Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2025 14:39 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tilkynnti um breytta starfsáætlun við upphaf þingfundar í morgun. Vísir/Ívar Fannar Þingfundadögum hefur verið fjölgað og þingmenn gætu þurft að mæta í vinnuna á laugardögum í desember sökum anna í þinginu fyrir jólafrí. Ákveðið hefur verið að þingfundur verði á föstudaginn sem ekki var gert ráð fyrir í starfsáætlun, auk þess sem fyrstu tveir laugardagarnir í desember verði þingdagar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna seinagang í þingstörfum og kalla eftir því að allar nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir eins fljótt og auðið er svo unnt sé að ræða fjárlög á réttum forsendum. Að höfðu samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka tilkynnti Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, um breytingar á starfsáætlun við upphaf þingfundar í dag. Eina þingmálið á dagskrá fundarins í dag er önnur umræða um fjárlög 2026 sem hófst að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma. Breyta starfsáætlun til að bregðast við „Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er föstudagurinn 5. desember nefndadagur. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hafa þingfund þennan dag og mun hann hefjast klukkan 10:30. Einnig var samþykkt að laugardagarnir 6. og 13. desember verði þingdagar, en það mun skýrast betur þegar nær dregur hvort þeir verði þingfundardagar eða nefndardagar,“ sagði Þórunn. Líkt og Vísir greindi frá í morgun gerir meirihluti fjárlaganefndar breytingar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna sem meðal annars fela í sér aukin útgjöld upp á 19,6 milljarða. Þá gera breytingartillögur meirihluta nefndarinnar ráð fyrir að tekjur ríkisins muni aukast á móti, einkum í gegnum skattheimtu. Forsendur þurfi að liggja fyrir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag þar sem gerðar voru athugasemdir við seinagang í þing- og nefndastörfum. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að í dag væri að hefjast önnur umræða um fjárlög en ekki þriðja umræða líkt og stefnt hafi verið að. „Fjárlög byggjast á vissum forsendum. Forsendum sem meðal annars er ekki búið að afgreiða út úr efnahags- og viðskiptanefnd. Meirihlutaálit fjárlaganefndar birtist fyrir tæpum sólarhring, bandormur var afgreiddur út úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun og enn á eftir að afgreiða forsendur í tengslum við kílómetragjald sem að mér skilst að eigi ekki að afgreiða fyrr en á fimmtudag,“ sagði Ingibjörg meðal annars. Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink Skortur á upplýsingum ýti undir tortryggni Þeir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, og Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tóku undir með Ingibjörgu um að mikilvægt væri að allar nauðsynlegar forsendur lægju fyrir þegar fjárlögin kæmu til umfjöllunar í þingsal. „Forsendur fjárlaga liggja, frú forseti, ekki nægilega vel fyrir. Það er alveg ljóst að bandormarnir sem eru tveir, flóknar breytingar þar á tekjum og gjöldum ríkissjóðs, og kílómetragjald og fleira slíkt. Þannig ég vil bara árétta það við frú forseta að við gefum okkur nægan tíma í þessa umræðu,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ólafur tók í svipaðan streng. Mikilvægt sé að allar upplýsingar liggi fyrir þegar farið er af stað í aðra umræðu um fjármál ríkisins. „Ég ítreka það að þegar ekki liggja fyrir upplýsingar þá er aukin hætta á því að það ríki tortryggni um það að stjórnarliðar ætli að lauma einhverju í gegn. Þannig ég held að það sé mikilvægt að upplýsingarnar liggi fyrir eins snemma og kostur er,“ sagði Ólafur. Ólafur Adolfsson er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Að höfðu samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka tilkynnti Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, um breytingar á starfsáætlun við upphaf þingfundar í dag. Eina þingmálið á dagskrá fundarins í dag er önnur umræða um fjárlög 2026 sem hófst að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma. Breyta starfsáætlun til að bregðast við „Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er föstudagurinn 5. desember nefndadagur. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hafa þingfund þennan dag og mun hann hefjast klukkan 10:30. Einnig var samþykkt að laugardagarnir 6. og 13. desember verði þingdagar, en það mun skýrast betur þegar nær dregur hvort þeir verði þingfundardagar eða nefndardagar,“ sagði Þórunn. Líkt og Vísir greindi frá í morgun gerir meirihluti fjárlaganefndar breytingar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna sem meðal annars fela í sér aukin útgjöld upp á 19,6 milljarða. Þá gera breytingartillögur meirihluta nefndarinnar ráð fyrir að tekjur ríkisins muni aukast á móti, einkum í gegnum skattheimtu. Forsendur þurfi að liggja fyrir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag þar sem gerðar voru athugasemdir við seinagang í þing- og nefndastörfum. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að í dag væri að hefjast önnur umræða um fjárlög en ekki þriðja umræða líkt og stefnt hafi verið að. „Fjárlög byggjast á vissum forsendum. Forsendum sem meðal annars er ekki búið að afgreiða út úr efnahags- og viðskiptanefnd. Meirihlutaálit fjárlaganefndar birtist fyrir tæpum sólarhring, bandormur var afgreiddur út úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun og enn á eftir að afgreiða forsendur í tengslum við kílómetragjald sem að mér skilst að eigi ekki að afgreiða fyrr en á fimmtudag,“ sagði Ingibjörg meðal annars. Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink Skortur á upplýsingum ýti undir tortryggni Þeir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, og Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tóku undir með Ingibjörgu um að mikilvægt væri að allar nauðsynlegar forsendur lægju fyrir þegar fjárlögin kæmu til umfjöllunar í þingsal. „Forsendur fjárlaga liggja, frú forseti, ekki nægilega vel fyrir. Það er alveg ljóst að bandormarnir sem eru tveir, flóknar breytingar þar á tekjum og gjöldum ríkissjóðs, og kílómetragjald og fleira slíkt. Þannig ég vil bara árétta það við frú forseta að við gefum okkur nægan tíma í þessa umræðu,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ólafur tók í svipaðan streng. Mikilvægt sé að allar upplýsingar liggi fyrir þegar farið er af stað í aðra umræðu um fjármál ríkisins. „Ég ítreka það að þegar ekki liggja fyrir upplýsingar þá er aukin hætta á því að það ríki tortryggni um það að stjórnarliðar ætli að lauma einhverju í gegn. Þannig ég held að það sé mikilvægt að upplýsingarnar liggi fyrir eins snemma og kostur er,“ sagði Ólafur. Ólafur Adolfsson er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira