Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 19:02 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir að frumvarp um hvalveiðar verði líklega lagt fram á næsta þingi. vísir/samsett Atvinnuvegaráðherra segist enn þeirrar skoðunar að tímabært sé að hætta hvalveiðum. Frumvarp um framtíð veiðanna verði þó líklega ekki lagt fram á þessu þingi líkt og til stóð. Málið sé umfangsmikið og vanda þurfi vel til verka. Eftir það mikla fjaðrafok sem staðið hefur í kringum hvalveiðar skipaði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, starfshóp til að rýna lagaumgjörð veiðanna og skrifa skýrslu sem á að verða grundvöllur að framtíðarskipan þeirra. Skýrslunni var skilað í tíð nýrrar ríkisstjórnar og atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson birti hana í samráðsgátt í maí. Þar sagði að stefnt væri að framlagningu frumvarps um hvalveiðar á næsta löggjafarþingi, eða því sem nú stendur yfir. Ekkert slíkt frumvarp er þó að finna í þingmálaskrá og er málið á ís samkvæmt ráðherra. „Eins og staðan er núna að þá erum við að gera ráð fyrir að það geti orðið næsta haust,” segir Hanna Katrín. „Það er búið að tala um það lengi að það þarf að færa lögin í nútímaátt með tilliti til dýravelferðar og annarra atriða. Það er hins vegar þannig í stóru og viðamiklu ráðuneyti að það er ekki hægt að gera allt og þetta er bara í farvegi.” Meðal síðustu embættisverka Bjarna Benediktssonar eftir kosningar í desember í fyrra var að veita Hval hf. fimm ára veiðileyfi og óvíst er hvort íslenska ríkið baki sér bótaskyldu verði veiðarnar nú bannaðar. Þegar Hanna Katrín var í stjórnarandstöðu lýsti hún yfir andstöðu við veiðarnar. „Þegar tekið er tillit til þess að enginn af þremur stoðum sjálfbærni styður hvalveiðar, ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega, að þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum,” sagði Hanna Katrín í pontu fyrir um tveimur árum. Hún segist enn sömu skoðunar. „Já, ég er það í sjálfu sér. Ég held að það liggi alveg fyrir að þetta er ekki atvinnugrein sem er að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið í þeim skilningi að það vegi upp neikvæða þætti þess. En það er hins vegar full ástæða til þess að sýna þeim sem starfa við þetta þá virðingu að vanda vel til verka,” segir Hanna Katrín. Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Dýraheilbrigði Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Eftir það mikla fjaðrafok sem staðið hefur í kringum hvalveiðar skipaði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, starfshóp til að rýna lagaumgjörð veiðanna og skrifa skýrslu sem á að verða grundvöllur að framtíðarskipan þeirra. Skýrslunni var skilað í tíð nýrrar ríkisstjórnar og atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson birti hana í samráðsgátt í maí. Þar sagði að stefnt væri að framlagningu frumvarps um hvalveiðar á næsta löggjafarþingi, eða því sem nú stendur yfir. Ekkert slíkt frumvarp er þó að finna í þingmálaskrá og er málið á ís samkvæmt ráðherra. „Eins og staðan er núna að þá erum við að gera ráð fyrir að það geti orðið næsta haust,” segir Hanna Katrín. „Það er búið að tala um það lengi að það þarf að færa lögin í nútímaátt með tilliti til dýravelferðar og annarra atriða. Það er hins vegar þannig í stóru og viðamiklu ráðuneyti að það er ekki hægt að gera allt og þetta er bara í farvegi.” Meðal síðustu embættisverka Bjarna Benediktssonar eftir kosningar í desember í fyrra var að veita Hval hf. fimm ára veiðileyfi og óvíst er hvort íslenska ríkið baki sér bótaskyldu verði veiðarnar nú bannaðar. Þegar Hanna Katrín var í stjórnarandstöðu lýsti hún yfir andstöðu við veiðarnar. „Þegar tekið er tillit til þess að enginn af þremur stoðum sjálfbærni styður hvalveiðar, ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega, að þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum,” sagði Hanna Katrín í pontu fyrir um tveimur árum. Hún segist enn sömu skoðunar. „Já, ég er það í sjálfu sér. Ég held að það liggi alveg fyrir að þetta er ekki atvinnugrein sem er að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið í þeim skilningi að það vegi upp neikvæða þætti þess. En það er hins vegar full ástæða til þess að sýna þeim sem starfa við þetta þá virðingu að vanda vel til verka,” segir Hanna Katrín.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Dýraheilbrigði Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira