Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2025 14:23 Mennirnir stálu ansi miklu áfengi úr skotti Teslunnar. Myndin er úr safni. Getty Tveir menn eru grunaðir um að hafa farið inn í bíl ókunnugs manns, taka hann hálstaki og hóta með hníf til þess að fá hann til að opna skott bílsins, en þaðan eru tvímenningarnir grunaðir um að hafa stolið miklu magni áfengis. Atvik þetta mun hafa átt sér stað um miðjan ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði á hendur annars þessara tveggja manna, en varðhaldið mun renna út í næstu viku. Þar kemur jafnframt fram að sá maður hefur áður hlotið dóm og er grunaður um að hafa framið stunguárás fyrir þremur árum síðan. Náði mönnunum á upptöku Lögreglu var tilkynnt um meint áfengisrán þann 14. ágúst síðastliðinn. Á vettvangi lýsti ökumaður bílsins, brotaþolinn í málinu, því að tveir menn hafi komið inn í bílinn, sem var af gerðinni Tesla. Annar þeirra hafi sest í framsætið við hlið ökumannsins, og hinn í aftursætið aftan við ökumannssætið. Sá sem var fyrir aftan ökumanninn hafi tekið um háls hans, meðan hinn hafi kýlt hann í kinnina og haldið hníf að læri hans. Þeir hafi skipað honum að opna skottið og síðan allir stigið úr bílnum. Ræningjarnir hafi síðan tekið umtalsvert magn áfengis sem maðurinn geymdi í skottinu. Þegar þeir hafi verið að bera áfengið í burtu hafi stúlka komið og hjálpað þeim. Um var að ræða fimm til sex kassa af bjór, þrjár 500 millilítra flöskur af Opal, tvær hvítvínsflöskur, tólf dósir af Bara, tólf lítersflöskur af vodka og fjörutíu 500 millilítra flöskur af vodka. Í kjölfarið fannst áfengið á víð og dreif um skólalóð, skammt frá þar sem meint rán var framið. Jafnframt hafi flöskur fundist utan við heimili annars mannsins, þar sem þeir tveir voru handteknir. Fram kemur að á myndefni úr upptökubúnaði Teslunnar megi sjá mennina tvo stíga úr bílnum. Síðan hafi annar þeirra opnað skottið og hinn haldið á litlum hníf. Tvær stórfelldar árásir Líkt og áður segir hefur annar mannanna grunaður í fleiri málum. Í síðasta mánuði var hann ákærður fyrir tvær stórfelldar líkamsárásir. Önnur þeirra mun hafa verið framin í nóvember 2022 og hin á gamlársdag 2023. Atvik fyrra málsins áttu sér stað á göngustíg í Reykjavík, en þar er maðurinn grunaður um að hafa, ásamt öðrum manni, ráðist á þriðja manninn og stungið hann í bakið með hníf. Sá sem var stunginn mun hafa hlotið umtalsverða áverka. Í síðara málinu er maðurinn grunaður, aftur ásamt öðrum manni, um að ráðast á tvær konur með því að kasta í þær flöskum, glösum, borði, stólum, vegghillu og hurð. Fyrir vikið munu þær hafa hlotið nokkra áverka. Dómsmál Lögreglumál Áfengi Reykjavík Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Atvik þetta mun hafa átt sér stað um miðjan ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði á hendur annars þessara tveggja manna, en varðhaldið mun renna út í næstu viku. Þar kemur jafnframt fram að sá maður hefur áður hlotið dóm og er grunaður um að hafa framið stunguárás fyrir þremur árum síðan. Náði mönnunum á upptöku Lögreglu var tilkynnt um meint áfengisrán þann 14. ágúst síðastliðinn. Á vettvangi lýsti ökumaður bílsins, brotaþolinn í málinu, því að tveir menn hafi komið inn í bílinn, sem var af gerðinni Tesla. Annar þeirra hafi sest í framsætið við hlið ökumannsins, og hinn í aftursætið aftan við ökumannssætið. Sá sem var fyrir aftan ökumanninn hafi tekið um háls hans, meðan hinn hafi kýlt hann í kinnina og haldið hníf að læri hans. Þeir hafi skipað honum að opna skottið og síðan allir stigið úr bílnum. Ræningjarnir hafi síðan tekið umtalsvert magn áfengis sem maðurinn geymdi í skottinu. Þegar þeir hafi verið að bera áfengið í burtu hafi stúlka komið og hjálpað þeim. Um var að ræða fimm til sex kassa af bjór, þrjár 500 millilítra flöskur af Opal, tvær hvítvínsflöskur, tólf dósir af Bara, tólf lítersflöskur af vodka og fjörutíu 500 millilítra flöskur af vodka. Í kjölfarið fannst áfengið á víð og dreif um skólalóð, skammt frá þar sem meint rán var framið. Jafnframt hafi flöskur fundist utan við heimili annars mannsins, þar sem þeir tveir voru handteknir. Fram kemur að á myndefni úr upptökubúnaði Teslunnar megi sjá mennina tvo stíga úr bílnum. Síðan hafi annar þeirra opnað skottið og hinn haldið á litlum hníf. Tvær stórfelldar árásir Líkt og áður segir hefur annar mannanna grunaður í fleiri málum. Í síðasta mánuði var hann ákærður fyrir tvær stórfelldar líkamsárásir. Önnur þeirra mun hafa verið framin í nóvember 2022 og hin á gamlársdag 2023. Atvik fyrra málsins áttu sér stað á göngustíg í Reykjavík, en þar er maðurinn grunaður um að hafa, ásamt öðrum manni, ráðist á þriðja manninn og stungið hann í bakið með hníf. Sá sem var stunginn mun hafa hlotið umtalsverða áverka. Í síðara málinu er maðurinn grunaður, aftur ásamt öðrum manni, um að ráðast á tvær konur með því að kasta í þær flöskum, glösum, borði, stólum, vegghillu og hurð. Fyrir vikið munu þær hafa hlotið nokkra áverka.
Dómsmál Lögreglumál Áfengi Reykjavík Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira