Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2025 10:17 Sigurður Þórarinsson. Stjr Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026. Í tilkynningu segir að Stafræn heilsa verði miðlæg þróunar- og þjónustumiðstöð fyrir allt heilbrigðiskerfið, starfrækt sem hluti af heilbrigðisráðuneytinu á grundvelli 17. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. „Þar verða sameinuð verkefni sem áður hafa verið dreifð, t.d. hjá Landspítala, embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilbrigðisþjónustu og ráðuneytinu. Í hinni nýju einingu verður einnig áhersla á starfræna nýsköpun þar með talið samskipti og stuðning við aðila á markaði. Þróun stafrænna lausna fyrir heilbrigðisþjónustuna í miðlægri einingu gerir kleift að byggja upp samræmda, stafræna innviði sem nýtast öllu heilbrigðiskerfinu. Áhersla verður á heilbrigðiskerfið sem heild og örugga skráningu, varðveislu og flutning heilbrigðisupplýsinga milli þjónustustiga og þjónustuveitenda,“ segir í tilkynningunni. Um Sigurð segir að hann hafi lokið B.Sc. prófi í iðnaðar- og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.S.E prófi í iðnaðarverkfræði frá University of Washington í Seattle, Bandaríkjunum árið 1996. „Hann hefur víðtæka starfsreynslu á vettvangi tæknilausna á Íslandi og í Bandaríkjunum og hefur m.a. unnið á sviði hugbúnaðarþróunar og nýsköpunar, við rekstur og útvistun upplýsingatæknikerfa og við öryggis- og gæðamál. Undanfarin fjögur ár hefur Sigurður unnið á þróunarsviði Landspítala. Þar hefur hann leitt skipulagsbreytingar á upplýsingatæknideild spítalans, stýrt teymum í gegnum breytingaferla, byggt upp net- og rekstraröryggi og komið að fjölda innleiðingaverkefna. Síðastliðin tvö ár hefur Sigurður gegnt starfi tækni- og nýsköpunarstjóra og í því hlutverki m.a. haft frumkvæði að því að koma á fót nýsköpunarnámsbraut fyrir klíníska starfsmenn í samstarfi við yfirlækni sérnáms á Landspítala. Áður en Sigurður kom til starfa á Landspítala vann hann hjá fyrirtækjum í hugbúnaðarþróun og nýsköpun á almennum markaði, sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Tempo ehf. um fimm ára skeið og áður við hugbúnaðarþróun hjá Sabre Airline Solutions um árabil,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra að verkefnið sé mjög mikilvægt, jafnt fyrir veitendur og notendur heilbrigðisþjónustu og stuðli að samfelldri, öruggri þjónustu og án óþarfa hindrana. „Það er stórt verkefni sem bíður Sigurðar; að móta og þróa verkefni Stafrænnar heilsu í samráði við haghafa og byggja upp öflugt og samhent teymi starfsfólks til að hrinda þeim í framkvæmd. Ég treysti honum vel til verksins og hann verður svo sannarlega ekki einn, því fjöldi reynslumikils fagfólks sem hefur unnið við stafræn mál í heilbrigðiskerfinu mun fylgja verkefnum sínum og taka til starfa hjá Stafrænni heilsu á nýju ári“ segir Alma. Við mat á umsækjendum og ákvörðun um skipun Sigurðar í embættið byggði ráðherra m.a. á álitsgerð ráðgefandi hæfnisnefndar sem skipuð var samkvæmt 39. gr. b, laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Stafræn þróun Vistaskipti Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Í tilkynningu segir að Stafræn heilsa verði miðlæg þróunar- og þjónustumiðstöð fyrir allt heilbrigðiskerfið, starfrækt sem hluti af heilbrigðisráðuneytinu á grundvelli 17. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. „Þar verða sameinuð verkefni sem áður hafa verið dreifð, t.d. hjá Landspítala, embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilbrigðisþjónustu og ráðuneytinu. Í hinni nýju einingu verður einnig áhersla á starfræna nýsköpun þar með talið samskipti og stuðning við aðila á markaði. Þróun stafrænna lausna fyrir heilbrigðisþjónustuna í miðlægri einingu gerir kleift að byggja upp samræmda, stafræna innviði sem nýtast öllu heilbrigðiskerfinu. Áhersla verður á heilbrigðiskerfið sem heild og örugga skráningu, varðveislu og flutning heilbrigðisupplýsinga milli þjónustustiga og þjónustuveitenda,“ segir í tilkynningunni. Um Sigurð segir að hann hafi lokið B.Sc. prófi í iðnaðar- og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.S.E prófi í iðnaðarverkfræði frá University of Washington í Seattle, Bandaríkjunum árið 1996. „Hann hefur víðtæka starfsreynslu á vettvangi tæknilausna á Íslandi og í Bandaríkjunum og hefur m.a. unnið á sviði hugbúnaðarþróunar og nýsköpunar, við rekstur og útvistun upplýsingatæknikerfa og við öryggis- og gæðamál. Undanfarin fjögur ár hefur Sigurður unnið á þróunarsviði Landspítala. Þar hefur hann leitt skipulagsbreytingar á upplýsingatæknideild spítalans, stýrt teymum í gegnum breytingaferla, byggt upp net- og rekstraröryggi og komið að fjölda innleiðingaverkefna. Síðastliðin tvö ár hefur Sigurður gegnt starfi tækni- og nýsköpunarstjóra og í því hlutverki m.a. haft frumkvæði að því að koma á fót nýsköpunarnámsbraut fyrir klíníska starfsmenn í samstarfi við yfirlækni sérnáms á Landspítala. Áður en Sigurður kom til starfa á Landspítala vann hann hjá fyrirtækjum í hugbúnaðarþróun og nýsköpun á almennum markaði, sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Tempo ehf. um fimm ára skeið og áður við hugbúnaðarþróun hjá Sabre Airline Solutions um árabil,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra að verkefnið sé mjög mikilvægt, jafnt fyrir veitendur og notendur heilbrigðisþjónustu og stuðli að samfelldri, öruggri þjónustu og án óþarfa hindrana. „Það er stórt verkefni sem bíður Sigurðar; að móta og þróa verkefni Stafrænnar heilsu í samráði við haghafa og byggja upp öflugt og samhent teymi starfsfólks til að hrinda þeim í framkvæmd. Ég treysti honum vel til verksins og hann verður svo sannarlega ekki einn, því fjöldi reynslumikils fagfólks sem hefur unnið við stafræn mál í heilbrigðiskerfinu mun fylgja verkefnum sínum og taka til starfa hjá Stafrænni heilsu á nýju ári“ segir Alma. Við mat á umsækjendum og ákvörðun um skipun Sigurðar í embættið byggði ráðherra m.a. á álitsgerð ráðgefandi hæfnisnefndar sem skipuð var samkvæmt 39. gr. b, laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Stafræn þróun Vistaskipti Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira