Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir og Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifa 28. nóvember 2025 14:32 Vissir þú að framlínufólk hættir aldrei að vera framlínufólk ? „Náið í Ölmu, ég ætla að fara og aðstoða“. Þetta voru orð föður okkar, sem glímir við Alzheimersjúkdóminn, þegar við vorum staddar með honum inni á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann heyrði semsagt í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti við spítalann og hans viðbrögð voru að stökkva fram úr rúminu og hlaupa í þau störf sem þurfti. Pabbi okkar starfaði alla sína starfsævi hjá Landhelgisgæslu Íslands og var meðal annars í þyrlusveit Gæslunnar ásamt Ölmu Möller núverandi heilbrigðisráðherra. Við systur vorum börnin sem áttu von á því á hátíðisdögum, eins og aðra daga, að pabbi okkar þyrfti að yfirgefa fjölskylduna til að sinna bráðveiku fólki eða þeim sem voru í háska. Svo þegar pabbi heyrði í þyrlunni þarna á Bráðamóttökunni, var hann samstundis tilbúinn til starfa og kallaði eftir fyrrum samstarfskonu sinni því hann átti enn minninguna um samstarf sitt með Ölmu síðan hún starfaði með honum sem þyrlulæknir hjá Gæslunni. En þó starfsvettvangur pabba og Ölmu hafi verið sá sami á ákveðnum tímapunkti þá er staða þeirra ólík í dag. Þennan tiltekna dag þegar þyrlan lenti í Fossvogi áttum við systur tólf tíma vakt saman með pabba okkar á göngum Bráðamóttökunnar því það var allt yfirfullt. Reglan þar er „Aðeins einn aðstandandi með hverjum sjúklingi“. En við vorum lánsamar. Þarna var sjúklingur með meðvitund sem bauðst til að aðstoða okkur systur því hann sá að önnur okkar var ekki að höndla pabba ein. Við fengum að nota hans aðstandenda aðgang, því þessi sjúklingur hafði engan hjá sér. Mikið sem við erum þessum góða einstaklingi þakklátar. Bráðamóttakan er helvíti á jörðu fyrir Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra. Sjúkdómurinn sem pabbi okkar glímir við er hræðilegur og yfirtekur líf þess einstaklings sem fær hann. Alzheimersjúklingar geta ekki tjáð líðan sína né hugsanir, þeir eru næmari en aðrir fyrir skynáreiti og þurfa því sértæka meðhöndlun. Þá umönnun er erfitt að fá í kerfi sem er í molum vegna innviðaskuldar og manneklu. Dagurinn sem pabbi okkar ákvað að ganga aftur í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem sjúklingur á Bráðamóttökunni hafði sína forsögu. Stutta útgáfan er sú að um nóttina hafði hann dottið á hjúkrunarheimilinu sem hann býr á. Pabbi er í eðli sínu glaðlyndur rólyndismaður, en hraðinn og álagið í laskaða heilbrigðiskerfinu fór illa í hann, þar sem hann lá verkjaður án vitundar um hvar hann væri. Starfsfólk á þönum slökkvandi elda á erfitt með að koma til móts við sérþarfir sjúklinga og reyndum við systur því að aðstoða pabba okkar eftir bestu getu. Okkur leið eins og málleysingjum hrópandi á torgi því að erfitt var að fá aðstoð þegar á þurfti að halda. Álagið á okkur dætur hans pabba var orðið það mikið að önnur okkar systra beygði af og brast í grát. Hin gat ekki huggað systur sína því að hún gat ekki farið frá því að sinna pabba sínum. Hættum að tala bara fallega um mikilvægi grunnstoða samfélagsins á tyllidögum. Greinum vandann og byggjum upp kerfi sem virka. Það er alls staðar verið að slökkva elda innan kerfisins og við finnum það svo sannarlega þegar við þurfum á þjónustunni að halda. Það er ekki nóg að hugmyndafræðin sé falleg, hún verður að virka í raun svo að fagleg vinna skili sér. Við höfum ekki efni á að mjólka starfsorku framlínufólks þannig að það hverfi af braut. Við aðstandendur þessa fyrrum framlínumanns í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar erum örugglega ekki þeir einu sem upplifa vanmátt sinn innan kerfisins hér á Íslandi. Fyrri ríkisstjórnir mega skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur því að það er búið að ræða vandann í mörg ár og nú er komið að skuldadögum. Starfsfólk stofnana í almannaþjónustu á ekki að þurfa að biðja aðstandendur afsökunar á ástandinu eins og gert var í okkar tilfelli því það á að bjóða þessu starfsfólki að vinna við viðunandi aðstæður. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Pabbi okkar lifði fyrir leit og björgun á meðan hann hafði starfsorku og hann gaf sannarlega sitt til samfélagsins. Það er sárt að horfa upp á það að hann fái ekki þá þjónustu sem honum ber, þegar hann sjálfur þarf síðan á henni að halda. Höfum í huga að þó að þessi pistill fjalli um pabba okkar systra þá gætum við öll lent í því að vera í hans sporum. Rakel Linda og Sigurlaug Kristjánsdætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Vissir þú að framlínufólk hættir aldrei að vera framlínufólk ? „Náið í Ölmu, ég ætla að fara og aðstoða“. Þetta voru orð föður okkar, sem glímir við Alzheimersjúkdóminn, þegar við vorum staddar með honum inni á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann heyrði semsagt í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti við spítalann og hans viðbrögð voru að stökkva fram úr rúminu og hlaupa í þau störf sem þurfti. Pabbi okkar starfaði alla sína starfsævi hjá Landhelgisgæslu Íslands og var meðal annars í þyrlusveit Gæslunnar ásamt Ölmu Möller núverandi heilbrigðisráðherra. Við systur vorum börnin sem áttu von á því á hátíðisdögum, eins og aðra daga, að pabbi okkar þyrfti að yfirgefa fjölskylduna til að sinna bráðveiku fólki eða þeim sem voru í háska. Svo þegar pabbi heyrði í þyrlunni þarna á Bráðamóttökunni, var hann samstundis tilbúinn til starfa og kallaði eftir fyrrum samstarfskonu sinni því hann átti enn minninguna um samstarf sitt með Ölmu síðan hún starfaði með honum sem þyrlulæknir hjá Gæslunni. En þó starfsvettvangur pabba og Ölmu hafi verið sá sami á ákveðnum tímapunkti þá er staða þeirra ólík í dag. Þennan tiltekna dag þegar þyrlan lenti í Fossvogi áttum við systur tólf tíma vakt saman með pabba okkar á göngum Bráðamóttökunnar því það var allt yfirfullt. Reglan þar er „Aðeins einn aðstandandi með hverjum sjúklingi“. En við vorum lánsamar. Þarna var sjúklingur með meðvitund sem bauðst til að aðstoða okkur systur því hann sá að önnur okkar var ekki að höndla pabba ein. Við fengum að nota hans aðstandenda aðgang, því þessi sjúklingur hafði engan hjá sér. Mikið sem við erum þessum góða einstaklingi þakklátar. Bráðamóttakan er helvíti á jörðu fyrir Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra. Sjúkdómurinn sem pabbi okkar glímir við er hræðilegur og yfirtekur líf þess einstaklings sem fær hann. Alzheimersjúklingar geta ekki tjáð líðan sína né hugsanir, þeir eru næmari en aðrir fyrir skynáreiti og þurfa því sértæka meðhöndlun. Þá umönnun er erfitt að fá í kerfi sem er í molum vegna innviðaskuldar og manneklu. Dagurinn sem pabbi okkar ákvað að ganga aftur í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem sjúklingur á Bráðamóttökunni hafði sína forsögu. Stutta útgáfan er sú að um nóttina hafði hann dottið á hjúkrunarheimilinu sem hann býr á. Pabbi er í eðli sínu glaðlyndur rólyndismaður, en hraðinn og álagið í laskaða heilbrigðiskerfinu fór illa í hann, þar sem hann lá verkjaður án vitundar um hvar hann væri. Starfsfólk á þönum slökkvandi elda á erfitt með að koma til móts við sérþarfir sjúklinga og reyndum við systur því að aðstoða pabba okkar eftir bestu getu. Okkur leið eins og málleysingjum hrópandi á torgi því að erfitt var að fá aðstoð þegar á þurfti að halda. Álagið á okkur dætur hans pabba var orðið það mikið að önnur okkar systra beygði af og brast í grát. Hin gat ekki huggað systur sína því að hún gat ekki farið frá því að sinna pabba sínum. Hættum að tala bara fallega um mikilvægi grunnstoða samfélagsins á tyllidögum. Greinum vandann og byggjum upp kerfi sem virka. Það er alls staðar verið að slökkva elda innan kerfisins og við finnum það svo sannarlega þegar við þurfum á þjónustunni að halda. Það er ekki nóg að hugmyndafræðin sé falleg, hún verður að virka í raun svo að fagleg vinna skili sér. Við höfum ekki efni á að mjólka starfsorku framlínufólks þannig að það hverfi af braut. Við aðstandendur þessa fyrrum framlínumanns í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar erum örugglega ekki þeir einu sem upplifa vanmátt sinn innan kerfisins hér á Íslandi. Fyrri ríkisstjórnir mega skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur því að það er búið að ræða vandann í mörg ár og nú er komið að skuldadögum. Starfsfólk stofnana í almannaþjónustu á ekki að þurfa að biðja aðstandendur afsökunar á ástandinu eins og gert var í okkar tilfelli því það á að bjóða þessu starfsfólki að vinna við viðunandi aðstæður. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Pabbi okkar lifði fyrir leit og björgun á meðan hann hafði starfsorku og hann gaf sannarlega sitt til samfélagsins. Það er sárt að horfa upp á það að hann fái ekki þá þjónustu sem honum ber, þegar hann sjálfur þarf síðan á henni að halda. Höfum í huga að þó að þessi pistill fjalli um pabba okkar systra þá gætum við öll lent í því að vera í hans sporum. Rakel Linda og Sigurlaug Kristjánsdætur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun