Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. nóvember 2025 23:15 Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Tapið gegn Serbíu í kvöld var eins svekkjandi og hugsast getur. Hafdís Renötudóttir var rænd þjóðhetjustimpli af hornamönnum Íslands en hún varði tíu skot í seinni hálfleik, fimm þeirra í röð þar sem hún læsti rammanum í tæpar tíu mínútur. Á þeim kafla tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark, eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. Ekkert gaf þess merki í fyrri hálfleik að leikurinn yrði spennandi á lokamínútunum, jú stelpurnar okkar byrjuðu ágætlega en voru fljótar að missa Serbana fram úr sér, vörnin var oft hryllileg í fyrri hálfleik og skotnýting Serbíu tæp níutíu prósent. Viðsnúningurinn í seinni hálfleik var hins vegar rosalegur og Hafdís átti stærstan þátt í honum, þó hún sé sjálf hógvær og hafi hrósað öllu liðinu eftir leik. Þar með er ekki sagt að liðið allt eigi hrósið ekki skilið, þegar vel gekk voru þær allar með tölu frábærar. Svona frammistaða sýnir hvað í þessu liði býr og gerir fólk spennt fyrir framtíðinni. „Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp“ sagði hin 21 árs Elísa Elíasdóttir réttilega um þetta landslið sem er með meðalaldur upp á 24 ár. Á endanum tapaðist þessi þrusuleikur á tveimur klúðruðum færum hjá stelpunum okkar undir blálok leiks, sem er samt svo fallegt. Að hafa verið í þannig séns að geta jafnað og jafnvel unnið. Eftir mjög slakan fyrri hálfleik hefði allavega verið auðveldara að gefast bara upp. Svo er alveg hægt að færa rök fyrir því að betra liðið hafi bara unnið leikinn, karma kemur víst alltaf á endanum. Serbneski markmaðurinn átti einfaldlega tvær frábærar vörslur, sem skiluðu þeim sigri og jöfnuðu út þennan ótrúlega kafla Hafdísar. Þórey Anna verður allavega aldrei skömmuð fyrir þessi skot, svona er handboltinn bara grimmur, hún skoraði líka mark úr mun erfiðara færi sem minnkaði muninn í eitt mark og gaf Íslandi þennan séns. Dana Björg í vinstra horninu klúðraði úr hraðaupphlaupi sem hefði jafnað leikinn fjórum mínútum áður. Hin og þessi, allar áttu þær slæmt skot eða slaka sendingu sem stuðlaði að tapinu. Töp í fyrstu tveimur leikjunum voru viðbúin hjá þessu unga og reynslulita landsliði en frammistöðurnar hafa farið fram úr væntingum. Yfirlýst markmið var og er enn að vinna Úrúgvæ á sunnudaginn og komast áfram í milliriðilinn í Dortmund. Stelpurnar okkar fara sársvekktar á koddann í kvöld en munu, með svona áframhaldi, fagna sigri gegn arfaslöku liði Úrúgvæ á sunnudag og vera í frábærum séns á fleiri sigrum í milliriðlinum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira
Hafdís Renötudóttir var rænd þjóðhetjustimpli af hornamönnum Íslands en hún varði tíu skot í seinni hálfleik, fimm þeirra í röð þar sem hún læsti rammanum í tæpar tíu mínútur. Á þeim kafla tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark, eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. Ekkert gaf þess merki í fyrri hálfleik að leikurinn yrði spennandi á lokamínútunum, jú stelpurnar okkar byrjuðu ágætlega en voru fljótar að missa Serbana fram úr sér, vörnin var oft hryllileg í fyrri hálfleik og skotnýting Serbíu tæp níutíu prósent. Viðsnúningurinn í seinni hálfleik var hins vegar rosalegur og Hafdís átti stærstan þátt í honum, þó hún sé sjálf hógvær og hafi hrósað öllu liðinu eftir leik. Þar með er ekki sagt að liðið allt eigi hrósið ekki skilið, þegar vel gekk voru þær allar með tölu frábærar. Svona frammistaða sýnir hvað í þessu liði býr og gerir fólk spennt fyrir framtíðinni. „Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp“ sagði hin 21 árs Elísa Elíasdóttir réttilega um þetta landslið sem er með meðalaldur upp á 24 ár. Á endanum tapaðist þessi þrusuleikur á tveimur klúðruðum færum hjá stelpunum okkar undir blálok leiks, sem er samt svo fallegt. Að hafa verið í þannig séns að geta jafnað og jafnvel unnið. Eftir mjög slakan fyrri hálfleik hefði allavega verið auðveldara að gefast bara upp. Svo er alveg hægt að færa rök fyrir því að betra liðið hafi bara unnið leikinn, karma kemur víst alltaf á endanum. Serbneski markmaðurinn átti einfaldlega tvær frábærar vörslur, sem skiluðu þeim sigri og jöfnuðu út þennan ótrúlega kafla Hafdísar. Þórey Anna verður allavega aldrei skömmuð fyrir þessi skot, svona er handboltinn bara grimmur, hún skoraði líka mark úr mun erfiðara færi sem minnkaði muninn í eitt mark og gaf Íslandi þennan séns. Dana Björg í vinstra horninu klúðraði úr hraðaupphlaupi sem hefði jafnað leikinn fjórum mínútum áður. Hin og þessi, allar áttu þær slæmt skot eða slaka sendingu sem stuðlaði að tapinu. Töp í fyrstu tveimur leikjunum voru viðbúin hjá þessu unga og reynslulita landsliði en frammistöðurnar hafa farið fram úr væntingum. Yfirlýst markmið var og er enn að vinna Úrúgvæ á sunnudaginn og komast áfram í milliriðilinn í Dortmund. Stelpurnar okkar fara sársvekktar á koddann í kvöld en munu, með svona áframhaldi, fagna sigri gegn arfaslöku liði Úrúgvæ á sunnudag og vera í frábærum séns á fleiri sigrum í milliriðlinum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira