Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2025 20:01 Stelpurnar okkar hafa staðið sig mjög vel á mótinu en mæta vonandi ekki saddar í milliriðilinn. EPA/RONALD WITTEK Stelpurnar okkar gengu fagmannlega frá síðasta leik riðlakeppninnar á HM og eiga góða möguleika á fleiri sigrum í milliriðlinum. Vitað var fyrirfram að Ísland myndi vinna Úrúgvæ og fjórtán stiga sigur skilaði sér að lokum eftir flotta byrjun í fyrri hálfleik og ágætis áframhald í seinni hálfleik. Einu áhyggjurnar voru þær að tapið gegn Serbíu myndi sitja illa í liðinu og gera stelpurnar litlar í sér en okkur konur mættu með kassann út. Allir leikmenn Íslands komu við sögu í leiknum og lögðu sitt af mörkum, álagið dreifðist vel og engin ætti að vakna úrvinda fyrir ferðalagið í fyrramálið. Ánægulegt var að sjá þær sem hafa lítið spilað spretta úr spori og svo átti fyrirliðinn Sandra Erlingsdóttir sinn besta leik á mótinu, mikilvægt að hún mæti í milliriðilinn í jafn góðu stuði og Elín-urnar hafa verið í. Thea Imani Sturludóttir komst líka í mjög góðan takt og þrusaði svoleiðis á úrúgvæska markmanninn. Skotin hennar eru óstöðvandi ef sóknin nær að stilla vel upp fyrir hana. Andrea Jacobsen spilaði ekki í dag, eins og hún stefndi á að gera, en hefur verið skráð til leiks á HM og gæti komið inn í næsta leik. Hún væri mjög öflugur liðsstyrkur, við lið sem hefur staðið sig stórvel á mótinu og sýnt mjög góðar frammistöður. Yfirlýstu markmiði mótsins er náð, nú þarf að setja ný. Ísland mætir Svartfjallalandi, Spáni og Færeyjum í næstu leikjum og ofureinföld íþróttastærðfræði segir okkur að sigurlíkurnar eru heilmiklar. Ísland vann Færeyjar í síðasta leik fyrir HM, Færeyjar unnu síðan Spán í riðlakeppninni og Spánn vann Svartfjallaland í dag. Það getur allt gerst. Þar með er alls ekki sagt að Ísland eigi eftir að vinna alla leiki og komast áfram í átta liða úrslit. Það er mjög ólíklegt að þetta unga og reynslulitla lið gerist svo öflugt, en riðlakeppnin kennir okkur að það býr hellings góður handbolti og mikill karakter í stelpunum okkar. Landsliðsþjálfarinn hefur margoft talað um langtímaverkefnið, vegferðina sem þetta lið er á og uppbygginguna sem á eftir að eiga sér stað næstu árin. Nú verða vonir bundnar við að liðið stígi enn eitt framfaraskrefið og þó að markmiðinu sé náð, að þá verði fagnað oftar en einu sinni á þessu móti, það er allavega dauðafæri á því. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira
Vitað var fyrirfram að Ísland myndi vinna Úrúgvæ og fjórtán stiga sigur skilaði sér að lokum eftir flotta byrjun í fyrri hálfleik og ágætis áframhald í seinni hálfleik. Einu áhyggjurnar voru þær að tapið gegn Serbíu myndi sitja illa í liðinu og gera stelpurnar litlar í sér en okkur konur mættu með kassann út. Allir leikmenn Íslands komu við sögu í leiknum og lögðu sitt af mörkum, álagið dreifðist vel og engin ætti að vakna úrvinda fyrir ferðalagið í fyrramálið. Ánægulegt var að sjá þær sem hafa lítið spilað spretta úr spori og svo átti fyrirliðinn Sandra Erlingsdóttir sinn besta leik á mótinu, mikilvægt að hún mæti í milliriðilinn í jafn góðu stuði og Elín-urnar hafa verið í. Thea Imani Sturludóttir komst líka í mjög góðan takt og þrusaði svoleiðis á úrúgvæska markmanninn. Skotin hennar eru óstöðvandi ef sóknin nær að stilla vel upp fyrir hana. Andrea Jacobsen spilaði ekki í dag, eins og hún stefndi á að gera, en hefur verið skráð til leiks á HM og gæti komið inn í næsta leik. Hún væri mjög öflugur liðsstyrkur, við lið sem hefur staðið sig stórvel á mótinu og sýnt mjög góðar frammistöður. Yfirlýstu markmiði mótsins er náð, nú þarf að setja ný. Ísland mætir Svartfjallalandi, Spáni og Færeyjum í næstu leikjum og ofureinföld íþróttastærðfræði segir okkur að sigurlíkurnar eru heilmiklar. Ísland vann Færeyjar í síðasta leik fyrir HM, Færeyjar unnu síðan Spán í riðlakeppninni og Spánn vann Svartfjallaland í dag. Það getur allt gerst. Þar með er alls ekki sagt að Ísland eigi eftir að vinna alla leiki og komast áfram í átta liða úrslit. Það er mjög ólíklegt að þetta unga og reynslulitla lið gerist svo öflugt, en riðlakeppnin kennir okkur að það býr hellings góður handbolti og mikill karakter í stelpunum okkar. Landsliðsþjálfarinn hefur margoft talað um langtímaverkefnið, vegferðina sem þetta lið er á og uppbygginguna sem á eftir að eiga sér stað næstu árin. Nú verða vonir bundnar við að liðið stígi enn eitt framfaraskrefið og þó að markmiðinu sé náð, að þá verði fagnað oftar en einu sinni á þessu móti, það er allavega dauðafæri á því.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira