Handbolti

Fæstir mæta á heima­leiki Ís­lands­meistaranna en flestir í KA-húsið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framarar fagna með stuðningsmönnum sínum i vor en þeim gengur illa að fá fólk á völlinn á þessu tímabili.
Framarar fagna með stuðningsmönnum sínum i vor en þeim gengur illa að fá fólk á völlinn á þessu tímabili. Vísir/Anton Brink

KA-menn fönguðu flottum sigri á nágrönnum sínum í Þór í Olís-deild karla í handbolta í vikunni og þeir gátu einnig montað sig af öðru.

Það var fullt hús í KA-heimilinu á Akureyrarslagnum en þetta er ekki fyrsti heimaleikurinn í vetur þar sem er góð mæting.

Auk þess að hafa montréttinn á Akureyri þá geta KA-menn einnig státað af því að vera með bestu mætinguna í heimaleiki í allri Olís-deildinni.

KA birti tölfræði yfir mætingu í fyrri hluta Olís-deildar karla í handbolta á miðlum sínum.

Þar sést að KA er að fá 674 manns að meðaltali á heimaleiki sína og það er meira en hundrað fleiri að meðaltali en næsta lið sem er FH sem fær 564 að meðaltali á leik. Selfyssingar, sem eru í næstneðsta sætinu, eru samt í þriðja sæti yfir bestu mætinguna á heimaleiki en 484 koma að meðaltali á þeirra leiki.

Það sem vekur kannski mesta athygli er léleg mæting á heimaleiki Íslandsmeistara Fram.

Framarar unnu meistaratitilinn á síðustu leiktíð en þeir eru samt í neðsta sætinu yfir mætingu á heimaleiki í deildinni. Fram flutti úr Safamýrinni fyrir fimm árum en á greinilega nokkuð í land að byggja upp stuðningsmannahóp í Úlfarsárdalnum.

Aðeins 193 mæta að meðaltali á heimaleiki Fram og er þetta eina liðið í deildinni sem fær undir tvö hundruð manns að meðaltali á leiki sína.

Næstu lið fyrir ofan eru HK og Stjarnan en það má sjá allan listann hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×