Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar 2. desember 2025 16:00 Hvar er andlit Krists? Jólin eru í nánd og senn fögnum við því að 2025 ár eru liðin frá fæðingu frelsarans. Sá atburður er svo merkilegur og svo samofinn allri menningu okkar að við miðum tímatalið sjálft við hann en virðumst þó á sama tíma oft gleyma hinni raunverulegu merkingu hans. Við þekkjum öll jólaguðspjallið: María og Jósef leggjast á flótta, finna sér hvergi húsaskjól og Jesúbarnið fæðist í jötu í fullkominni auðmýkt. Kristur fæddist hvorki sem konungur eða auðmaður heldur gerði hann sig smáan og varnarlausan og það er þannig sem hann ríkir; Hann birtist okkur ekki yfirþyrmandi og sterkur heldur biður okkur um að elska sig sem barn. Guð gerði sig lítinn svo við myndum ekki óttast dýrð hans, svo við gætum skilið hann í einfaldleika sínum, boðið hann velkominn og elskað hann. Þar með var öllum fyrri forsendum mannkynssögunar snúið á hvolf, andlit Guðs birtist okkur í hjálparlausu barni og fullkomnaðist síðar í písl hans og upprisu. Við kristnir menn höfum löngum litið á Maríu Mey sem sérstaka fyrirmynd okkar. Hún er ekki aðeins móðir Guðs heldur einnig fullkomin birtingarmynd trúarinnar: hún efaðist aldrei og fylgdi Kristi alla tíð, jafnvel í gegnum písl hans. Hún var þar með vitni að- og upplifði þjáningar sem er nánast ómögulegt að ímynda sér. Það hefði verið auðveldara að flýja eða líta undan eins og flestir lærisveinar Krists gerðu raunar. En Guð skapaði okkur ekki til að lifa þægilegu lífi heldur, þvert á móti, til dýrðar. Þar er ekki átt við við hina heiðnu dýrð afls og ríkidæmis, heldur einmitt þá auðmýkt sem birtist okkur í Jesúbarninu í jötunni og þeim styrk sem felst í samneyti við Drottin sjálfan: að líta ekki undan þegar aðrir þjást heldur leita að andliti Krists sem þjáist sjálfur með þeim. Ég hef fylgst nýlega með fréttum af Kaffistofu Samhjálpar sem glímir við mikinn húsnæðisvanda. Stofan er tímabundið til húsnæðis í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og svo virðist sem að töluverð mótstaða hafi myndast meðal verðandi nágranna hennar við Grensásveg m.a vegna ótta við þá sem sækja stofuna og mögulegra neikvæðra áhrifa starfseminnar á húsnæðisverð. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur í öfugsnúnu samfélagi en þegar slíkar kenndir bera okkur ofurliði þá verðum við að leita í kjarnaboðskap kristinnar trúar til að eiga okkur einhverrar viðreisnar von. Frelsarinn sagði okkur jú ekki að hafa áhyggjur af rýrnandi húsnæðisverði, sígarettureyk eða ónæði heldur talaði hann skýrum orðum um að hafna auðsöfnun, sjálfselsku og harðlyndi og lagði raunar sinnuleysi að jöfnu við að vanrækja Drottin sjálfan: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.” (Matt 25.45) Samhjálp vinnur mjög mikilvægt starf og þangað sækja minnstu bræður okkar og systur í samfélaginu: fólk sem vegna fátæktar og fíknar á vart í sig og á og reiðir sig því á þessa þjónustu. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þau að þessi starfsemi haldist til streitu. Ég vil því hvetja verðandi nágranna Kaffistofu Samhjálpar að taka þeim fagnandi og hugsa jákvætt um starfsemi hennar - sem tækifæri til að snerta guðdóminn sjálfan með því að elska náunga sinn. Ég vil einnig hvetja alla lesendur sem hafa færi á að hjálpa starfsemi Samhjálpar á einhvern hátt til að gera það. Það má t.d að gera á einfaldan hátt hér. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvar er andlit Krists? Jólin eru í nánd og senn fögnum við því að 2025 ár eru liðin frá fæðingu frelsarans. Sá atburður er svo merkilegur og svo samofinn allri menningu okkar að við miðum tímatalið sjálft við hann en virðumst þó á sama tíma oft gleyma hinni raunverulegu merkingu hans. Við þekkjum öll jólaguðspjallið: María og Jósef leggjast á flótta, finna sér hvergi húsaskjól og Jesúbarnið fæðist í jötu í fullkominni auðmýkt. Kristur fæddist hvorki sem konungur eða auðmaður heldur gerði hann sig smáan og varnarlausan og það er þannig sem hann ríkir; Hann birtist okkur ekki yfirþyrmandi og sterkur heldur biður okkur um að elska sig sem barn. Guð gerði sig lítinn svo við myndum ekki óttast dýrð hans, svo við gætum skilið hann í einfaldleika sínum, boðið hann velkominn og elskað hann. Þar með var öllum fyrri forsendum mannkynssögunar snúið á hvolf, andlit Guðs birtist okkur í hjálparlausu barni og fullkomnaðist síðar í písl hans og upprisu. Við kristnir menn höfum löngum litið á Maríu Mey sem sérstaka fyrirmynd okkar. Hún er ekki aðeins móðir Guðs heldur einnig fullkomin birtingarmynd trúarinnar: hún efaðist aldrei og fylgdi Kristi alla tíð, jafnvel í gegnum písl hans. Hún var þar með vitni að- og upplifði þjáningar sem er nánast ómögulegt að ímynda sér. Það hefði verið auðveldara að flýja eða líta undan eins og flestir lærisveinar Krists gerðu raunar. En Guð skapaði okkur ekki til að lifa þægilegu lífi heldur, þvert á móti, til dýrðar. Þar er ekki átt við við hina heiðnu dýrð afls og ríkidæmis, heldur einmitt þá auðmýkt sem birtist okkur í Jesúbarninu í jötunni og þeim styrk sem felst í samneyti við Drottin sjálfan: að líta ekki undan þegar aðrir þjást heldur leita að andliti Krists sem þjáist sjálfur með þeim. Ég hef fylgst nýlega með fréttum af Kaffistofu Samhjálpar sem glímir við mikinn húsnæðisvanda. Stofan er tímabundið til húsnæðis í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og svo virðist sem að töluverð mótstaða hafi myndast meðal verðandi nágranna hennar við Grensásveg m.a vegna ótta við þá sem sækja stofuna og mögulegra neikvæðra áhrifa starfseminnar á húsnæðisverð. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur í öfugsnúnu samfélagi en þegar slíkar kenndir bera okkur ofurliði þá verðum við að leita í kjarnaboðskap kristinnar trúar til að eiga okkur einhverrar viðreisnar von. Frelsarinn sagði okkur jú ekki að hafa áhyggjur af rýrnandi húsnæðisverði, sígarettureyk eða ónæði heldur talaði hann skýrum orðum um að hafna auðsöfnun, sjálfselsku og harðlyndi og lagði raunar sinnuleysi að jöfnu við að vanrækja Drottin sjálfan: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.” (Matt 25.45) Samhjálp vinnur mjög mikilvægt starf og þangað sækja minnstu bræður okkar og systur í samfélaginu: fólk sem vegna fátæktar og fíknar á vart í sig og á og reiðir sig því á þessa þjónustu. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þau að þessi starfsemi haldist til streitu. Ég vil því hvetja verðandi nágranna Kaffistofu Samhjálpar að taka þeim fagnandi og hugsa jákvætt um starfsemi hennar - sem tækifæri til að snerta guðdóminn sjálfan með því að elska náunga sinn. Ég vil einnig hvetja alla lesendur sem hafa færi á að hjálpa starfsemi Samhjálpar á einhvern hátt til að gera það. Það má t.d að gera á einfaldan hátt hér. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun