Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 14:46 Í síðustu viku var skýrsla starfshóps um dvalarleyfi kynnt. Hún ber heitið Ísland í örum vexti og margt áhugavert kemur fram í henni. Meðal annars er bent á 25 dæmi um misræmi við Norðurlöndin í lögum og framkvæmd okkar Íslendinga. Ég er nú þegar byrjuð að bregðast við þessum séríslensku reglum og er með fimm frumvörp um útlendingamál á þessu þingári. Dæmi um séríslenska framkvæmd er hvernig við stöndum að fjölskyldusameiningum. Óskylt fólk í fjölskyldusameiningu Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið framkvæma DNA rannsókn á fólki áður en það fær veitt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þetta er er ekki í takt við hin Norðurlöndin. Þetta hefur m.a. leitt til þess að á annan tug barna, sem vitað er um, hefur komið hingað til lands og niðurstöður DNA rannsóknar hafa síðar staðfest að ekki eru fjölskyldutengsl við þá sem þau eru að sameinast. Þetta opnar á leiðir fyrir smyglara til að flytja t.d. börn ólöglega á milli landa. Oft leikur grunur á mansali, þó rannsaka þurfi málin betur til að fullyrða um það. Þetta á auðvitað við um stærri hópa en börn. Skipulagðir brotahópar vita hvaða lönd eru með veikt kerfi. Íslensk stjórnvöld ætla ekki lengur að vera veikur hlekkur í keðjunni. Ekki á vakt þessarar ríkisstjórnar. Lausnin: Ísland gerir samning um DNA-sýnatökur erlendis Ég hef lagt þunga áherslu á að þessu verði kippt í lag. Nú er dómsmálaráðuneytið í samningsviðræðum við viðurkennda alþjóðastofnun um að framkvæma DNA-sýnatökur fyrir íslensk stjórnvöld erlendis. Með þessu munum við tryggja að fólk sem kemur hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar tengist í raun fjölskylduböndum og sé í raun og veru blóðskylt. Ég bind vonir við að skrifað verði undir þennan samning á næstu vikum. Viðreisn lætur verkin tala. Við greinum ekki bara vandann og bendum á hann. Við leysum málin líka. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var skýrsla starfshóps um dvalarleyfi kynnt. Hún ber heitið Ísland í örum vexti og margt áhugavert kemur fram í henni. Meðal annars er bent á 25 dæmi um misræmi við Norðurlöndin í lögum og framkvæmd okkar Íslendinga. Ég er nú þegar byrjuð að bregðast við þessum séríslensku reglum og er með fimm frumvörp um útlendingamál á þessu þingári. Dæmi um séríslenska framkvæmd er hvernig við stöndum að fjölskyldusameiningum. Óskylt fólk í fjölskyldusameiningu Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið framkvæma DNA rannsókn á fólki áður en það fær veitt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þetta er er ekki í takt við hin Norðurlöndin. Þetta hefur m.a. leitt til þess að á annan tug barna, sem vitað er um, hefur komið hingað til lands og niðurstöður DNA rannsóknar hafa síðar staðfest að ekki eru fjölskyldutengsl við þá sem þau eru að sameinast. Þetta opnar á leiðir fyrir smyglara til að flytja t.d. börn ólöglega á milli landa. Oft leikur grunur á mansali, þó rannsaka þurfi málin betur til að fullyrða um það. Þetta á auðvitað við um stærri hópa en börn. Skipulagðir brotahópar vita hvaða lönd eru með veikt kerfi. Íslensk stjórnvöld ætla ekki lengur að vera veikur hlekkur í keðjunni. Ekki á vakt þessarar ríkisstjórnar. Lausnin: Ísland gerir samning um DNA-sýnatökur erlendis Ég hef lagt þunga áherslu á að þessu verði kippt í lag. Nú er dómsmálaráðuneytið í samningsviðræðum við viðurkennda alþjóðastofnun um að framkvæma DNA-sýnatökur fyrir íslensk stjórnvöld erlendis. Með þessu munum við tryggja að fólk sem kemur hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar tengist í raun fjölskylduböndum og sé í raun og veru blóðskylt. Ég bind vonir við að skrifað verði undir þennan samning á næstu vikum. Viðreisn lætur verkin tala. Við greinum ekki bara vandann og bendum á hann. Við leysum málin líka. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar