Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar 3. desember 2025 09:00 Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga. Nú er á Reykjalundi rekin almenn endurhæfingarþjónusta sem hjálpað hefur 50 þúsund manns út í lífið eftir sjúkdóma eða slys og í flestum fjölskyldum á Íslandi er einhver sem hefur notið góðs af þjónustunni þar. Flestir Íslendingar þekkja líka Happdrætti SÍBS sem hefur verið bakhjarl Reykjalundar síðan happdrættið hóf starfsemi árið 1950. Í dag er happdrættið eina uppspretta fjármagns til byggingarframkvæmda á Reykjalundi því ríkið greiðir enga leigu fyrir afnot af húsnæðinu, öfugt við húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Viðhald á úreltum húsakosti Húsnæði Reykjalundar er að miklu leyti úr sér gengið og svarar illa nútímakröfum til heilbrigðisþjónustu enda flest 50–80 ára gamalt. SÍBS hefur varið um 50 milljónum króna árlega síðustu ár í lágmarksviðhald húsnæðisins. Þetta er fórnarkostnaður þess að burðast með úr sér gengnar byggingar og betra hefði verið að geta notað þetta fé í nýbyggingu. Í heildarúttekt verkfræðistofu árið 2023 voru allra brýnustu endurbætur metnar á tvo milljarða króna. Ljóst er að það myndi engan veginn borga sig að leggja upp í slíka óvissuferð með húsnæði sem svarar ekki kalli tímans. Beðið eftir stefnu stjórnvalda Að byggja nýtt húsnæði yfir Reykjalund er eina raunhæfa leiðin til að tryggja starfsemina til framtíðar. Með þetta fyrir augum hefur SÍBS verið að leita fjármagns til að mynda sjóð sem gæti staðið undir eiginfjárframlagi á móti framkvæmdalánum. Skilyrði fyrir að slík fjármögnun gangi upp er leigusamningur við ríkið um nýja húsnæðið líkt og tíðkast með húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva. Happdrættið er að leggja fé í slíkan sjóð en meginhluti fjármögnunarinnar mun þó að líkindum koma gegnum sölu byggingarréttar á landi í eigu SÍBS. Á fundi með heilbrigðisráðherra í febrúar 2025 var stjórnendum SÍBS og Reykjalundar tjáð að endurhæfingarþjónusta yrði tekin til heildarendurskoðunar. Ráðherra mælti þá með að SÍBS og Reykjalundur tækju engar stórar ákvarðanir í húsnæðismálum fyrr en stefna ríkisins í málaflokknum lægi fyrir Nú bíðum við eftir hvítbók og í kjölfar hennar stefnumótunarvinnu sem vonandi klárast á næsta ári. Lítið er hægt að aðhafast í húsnæðismálum fyrr en við vitum hvaða endurhæfingu ríkið ætlar að fjármagna og hvaða ekki. Samfélagsleg grunnstoð Reykjalundur er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu sem nær ekki að lifa af nema ríkið axli ábyrgð og tryggi að endurhæfing sé fjármögnuð á sama hátt og önnur heilbrigðisþjónusta. Reykjalundur hefur bætt lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þúsunda einstaklinga. Við rekum ómissandi grunnþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi og erum leiðandi stofnun á sviði endurhæfingar. Nú þarf ríkið að stíga inn með skýrum skuldbindingum svo að bygging nýs húsnæðis verði að veruleika. Rekstur endurhæfingar á ekki að vera happdrætti heldur fagleg þjónusta sem byggir á skýrri langtímastefnu stjórnvalda. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga á Reykjalundi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga. Nú er á Reykjalundi rekin almenn endurhæfingarþjónusta sem hjálpað hefur 50 þúsund manns út í lífið eftir sjúkdóma eða slys og í flestum fjölskyldum á Íslandi er einhver sem hefur notið góðs af þjónustunni þar. Flestir Íslendingar þekkja líka Happdrætti SÍBS sem hefur verið bakhjarl Reykjalundar síðan happdrættið hóf starfsemi árið 1950. Í dag er happdrættið eina uppspretta fjármagns til byggingarframkvæmda á Reykjalundi því ríkið greiðir enga leigu fyrir afnot af húsnæðinu, öfugt við húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Viðhald á úreltum húsakosti Húsnæði Reykjalundar er að miklu leyti úr sér gengið og svarar illa nútímakröfum til heilbrigðisþjónustu enda flest 50–80 ára gamalt. SÍBS hefur varið um 50 milljónum króna árlega síðustu ár í lágmarksviðhald húsnæðisins. Þetta er fórnarkostnaður þess að burðast með úr sér gengnar byggingar og betra hefði verið að geta notað þetta fé í nýbyggingu. Í heildarúttekt verkfræðistofu árið 2023 voru allra brýnustu endurbætur metnar á tvo milljarða króna. Ljóst er að það myndi engan veginn borga sig að leggja upp í slíka óvissuferð með húsnæði sem svarar ekki kalli tímans. Beðið eftir stefnu stjórnvalda Að byggja nýtt húsnæði yfir Reykjalund er eina raunhæfa leiðin til að tryggja starfsemina til framtíðar. Með þetta fyrir augum hefur SÍBS verið að leita fjármagns til að mynda sjóð sem gæti staðið undir eiginfjárframlagi á móti framkvæmdalánum. Skilyrði fyrir að slík fjármögnun gangi upp er leigusamningur við ríkið um nýja húsnæðið líkt og tíðkast með húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva. Happdrættið er að leggja fé í slíkan sjóð en meginhluti fjármögnunarinnar mun þó að líkindum koma gegnum sölu byggingarréttar á landi í eigu SÍBS. Á fundi með heilbrigðisráðherra í febrúar 2025 var stjórnendum SÍBS og Reykjalundar tjáð að endurhæfingarþjónusta yrði tekin til heildarendurskoðunar. Ráðherra mælti þá með að SÍBS og Reykjalundur tækju engar stórar ákvarðanir í húsnæðismálum fyrr en stefna ríkisins í málaflokknum lægi fyrir Nú bíðum við eftir hvítbók og í kjölfar hennar stefnumótunarvinnu sem vonandi klárast á næsta ári. Lítið er hægt að aðhafast í húsnæðismálum fyrr en við vitum hvaða endurhæfingu ríkið ætlar að fjármagna og hvaða ekki. Samfélagsleg grunnstoð Reykjalundur er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu sem nær ekki að lifa af nema ríkið axli ábyrgð og tryggi að endurhæfing sé fjármögnuð á sama hátt og önnur heilbrigðisþjónusta. Reykjalundur hefur bætt lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þúsunda einstaklinga. Við rekum ómissandi grunnþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi og erum leiðandi stofnun á sviði endurhæfingar. Nú þarf ríkið að stíga inn með skýrum skuldbindingum svo að bygging nýs húsnæðis verði að veruleika. Rekstur endurhæfingar á ekki að vera happdrætti heldur fagleg þjónusta sem byggir á skýrri langtímastefnu stjórnvalda. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun