Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 19:02 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir að frumvarp um hvalveiðar verði líklega lagt fram á næsta þingi. vísir/samsett Atvinnuvegaráðherra segist enn þeirrar skoðunar að tímabært sé að hætta hvalveiðum. Frumvarp um framtíð veiðanna verði þó líklega ekki lagt fram á þessu þingi líkt og til stóð. Málið sé umfangsmikið og vanda þurfi vel til verka. Eftir það mikla fjaðrafok sem staðið hefur í kringum hvalveiðar skipaði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, starfshóp til að rýna lagaumgjörð veiðanna og skrifa skýrslu sem á að verða grundvöllur að framtíðarskipan þeirra. Skýrslunni var skilað í tíð nýrrar ríkisstjórnar og atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson birti hana í samráðsgátt í maí. Þar sagði að stefnt væri að framlagningu frumvarps um hvalveiðar á næsta löggjafarþingi, eða því sem nú stendur yfir. Ekkert slíkt frumvarp er þó að finna í þingmálaskrá og er málið á ís samkvæmt ráðherra. „Eins og staðan er núna að þá erum við að gera ráð fyrir að það geti orðið næsta haust,” segir Hanna Katrín. „Það er búið að tala um það lengi að það þarf að færa lögin í nútímaátt með tilliti til dýravelferðar og annarra atriða. Það er hins vegar þannig í stóru og viðamiklu ráðuneyti að það er ekki hægt að gera allt og þetta er bara í farvegi.” Meðal síðustu embættisverka Bjarna Benediktssonar eftir kosningar í desember í fyrra var að veita Hval hf. fimm ára veiðileyfi og óvíst er hvort íslenska ríkið baki sér bótaskyldu verði veiðarnar nú bannaðar. Þegar Hanna Katrín var í stjórnarandstöðu lýsti hún yfir andstöðu við veiðarnar. „Þegar tekið er tillit til þess að enginn af þremur stoðum sjálfbærni styður hvalveiðar, ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega, að þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum,” sagði Hanna Katrín í pontu fyrir um tveimur árum. Hún segist enn sömu skoðunar. „Já, ég er það í sjálfu sér. Ég held að það liggi alveg fyrir að þetta er ekki atvinnugrein sem er að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið í þeim skilningi að það vegi upp neikvæða þætti þess. En það er hins vegar full ástæða til þess að sýna þeim sem starfa við þetta þá virðingu að vanda vel til verka,” segir Hanna Katrín. Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Dýraheilbrigði Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Eftir það mikla fjaðrafok sem staðið hefur í kringum hvalveiðar skipaði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, starfshóp til að rýna lagaumgjörð veiðanna og skrifa skýrslu sem á að verða grundvöllur að framtíðarskipan þeirra. Skýrslunni var skilað í tíð nýrrar ríkisstjórnar og atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson birti hana í samráðsgátt í maí. Þar sagði að stefnt væri að framlagningu frumvarps um hvalveiðar á næsta löggjafarþingi, eða því sem nú stendur yfir. Ekkert slíkt frumvarp er þó að finna í þingmálaskrá og er málið á ís samkvæmt ráðherra. „Eins og staðan er núna að þá erum við að gera ráð fyrir að það geti orðið næsta haust,” segir Hanna Katrín. „Það er búið að tala um það lengi að það þarf að færa lögin í nútímaátt með tilliti til dýravelferðar og annarra atriða. Það er hins vegar þannig í stóru og viðamiklu ráðuneyti að það er ekki hægt að gera allt og þetta er bara í farvegi.” Meðal síðustu embættisverka Bjarna Benediktssonar eftir kosningar í desember í fyrra var að veita Hval hf. fimm ára veiðileyfi og óvíst er hvort íslenska ríkið baki sér bótaskyldu verði veiðarnar nú bannaðar. Þegar Hanna Katrín var í stjórnarandstöðu lýsti hún yfir andstöðu við veiðarnar. „Þegar tekið er tillit til þess að enginn af þremur stoðum sjálfbærni styður hvalveiðar, ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega, að þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum,” sagði Hanna Katrín í pontu fyrir um tveimur árum. Hún segist enn sömu skoðunar. „Já, ég er það í sjálfu sér. Ég held að það liggi alveg fyrir að þetta er ekki atvinnugrein sem er að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið í þeim skilningi að það vegi upp neikvæða þætti þess. En það er hins vegar full ástæða til þess að sýna þeim sem starfa við þetta þá virðingu að vanda vel til verka,” segir Hanna Katrín.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Dýraheilbrigði Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira