Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar 21. nóvember 2025 15:00 Eitt megin framlag Íslands til loftslagsmála hefur verið nægt framboð af endurnýjanlegri orku til að svara þörf orkusækins iðnaðar sem annars þyrfti að knýja starfsemi sína með jarðefnaeldsneyti, með neikvæðari áhrifum á andrúmsloftið og náttúru. Uppbygging grænnar orkuframleiðslu til eflingar stóriðju er eitt farsælasta skref sem þjóðin hefur tekið, bæði í þágu loftslagsmála og fyrir velferð þjóðarinnar. Græn orkuframleiðsla er einn af hornsteinum ímyndar landsins og grundvöllur atvinnulífs og lífsgæða í landinu. Evrópa gefur í en Ísland hikstar Eftirspurn eftir orku hefur aukist hratt á undanförnum árum, einkum eftir grænni orku. Evrópusambandið hefur í þessu samgengi sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti og kolefnishlutleysi og ráðist í umfangsmikla uppbyggingu grænnar orku og innviða. Í nýjustu tilskipanir Evrópusambandsins á sviði endurnýjanlegrar orku er lögð áhersla á hraðari leyfisveitingar og einfaldað regluverk þannig að leyfisveitingaferli fyrir græn orkuverkefni á landi taki að hámarki tvö ár. Með þessu er ESB ekki einungis að bregðast við loftslagsvánni, heldur einnig að byggja upp orkuöryggi, fjölga grænum störfum, örvar fjárfestingu og styrkir heilt yfir samkeppnishæfni álfunnar. Þessi þróun getur að öðru óbreyttu haft áhrif á samkeppnisstöðu Íslands þegar kemur að orkuskiptum og undirstöðum núverandi stóriðju, svo ekki sé minnst á annan orkusækinn iðnað, svo sem gagnaver og landeldi. Ísland hefur lengi notið samkeppnisforskots vegna yfirburða á sviði endurnýjanlegrar orku, en þegar nágrannalönd okkar byggja hratt upp sambærilega innviði og auka grænt orkuframboð sitt, dregur það úr sérstöðu íslenska orkumarkaðarins. Ef ekki verður brugðist við með markvissum hætti, m.a. með því að einfalda reglur, hraða leyfisveitingum og tryggja skýra forgangsröðun í framkvæmdum, gæti Ísland misst hluta þess forskots sem hefur hingað til laðað að fjárfestingar og verkefni á sviði grænnar orku. Þegar hafa heyrst vitnisburðir frá íslenskum fyrirtækjum að þeirra orkuskipti hafi stöðvast vegna þess að þau fá ekki nauðsynlega raforku og frá fulltrúum gagnavera sem viljað efla starfsemi sína á Íslandi en geta það ekki og opna þá í öðrum löndum. Verði aðgengi að grænni raforku á Íslandi ekki einfaldað getur það á endanum leitt til þess að fjárfestingar og atvinnumöguleikar þurfi frá að hverfa til annarra landa. Umhverfisáherslur og dafnandi atvinnulíf eru ekki andstæður. Fyrirtæki heimsins eru að leita lausna við þeirra losun og Evrópa ætlar að vera hluti af lausninni. Sterk staða Íslands í loftslagsmálum er ekki lögmál heldur ástand sem þarf að viðhalda á markvissan hátt. Nauðsyn skýrara og skilvirkara regluverks Í drögum að nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland er lögð áhersla á að ýta undir vöxt í orkusæknum iðnaði og loftslagsgeiranum, sem er samheiti yfir atvinnugreinar á sviði endurnýjanlegrar orku og kolefnisstjórnunnar. Þar kemur einnig fram að stærsta framlag Íslands til loftslagsmála felist í sölu endurnýjanlegrar raforku til útflutningsgreina. Til þess að þessi stefna raungerist þarf að huga vel að þeim leyfisferlum og oft pólitísku nálaraugum sem fyrirtæki þurfa að þræða til þess að fá að hefja framleiðslu grænnar orku. Títt hefur verið rætt um þau rúmlega 20 ár sem tók að veita Hvammsvirkjun framkvæmdaleyfi. Hefur nú verið brugðist við því ástandi með tveimur frumvörpum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Annað þeirra, svokallað einföldunarfrumvarp, tekst á við þann frumskóg sem leyfisveitingaferlin eru orðin að og mun auka gagnsæi, skilvirkni og fyrirsjáanleika í leyfisveitingum. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en komst ekki út úr fyrstu nefnd. Það var aftur lagt fyrir þingið þann 18. nóvember sl. og bíður nú frekari meðferðar. Aðgerðir Evrópusambandsins til að einfalda regluverk til að greiða fyrir orkuskiptum eru ekki aðeins umhverfismál, þær eru einnig skref til að styrkja samkeppnisstöðu atvinnulífsins og auka viðnámsþrótt samfélaga. Til að viðhalda forskoti okkar eða að minnsta kosti standa jafnfætis í þessari þróun þarf Ísland að innleiða sambærilegar aðgerðir og tryggja að orkuiðnaðurinn fái að dafna innan skilvirks og framsækins regluverks. Opinberar aðgerðir í þágu loftslagsmála mega ekki þurrka út samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja heldur verður að líta til þeirra tækifæra þar sem Ísland getur lagt sín lóð á vogarskálarnar á hátt sem gagnast bæði umhverfinu og þjóðfélaginu. Mánudaginn 24. nóvember verður Umhverfisdagur atvinnulífsins haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Þar er yfirskriftin Frá yfirlýsingum til árangurs og verður athyglinni beint að mikilvægi þess að efla samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í umhverfis- og loftslagsmálum. Ráðherrar, leiðtogar íslensks atvinnulífs og fleiri sérfræðingar taka þátt í dagskrá og geta öll áhugasömkynnt sér hana betur hér. Höfundur er verkefnastjóri stefnumótunar hjá Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt megin framlag Íslands til loftslagsmála hefur verið nægt framboð af endurnýjanlegri orku til að svara þörf orkusækins iðnaðar sem annars þyrfti að knýja starfsemi sína með jarðefnaeldsneyti, með neikvæðari áhrifum á andrúmsloftið og náttúru. Uppbygging grænnar orkuframleiðslu til eflingar stóriðju er eitt farsælasta skref sem þjóðin hefur tekið, bæði í þágu loftslagsmála og fyrir velferð þjóðarinnar. Græn orkuframleiðsla er einn af hornsteinum ímyndar landsins og grundvöllur atvinnulífs og lífsgæða í landinu. Evrópa gefur í en Ísland hikstar Eftirspurn eftir orku hefur aukist hratt á undanförnum árum, einkum eftir grænni orku. Evrópusambandið hefur í þessu samgengi sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti og kolefnishlutleysi og ráðist í umfangsmikla uppbyggingu grænnar orku og innviða. Í nýjustu tilskipanir Evrópusambandsins á sviði endurnýjanlegrar orku er lögð áhersla á hraðari leyfisveitingar og einfaldað regluverk þannig að leyfisveitingaferli fyrir græn orkuverkefni á landi taki að hámarki tvö ár. Með þessu er ESB ekki einungis að bregðast við loftslagsvánni, heldur einnig að byggja upp orkuöryggi, fjölga grænum störfum, örvar fjárfestingu og styrkir heilt yfir samkeppnishæfni álfunnar. Þessi þróun getur að öðru óbreyttu haft áhrif á samkeppnisstöðu Íslands þegar kemur að orkuskiptum og undirstöðum núverandi stóriðju, svo ekki sé minnst á annan orkusækinn iðnað, svo sem gagnaver og landeldi. Ísland hefur lengi notið samkeppnisforskots vegna yfirburða á sviði endurnýjanlegrar orku, en þegar nágrannalönd okkar byggja hratt upp sambærilega innviði og auka grænt orkuframboð sitt, dregur það úr sérstöðu íslenska orkumarkaðarins. Ef ekki verður brugðist við með markvissum hætti, m.a. með því að einfalda reglur, hraða leyfisveitingum og tryggja skýra forgangsröðun í framkvæmdum, gæti Ísland misst hluta þess forskots sem hefur hingað til laðað að fjárfestingar og verkefni á sviði grænnar orku. Þegar hafa heyrst vitnisburðir frá íslenskum fyrirtækjum að þeirra orkuskipti hafi stöðvast vegna þess að þau fá ekki nauðsynlega raforku og frá fulltrúum gagnavera sem viljað efla starfsemi sína á Íslandi en geta það ekki og opna þá í öðrum löndum. Verði aðgengi að grænni raforku á Íslandi ekki einfaldað getur það á endanum leitt til þess að fjárfestingar og atvinnumöguleikar þurfi frá að hverfa til annarra landa. Umhverfisáherslur og dafnandi atvinnulíf eru ekki andstæður. Fyrirtæki heimsins eru að leita lausna við þeirra losun og Evrópa ætlar að vera hluti af lausninni. Sterk staða Íslands í loftslagsmálum er ekki lögmál heldur ástand sem þarf að viðhalda á markvissan hátt. Nauðsyn skýrara og skilvirkara regluverks Í drögum að nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland er lögð áhersla á að ýta undir vöxt í orkusæknum iðnaði og loftslagsgeiranum, sem er samheiti yfir atvinnugreinar á sviði endurnýjanlegrar orku og kolefnisstjórnunnar. Þar kemur einnig fram að stærsta framlag Íslands til loftslagsmála felist í sölu endurnýjanlegrar raforku til útflutningsgreina. Til þess að þessi stefna raungerist þarf að huga vel að þeim leyfisferlum og oft pólitísku nálaraugum sem fyrirtæki þurfa að þræða til þess að fá að hefja framleiðslu grænnar orku. Títt hefur verið rætt um þau rúmlega 20 ár sem tók að veita Hvammsvirkjun framkvæmdaleyfi. Hefur nú verið brugðist við því ástandi með tveimur frumvörpum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Annað þeirra, svokallað einföldunarfrumvarp, tekst á við þann frumskóg sem leyfisveitingaferlin eru orðin að og mun auka gagnsæi, skilvirkni og fyrirsjáanleika í leyfisveitingum. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en komst ekki út úr fyrstu nefnd. Það var aftur lagt fyrir þingið þann 18. nóvember sl. og bíður nú frekari meðferðar. Aðgerðir Evrópusambandsins til að einfalda regluverk til að greiða fyrir orkuskiptum eru ekki aðeins umhverfismál, þær eru einnig skref til að styrkja samkeppnisstöðu atvinnulífsins og auka viðnámsþrótt samfélaga. Til að viðhalda forskoti okkar eða að minnsta kosti standa jafnfætis í þessari þróun þarf Ísland að innleiða sambærilegar aðgerðir og tryggja að orkuiðnaðurinn fái að dafna innan skilvirks og framsækins regluverks. Opinberar aðgerðir í þágu loftslagsmála mega ekki þurrka út samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja heldur verður að líta til þeirra tækifæra þar sem Ísland getur lagt sín lóð á vogarskálarnar á hátt sem gagnast bæði umhverfinu og þjóðfélaginu. Mánudaginn 24. nóvember verður Umhverfisdagur atvinnulífsins haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Þar er yfirskriftin Frá yfirlýsingum til árangurs og verður athyglinni beint að mikilvægi þess að efla samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í umhverfis- og loftslagsmálum. Ráðherrar, leiðtogar íslensks atvinnulífs og fleiri sérfræðingar taka þátt í dagskrá og geta öll áhugasömkynnt sér hana betur hér. Höfundur er verkefnastjóri stefnumótunar hjá Samorku.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar