Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 14:12 Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra bindur vonir við að samningur um DNA-sýnatöku verði undirritaður á næstu vikum. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðuneytið er í samningaviðræðum við erlenda alþjóðastofnun um framkvæmd DNA-sýnatakna fyrir íslensk stjórnvöld. Dómsmálaráðherra segir það séríslenskt að ekki hafi verið farið fram á slíkar sýnatökur þegar veitt eru dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði grein á Vísi í kjölfar umfjöllunar mbl þar sem greint er frá að á annan tug barna hafi komið til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar en hafi síðan engin blóðtengsl verið á milli barnanna og fjölskyldunnar. „Þetta hefur m.a. leitt til þess að á annan tug barna, sem vitað er um, hefur komið hingað til lands og niðurstöður DNA-rannsóknar hafa síðar staðfest að ekki eru fjölskyldutengsl við þá sem þau eru að sameinast,“ segir Þorbjörg. Hún telur að reglurnar opni leið fyrir smyglara til að flytja börn ólöglega á milli landa og oft hafi leikið grunur á mansal, þó að ekki sé hægt að fullyrða það. „Þetta á auðvitað við um stærri hópa en börn. Skipulagðir brotahópar vita hvaða lönd eru með veikt kerfi. Íslensk stjórnvöld ætla ekki lengur að vera veikur hlekkur í keðjunni. Ekki á vakt þessarar ríkisstjórnar.“ Börnin fara því í umsjá barnaverndarþjónustu þar til þau verða sjálfráða. Í grein Þorbjargar, sem ber heitið Stöðvum ólöglegan flutning barna, greinir hún frá tilætlunum sínum um fimm frumvörp um útlendingamál á þessu þingári sem er ætlað að breyta séríslensku reglunum. Meðal þess er að gera samning við viðurkennda alþjóðastofnun um að framkvæma DNA-sýnatökur fyrir íslensk stjórnvöld erlendis. „Með þessu munum við tryggja að fólk sem kemur hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar tengist í raun fjölskylduböndum og sé í raun og veru blóðskylt,“ segir ráðherrann. Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði grein á Vísi í kjölfar umfjöllunar mbl þar sem greint er frá að á annan tug barna hafi komið til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar en hafi síðan engin blóðtengsl verið á milli barnanna og fjölskyldunnar. „Þetta hefur m.a. leitt til þess að á annan tug barna, sem vitað er um, hefur komið hingað til lands og niðurstöður DNA-rannsóknar hafa síðar staðfest að ekki eru fjölskyldutengsl við þá sem þau eru að sameinast,“ segir Þorbjörg. Hún telur að reglurnar opni leið fyrir smyglara til að flytja börn ólöglega á milli landa og oft hafi leikið grunur á mansal, þó að ekki sé hægt að fullyrða það. „Þetta á auðvitað við um stærri hópa en börn. Skipulagðir brotahópar vita hvaða lönd eru með veikt kerfi. Íslensk stjórnvöld ætla ekki lengur að vera veikur hlekkur í keðjunni. Ekki á vakt þessarar ríkisstjórnar.“ Börnin fara því í umsjá barnaverndarþjónustu þar til þau verða sjálfráða. Í grein Þorbjargar, sem ber heitið Stöðvum ólöglegan flutning barna, greinir hún frá tilætlunum sínum um fimm frumvörp um útlendingamál á þessu þingári sem er ætlað að breyta séríslensku reglunum. Meðal þess er að gera samning við viðurkennda alþjóðastofnun um að framkvæma DNA-sýnatökur fyrir íslensk stjórnvöld erlendis. „Með þessu munum við tryggja að fólk sem kemur hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar tengist í raun fjölskylduböndum og sé í raun og veru blóðskylt,“ segir ráðherrann.
Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira