Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 20:33 Mark Rutte er á leið í heimsókn til Íslands í næstu viku. Forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráð en varnarmál falla undir málasvið utanríkisráðherra en stuðningur við Úkraínu hefur verið umfangsmesti útgjaldaliður Íslands til varnarmála undanfarið ár. Vísir/Samsett Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt. Þar sem Ísland er herlaust land safnar utanríkisráðuneytið hvorki né birtir heildrænar tölur um útgjöld til varnarmála þótt málaflokkurinn heyri að forminu til undir ráðuneytið. Framlög til málaflokka sem varða þjóðaröryggi dreifast víða um stjórnkerfið og liggja hjá mismunandi ráðuneytum og stofnunum á borð við ríkislögreglustjóra og landhelgisgæsluna. Meira í málaflokkinn á næsta ári Í fjárlögum er þó að finna málaflokk um öryggis- og varnarmál sem heyrir undir utanríkisráðuneytið. Gert er ráð fyrir að á þessu ári nemi framlög sem falla undir þann málaflokk 8,9 milljörðum króna. Á næsta ári er ráðgert að hækka framlög til málaflokksins um 1,5 milljarð, í um 10,4 milljarða. Í fjárlögum heyrir málaflokkurinn öryggis- og varnarmál undir utanríkisráðuneytið.Vísir Stærsti útgjaldaliðurinn sem þar fellur undir eru framlög vegna hernaðarstuðnings við Úkraínu. Þá má nefna þjónustusamninga við Landhelgisgæsluna og ríkislögreglustjóra, framlög í verkefni og sjóði Atlantshafsbandalagsins og útsendir sérfræðingar á vegum stofnunarinnar, og rekstur varnarmálaskrifstofu, CERT-IS, og þjóðaröryggisráðs svo fátt eitt sé nefnt. Útgjöld vegna æfinga og áætlanagerðar, hafnargjöld ríkisfara og liðs- og birgðaflutningar falla einnig þarna undir. Sundurliðun á útgjaldaliðum framlaga málaflokksins öryggis- og varnarmál. Af útgjaldaliðunum vega efstu tveir liðirnir þyngst.Vísir/Utanríkisráðuneytið Ekki útlit fyrir aukinn hernaðarstuðning Samkvæmt svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er ekki ráðgert að heildarframlag til hernaðarstuðnings við Úkraínu hækki á milli ára. „Framlag á fjárlögum 2026 til málaflokksins inniheldur þar með heildarupphæð hernaðarstuðnings við Úkraínu fyrir árið, sem til þessa hefur að hluta til verið afgreitt í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum viðkomandi ára. Þá er ekki ráðgert að heildarframlag til hernaðarstuðnings við Úkraínu hækki á milli ára,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins. Þess skal getið að stuðningur Íslands við Úkraínu felst einnig í annars konar stuðningi sem ekki telst til hernaðarstuðnings. Skilgreining í mótun á vettvangi NATO Sem hlutfall af landsframleiðslu eiga útgjöld Íslands ekki roð í það sem önnur NATO ríki verja í málaflokkinn. Lykilmunurinn liggur í því að önnur bandalagsríki reka her og verja þau flest á bilinu 1,2% til 4,2% af sinni landsframleiðslu sé miðað við árið í fyrra. Framlag Íslands slagar hins vegar aðeins í 0,2% af VLF. Stjórnvöld hafa sett sér markmið um að árið 2035 verði 1,5% af vergri landsframleiðslu varið í varnartengd verkefni í samræmi við ný viðmið bandalagsins. Að afloknum leiðtogafundi NATO í sumar var samþykkt að bandalagsríki skulu stefna á að auka framlögin í alls 5% af VLF og þar af verði 3,5% í bein varnarframlög sem eiga ekki við um hið herlausa Ísland. Ekki hefur hins vegar fengist úr því skorið hvaða útgjöld nákvæmlega megi telja undir 1,5% markmiðið. Ísland tekur þátt í vinnu að skilgreiningu stendur yfir á vettvangi NATO samkvæmt svörum ráðuneytisins. Spurt var meðal annars hvort utanríkisþjónustan sé með einhverjum hætti að beita sér eða taka þátt í að móta þá skilgreiningu NATO til að hafa áhrif á hvað þarna skuli teljast með. „Á meðal bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins fer fram áframhaldandi vinna við mótun skilgreiningar um það hvað telst til varnartengdra verkefna sem falla innan 1,5% rammans. Fulltrúar Íslands í fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu virkan þátt í því samtali. Fyrsta útgáfa skilgreiningarinnar hefur verið samþykkt og veitir nokkuð góða leiðsögn. Þar segir að varnartengd útgjöld skuli tengd innlendum varnar- og viðbúnaðaráætlunum og áætlunum Atlantshafsbandalagsins. Gert er ráð fyrir því að skilgreiningin geti tekið breytingum á milli ára,“ segir í svarinu. „Bandalagsríki vinna nú að útfærslu sinna framlaga samkvæmt fyrirliggjandi skilgreiningu á varnartengdum verkefnum. Aðstæður ríkjanna eru misjafnar hvað varnartengd verkefni varðar og bera ríkin eðlilega saman bækur sínar vegna væntanlegrar skýrslugjafar,“ segir ennfremur í svari ráðuneytisins. Verið að kortleggja útgjöld til eflingar áfallaþols Hér innanlands stendur einnig yfir vinna hvað þetta varðar að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og formanns þjóðaröryggisráðs. „Það er eitt af því sem nú er verið að vinna að og mikilvægt að fá ákveðna mynd af þessu, sérstaklega í aðdraganda næstu fjármálaáætlunar. Ég legg áherslu á það að bæði er þetta viðmið þess eðlis að það nær yfir langan tíma. Við erum ekki að trappa okkur upp í 1,5% á einu ári, þetta er áratugar áskorun sem við tökum. En það er líka stór hluti af þessum útgjöldum sem eru nú þegar að eiga sér stað í kerfinu og það mun koma fram núna mjög fljótlega að þetta er ekki hrein viðbót upp á 1,5%,“ segir Kristrún. Þetta sé verið að kortleggja og hún segir hörðum höndum unnið að því að tryggja að umræddir fjármunir fari í það að efla almennt áfallaþol í landinu. „Við getum notað þetta í útgjöld sem styrkja varnir landsins en gera samfélagið líka sterkt, þannig að innlendu sjónarmiðin séu líka til staðar þegar kemur að borgaralegu öryggi. Þessi vinna er bara í fullum gangi núna,“ segir Kristrún. Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO er væntanlegur í vinnuheimsókn til Íslands í næstu viku. Kristrún hefur áður átt fundi með Rutte og segir hann vel meðvitaðan um stöðu Íslands innan bandalagsins. „Við lögðum áherslu á það í aðdraganda leiðtogafundarins og ástæðan fyrir því að við vorum í, vil ég segja, mikilli hagsmunagæslu um íslenska öryggismódelið, að fólk myndi átta sig á því að við höfum verið með lægri framlög þegar kemur til varnarmála en önnur lönd vegna þess að hér er ekki her,“ segir Kristrún. Íslensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á sérstöðu landsins hvað þetta varðar og þá aðstöðu sem Ísland getur hins vegar boðið á móti. Kristrún Forstadóttir forsætisráðherra og Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO funduðu fyrr á þessu ári.NATO „Rutte hefur sýnt þessu skilning. Það skiptir máli að hann heyri íslensku söguna, að hann heyri upphaf þess að við tókum þátt í Atlantshafsbandalaginu og sérstöðu Íslands þannig hann ætti að þekkja vel til þess. En hann vill auðvitað að við fylgjum þessu vel eftir. Við fáum hann hérna til landsins og sýnum þeim hvernig við erum að vinna að okkar varnar- og öryggismálum og líka að tala aðeins um framhaldið af því að það hafa verið teknar stórar ákvarðanir á þessu sviði á þessu ári,“ segir Kristrún. Öryggis- og varnarmál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Þar sem Ísland er herlaust land safnar utanríkisráðuneytið hvorki né birtir heildrænar tölur um útgjöld til varnarmála þótt málaflokkurinn heyri að forminu til undir ráðuneytið. Framlög til málaflokka sem varða þjóðaröryggi dreifast víða um stjórnkerfið og liggja hjá mismunandi ráðuneytum og stofnunum á borð við ríkislögreglustjóra og landhelgisgæsluna. Meira í málaflokkinn á næsta ári Í fjárlögum er þó að finna málaflokk um öryggis- og varnarmál sem heyrir undir utanríkisráðuneytið. Gert er ráð fyrir að á þessu ári nemi framlög sem falla undir þann málaflokk 8,9 milljörðum króna. Á næsta ári er ráðgert að hækka framlög til málaflokksins um 1,5 milljarð, í um 10,4 milljarða. Í fjárlögum heyrir málaflokkurinn öryggis- og varnarmál undir utanríkisráðuneytið.Vísir Stærsti útgjaldaliðurinn sem þar fellur undir eru framlög vegna hernaðarstuðnings við Úkraínu. Þá má nefna þjónustusamninga við Landhelgisgæsluna og ríkislögreglustjóra, framlög í verkefni og sjóði Atlantshafsbandalagsins og útsendir sérfræðingar á vegum stofnunarinnar, og rekstur varnarmálaskrifstofu, CERT-IS, og þjóðaröryggisráðs svo fátt eitt sé nefnt. Útgjöld vegna æfinga og áætlanagerðar, hafnargjöld ríkisfara og liðs- og birgðaflutningar falla einnig þarna undir. Sundurliðun á útgjaldaliðum framlaga málaflokksins öryggis- og varnarmál. Af útgjaldaliðunum vega efstu tveir liðirnir þyngst.Vísir/Utanríkisráðuneytið Ekki útlit fyrir aukinn hernaðarstuðning Samkvæmt svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er ekki ráðgert að heildarframlag til hernaðarstuðnings við Úkraínu hækki á milli ára. „Framlag á fjárlögum 2026 til málaflokksins inniheldur þar með heildarupphæð hernaðarstuðnings við Úkraínu fyrir árið, sem til þessa hefur að hluta til verið afgreitt í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum viðkomandi ára. Þá er ekki ráðgert að heildarframlag til hernaðarstuðnings við Úkraínu hækki á milli ára,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins. Þess skal getið að stuðningur Íslands við Úkraínu felst einnig í annars konar stuðningi sem ekki telst til hernaðarstuðnings. Skilgreining í mótun á vettvangi NATO Sem hlutfall af landsframleiðslu eiga útgjöld Íslands ekki roð í það sem önnur NATO ríki verja í málaflokkinn. Lykilmunurinn liggur í því að önnur bandalagsríki reka her og verja þau flest á bilinu 1,2% til 4,2% af sinni landsframleiðslu sé miðað við árið í fyrra. Framlag Íslands slagar hins vegar aðeins í 0,2% af VLF. Stjórnvöld hafa sett sér markmið um að árið 2035 verði 1,5% af vergri landsframleiðslu varið í varnartengd verkefni í samræmi við ný viðmið bandalagsins. Að afloknum leiðtogafundi NATO í sumar var samþykkt að bandalagsríki skulu stefna á að auka framlögin í alls 5% af VLF og þar af verði 3,5% í bein varnarframlög sem eiga ekki við um hið herlausa Ísland. Ekki hefur hins vegar fengist úr því skorið hvaða útgjöld nákvæmlega megi telja undir 1,5% markmiðið. Ísland tekur þátt í vinnu að skilgreiningu stendur yfir á vettvangi NATO samkvæmt svörum ráðuneytisins. Spurt var meðal annars hvort utanríkisþjónustan sé með einhverjum hætti að beita sér eða taka þátt í að móta þá skilgreiningu NATO til að hafa áhrif á hvað þarna skuli teljast með. „Á meðal bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins fer fram áframhaldandi vinna við mótun skilgreiningar um það hvað telst til varnartengdra verkefna sem falla innan 1,5% rammans. Fulltrúar Íslands í fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu virkan þátt í því samtali. Fyrsta útgáfa skilgreiningarinnar hefur verið samþykkt og veitir nokkuð góða leiðsögn. Þar segir að varnartengd útgjöld skuli tengd innlendum varnar- og viðbúnaðaráætlunum og áætlunum Atlantshafsbandalagsins. Gert er ráð fyrir því að skilgreiningin geti tekið breytingum á milli ára,“ segir í svarinu. „Bandalagsríki vinna nú að útfærslu sinna framlaga samkvæmt fyrirliggjandi skilgreiningu á varnartengdum verkefnum. Aðstæður ríkjanna eru misjafnar hvað varnartengd verkefni varðar og bera ríkin eðlilega saman bækur sínar vegna væntanlegrar skýrslugjafar,“ segir ennfremur í svari ráðuneytisins. Verið að kortleggja útgjöld til eflingar áfallaþols Hér innanlands stendur einnig yfir vinna hvað þetta varðar að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og formanns þjóðaröryggisráðs. „Það er eitt af því sem nú er verið að vinna að og mikilvægt að fá ákveðna mynd af þessu, sérstaklega í aðdraganda næstu fjármálaáætlunar. Ég legg áherslu á það að bæði er þetta viðmið þess eðlis að það nær yfir langan tíma. Við erum ekki að trappa okkur upp í 1,5% á einu ári, þetta er áratugar áskorun sem við tökum. En það er líka stór hluti af þessum útgjöldum sem eru nú þegar að eiga sér stað í kerfinu og það mun koma fram núna mjög fljótlega að þetta er ekki hrein viðbót upp á 1,5%,“ segir Kristrún. Þetta sé verið að kortleggja og hún segir hörðum höndum unnið að því að tryggja að umræddir fjármunir fari í það að efla almennt áfallaþol í landinu. „Við getum notað þetta í útgjöld sem styrkja varnir landsins en gera samfélagið líka sterkt, þannig að innlendu sjónarmiðin séu líka til staðar þegar kemur að borgaralegu öryggi. Þessi vinna er bara í fullum gangi núna,“ segir Kristrún. Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO er væntanlegur í vinnuheimsókn til Íslands í næstu viku. Kristrún hefur áður átt fundi með Rutte og segir hann vel meðvitaðan um stöðu Íslands innan bandalagsins. „Við lögðum áherslu á það í aðdraganda leiðtogafundarins og ástæðan fyrir því að við vorum í, vil ég segja, mikilli hagsmunagæslu um íslenska öryggismódelið, að fólk myndi átta sig á því að við höfum verið með lægri framlög þegar kemur til varnarmála en önnur lönd vegna þess að hér er ekki her,“ segir Kristrún. Íslensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á sérstöðu landsins hvað þetta varðar og þá aðstöðu sem Ísland getur hins vegar boðið á móti. Kristrún Forstadóttir forsætisráðherra og Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO funduðu fyrr á þessu ári.NATO „Rutte hefur sýnt þessu skilning. Það skiptir máli að hann heyri íslensku söguna, að hann heyri upphaf þess að við tókum þátt í Atlantshafsbandalaginu og sérstöðu Íslands þannig hann ætti að þekkja vel til þess. En hann vill auðvitað að við fylgjum þessu vel eftir. Við fáum hann hérna til landsins og sýnum þeim hvernig við erum að vinna að okkar varnar- og öryggismálum og líka að tala aðeins um framhaldið af því að það hafa verið teknar stórar ákvarðanir á þessu sviði á þessu ári,“ segir Kristrún.
Öryggis- og varnarmál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira