„Íslendingar eru allt of þungir“ Bjarki Sigurðsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 2. desember 2025 13:24 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu. Í nýrri skýrslu NORMO er dregin upp dökk mynd af venjum íbúa á Norðurlöndunum. Við borðum illa og of mikið, hreyfum okkur of lítið og ofþyngd er orðin algengari. Rúmur helmingur fullorðinna er of þungur og eitt af hverjum fjórum börnum. Þyngst Norðurlanda Íslendingar koma verst út úr skýrslunni hvað varðar ofþyngd, en sjötíu prósent fullorðinna eru í yfirþyngd. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir þetta slæmt mál. „Við höfum vitað þetta í fjölda ára. Að Íslendingar eru allt of þungir og við erum þyngri en margar nágrannaþjóðir,“ segir Alma. „Við gerðum landskönnun á mataræði fullorðinna og þar kemur fram að við borðum allt of lítið af trefjaríkum mat, grænmeti, ávöxtum og fiski og allt of mikið af unnum mat. Síðan bætast orkudrykkirnir og gosdrykkir við hjá börnunum. Þannig það eru margvísleg sóknartækifæri til að bæta mataræði landans.“ Ætla í aðgerðir Hún ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu eftir áramót sem snýr að því að sporna við offitu. „Við ætlum að fara í mjög margar aðgerðir sem snúa að offitu og ekki síst offitu barna. Þar munum við meðal annars hefja landskönnun á mataræði barna og unglinga,“ segir Alma. Eykur kvíða Í skýrslunni kemur einnig fram að nikótínneysla sé að aukast. „Við erum að sjá nýja notendur á nikótíni. Þessi mikla notkun skýrist af því að fleira fólk er að byrja að nota efnið. Við vitum æ meira um skaðsemi nikótíns. Það getur aukið kvíða hjá börnum og ungmennum og þetta er líka til skoðunar í ráðuneytinu. Það er á þingmálaskrá frumvarp sem snýr mikið að því að draga úr notkun barna og ungmenna á nikótíni. Það verður lagt fram í janúar eða febrúar,“ segir Alma. Heilsa Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nikótínpúðar Orkudrykkir Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Í nýrri skýrslu NORMO er dregin upp dökk mynd af venjum íbúa á Norðurlöndunum. Við borðum illa og of mikið, hreyfum okkur of lítið og ofþyngd er orðin algengari. Rúmur helmingur fullorðinna er of þungur og eitt af hverjum fjórum börnum. Þyngst Norðurlanda Íslendingar koma verst út úr skýrslunni hvað varðar ofþyngd, en sjötíu prósent fullorðinna eru í yfirþyngd. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir þetta slæmt mál. „Við höfum vitað þetta í fjölda ára. Að Íslendingar eru allt of þungir og við erum þyngri en margar nágrannaþjóðir,“ segir Alma. „Við gerðum landskönnun á mataræði fullorðinna og þar kemur fram að við borðum allt of lítið af trefjaríkum mat, grænmeti, ávöxtum og fiski og allt of mikið af unnum mat. Síðan bætast orkudrykkirnir og gosdrykkir við hjá börnunum. Þannig það eru margvísleg sóknartækifæri til að bæta mataræði landans.“ Ætla í aðgerðir Hún ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu eftir áramót sem snýr að því að sporna við offitu. „Við ætlum að fara í mjög margar aðgerðir sem snúa að offitu og ekki síst offitu barna. Þar munum við meðal annars hefja landskönnun á mataræði barna og unglinga,“ segir Alma. Eykur kvíða Í skýrslunni kemur einnig fram að nikótínneysla sé að aukast. „Við erum að sjá nýja notendur á nikótíni. Þessi mikla notkun skýrist af því að fleira fólk er að byrja að nota efnið. Við vitum æ meira um skaðsemi nikótíns. Það getur aukið kvíða hjá börnum og ungmennum og þetta er líka til skoðunar í ráðuneytinu. Það er á þingmálaskrá frumvarp sem snýr mikið að því að draga úr notkun barna og ungmenna á nikótíni. Það verður lagt fram í janúar eða febrúar,“ segir Alma.
Heilsa Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nikótínpúðar Orkudrykkir Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira