennings í hverju landi fyrir sig til stjórnvaldsaðgerða gegn offitu barna. Könnunin, sem Gallup framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið, var lögð fyrir vorið 2024 og náði til 1000 þátttakenda sem endurspegla samsetningu þjóðarinnar.Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem fólk hérlendis er spurt kerfisbundið út í afstöðu sína til slíkra stjórnvaldsaðgerða. ·Helmingur er hlynntur hækkun skatts á óhollan matÞegar litið er til spurninga um efnahagslegar aðgerðir sést að mikill meirihluti (92%) styður tillögu um lækkun virðisaukaskatts á hollum mat auk þess sem helmingur styður aukna skattlagningu á óhollan mat og sykraða drykki. ·Rúmur helmingur hlynntur hertari lögum gegn markaðssetningu til barnaRúmur helmingur (60%) styður að lög séu hert til að vinna gegn hvers kyns markaðssetningu á óhollum mat og drykkjum til barna, meðal annars að bannað sé að auglýsa utandyra, t.d. á strætóskýlum og auglýsingaskiltum. ·Langflestir hlynntir sýnilegri merkingum um hollustuLangflestir (88%) styðja að skylt verði að hafa næringarupplýsingar framan á forpökkuðum matvælum og drykkjum til að auðvelda fólki að velja hollari kosti. ·Skólarnir hafa hlutverki að gegnaYfirgnæfandi meirihluti (u.þ.b. 90%) er hlynntur aukinni hreyfingu í skólum, að börnum standi til boða ókeypis, hollar máltíðir á öllum skólastigum og ókeypis grænmeti og ávexti alla daga . Enn fleiri, 96%, styðja að fræðsla um heilsusamlegar matarvenjur og hreyfingu sé hluti af grunnskólanámi. ·Óhollar mat- og drykkjarvörur íverslunumRúmlega 6 af hverjum 10 segjast hlynnt því að hömlur séu á hvar óhollar mat- og drykkjarvörur megi vera í matvörubúðum. Rúmlega þriðjungur styður bann við tilboðum á óhollum mat- og drykkjarvörum í verslunum. ·Skipulag nærumhverfis skiptir máliLangflestir (89%) vilja að bæjarfélög séu skipulögð og vegir hannaðir þannig að auðveldara sé að ganga og hjóla, 95% vilja að umhverfið (t.d. leikvellir, byggingar, skólar) sé bætt til að auka möguleika barna til að hreyfa sig og leika sér. Rúmur helmingur styður bann við óhollum mat- og drykkjarvörum í opinberum stofnunum (t.d. sjálfsölum í skólum, sundstöðum og íþróttahúsum). Almenningur telur ábyrgðina liggja víða Fólk var líka spurt út í hver það telji að beri ábyrgð á að fyrirbyggja ofþyngd og offitu barna. Töldu 90% að ábyrgð liggi hjá fjölskyldum barna og 73% segja ábyrgð hvíla á matvælaiðnaðinum, 59% á stjórnvöldum, 57% hjá matvöruverslunum en 21% hjá börnunum sjálfum. Aðgerðir fyrir börnin og næstu kynslóðir Ljóst er af ofangreindu að almenningur hér á landi styður stjórnvaldsaðgerðir til að draga úr ofþyngd og offitu barna. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum stjórnvöld til þess að hika ekki, heldur grípa tafarlaust til aðgerða. Framtíðarsýn stjórnvalda um að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu rætist ekki nema árangur náist á þessu sviði. Við viljum það besta fyrir börnin okkar. Sitjum ekki aðgerðarlaus þegar við getum látið verkin tala, lífið liggur við. Nánari upplýsingar um könnunina og verkefnið í heild sinni má finna hér. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun