Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2025 13:52 Ársæll hefur verið mjög gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um breytingar á framhaldsskólakerfinu. Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. DV greindi fyrst frá en Ársæll tilkynnti starfsfólki um uppsögnina í tölvupósti sem Vísir hefur undir höndum. Hann baðst jafnframt undan viðtali en samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsfólk skólans í áfalli vegna tíðindanna. Ársæll hefur verið gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um framhaldsskólakerfið, líkti þeim við naglasúpu í kvöldfréttum Sýnar. Þá komst hann í fréttir í janúar þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hringdi í hann vegna týnds skópars barnabarns hennar. Ársæll var grunnskólakennari á Blönduósi árin 1992 til 1994, aðstoðarskólameistari og um tíma settur skólameistari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árin 1994 til 2002, var sveitarstjóri og hafnarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar árin 2002 til 2006 og skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar 2006 til 2010 og í framhaldi af því skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan var hann verkefnisstjóri við ritun Hvítbótar um umbætur í menntun og frá 1. ágúst 2015 verkefnisstjóri á skrifstofu mennta- og vísindamála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Segir augljóst hvað liggi að baki „Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins.“ Ársæll segist aldrei hafa verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem hann hafi starfað sem skólameistari. Hann hafi ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda. „Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta.“ Í skrítinni stöðu Hann segist nú vera í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hafi lýst yfir vantrausti á störf sín. Hann sé því nánast umboðslaus. „Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir.“ Kæra samstarfsfólk Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins. Ég hef aldrei verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem ég hef starfað sem skólameistari og ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda. Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta. Ég er nú í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hefur í raun lýst yfir vantrausti á störf mín og ég því nánast umboðslaus. Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir. Bestu kveðjur,Ársæll Hafi ekki verið tjáð að hans starfskrafta væri ekki óskað Ráðherra gat ekki veitt viðtal vegna veikinda. Samkvæmt svari frá Ágústi Ólafi Ágústssyni aðstoðarmanni hans var Ársæli tilkynnt á fundi með Ágústi auk ráðuneytisstjóra að starf hans yrði auglýst. Hvergi hafi verið tekið fram að hans starfskrafta væri ekki óskað áfram. Í ljósi fyrirvara um breytingar á framhaldsskólakerfinu og svæðisskrifstofunum, og óvissu þeim tengdum, hafi ráðherra talið eðlilegt að auglýsa starfið á þessum tímapunkti og gefa fólki tækifæri á að sækja um starfið. Skýrt hafi komið fram á fundinum að Ársæll gæti sótt um stöðuna eins og aðrir. Fréttin hefur verið uppfærð með svari aðstoðarmanns ráðherra. Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
DV greindi fyrst frá en Ársæll tilkynnti starfsfólki um uppsögnina í tölvupósti sem Vísir hefur undir höndum. Hann baðst jafnframt undan viðtali en samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsfólk skólans í áfalli vegna tíðindanna. Ársæll hefur verið gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um framhaldsskólakerfið, líkti þeim við naglasúpu í kvöldfréttum Sýnar. Þá komst hann í fréttir í janúar þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hringdi í hann vegna týnds skópars barnabarns hennar. Ársæll var grunnskólakennari á Blönduósi árin 1992 til 1994, aðstoðarskólameistari og um tíma settur skólameistari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árin 1994 til 2002, var sveitarstjóri og hafnarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar árin 2002 til 2006 og skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar 2006 til 2010 og í framhaldi af því skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan var hann verkefnisstjóri við ritun Hvítbótar um umbætur í menntun og frá 1. ágúst 2015 verkefnisstjóri á skrifstofu mennta- og vísindamála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Segir augljóst hvað liggi að baki „Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins.“ Ársæll segist aldrei hafa verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem hann hafi starfað sem skólameistari. Hann hafi ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda. „Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta.“ Í skrítinni stöðu Hann segist nú vera í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hafi lýst yfir vantrausti á störf sín. Hann sé því nánast umboðslaus. „Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir.“ Kæra samstarfsfólk Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins. Ég hef aldrei verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem ég hef starfað sem skólameistari og ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda. Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta. Ég er nú í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hefur í raun lýst yfir vantrausti á störf mín og ég því nánast umboðslaus. Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir. Bestu kveðjur,Ársæll Hafi ekki verið tjáð að hans starfskrafta væri ekki óskað Ráðherra gat ekki veitt viðtal vegna veikinda. Samkvæmt svari frá Ágústi Ólafi Ágústssyni aðstoðarmanni hans var Ársæli tilkynnt á fundi með Ágústi auk ráðuneytisstjóra að starf hans yrði auglýst. Hvergi hafi verið tekið fram að hans starfskrafta væri ekki óskað áfram. Í ljósi fyrirvara um breytingar á framhaldsskólakerfinu og svæðisskrifstofunum, og óvissu þeim tengdum, hafi ráðherra talið eðlilegt að auglýsa starfið á þessum tímapunkti og gefa fólki tækifæri á að sækja um starfið. Skýrt hafi komið fram á fundinum að Ársæll gæti sótt um stöðuna eins og aðrir. Fréttin hefur verið uppfærð með svari aðstoðarmanns ráðherra.
Kæra samstarfsfólk Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins. Ég hef aldrei verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem ég hef starfað sem skólameistari og ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda. Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta. Ég er nú í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hefur í raun lýst yfir vantrausti á störf mín og ég því nánast umboðslaus. Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir. Bestu kveðjur,Ársæll
Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira