Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2025 13:30 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, á símafundi með leiðtogum Bretlands, Frakklands og Þýskalands í dag. Forsetaembætti Úkraínu Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. Áætlunin er í 28 liðum og þó nokkrir þeirra snúa að kröfum Rússa sem Úkraínumenn hafa áður hafnað og segjast aldrei ætla að samþykkja. Þar á meðal eru liðir um að viðurkenna landvinninga Rússa í Úkraínu, gefa eftir land sem Rússum hefur ekki tekist að hernema og takmarka stærð herafla landsins í framtíðinni. Sjá einnig: Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Síðan hann tók aftur við embætti forseta Bandaríkjanna hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dregið verulega úr stuðningi við Úkraínumenn. Hann hefur hætt fjárhags- og hernaðaraðstoð til Úkraínumanna en hefur selt bakjörlum Úkraínu í Evrópu vopn. Bandaríkjamenn veita Úkraínumönnum þó enn aðstoð hvað varðar upplýsingar og njósnir og þykir sú aðstoð gífurlega mikilvæg. Sagðir vilja undirskrift fyrir þakkargjörðarhátíð í næstu viku Í frétt Washington Post er haft eftir bandarískum embættismönnum að skilaboðum hafi verið komið áleiðis til Kænugarðs að samþykki Selenskí og ríkisstjórn hans ekki áætlunina geti flæði upplýsinga og vopna til Úkraínu verið stöðvað. Reuters hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Einn þeirra segir að Bandaríkjamenn vilji að Seleneskí skrifi undir friðaráætlunina, sem lýst hefur verið sem „óskalista“ Pútíns, fyrir næsta fimmtudag en þá er þakkargjörðarhátíðin í Bandaríkjunum. Á fundi með Dan Drescoll, ráðherra bandaríska hersins, í gær, fór Selenskí fram á að breytingar yrðu gerðar á áætluninni. Samkvæmt WP sagði Drescoll að það væri hægt en óljóst er hvaða breytingar Úkraínumenn vilja. Selenskí hefur verið deginum í dag í að ræða við helstu bakhjarla Úkraínu í Evrópu. Hann er sagður hafa byrjað á að tala við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, og Keir Stamer, forsætisráðherra Bretlands. Sjá einnig: Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Samkvæmt fréttum fjölmiðla ytra ræddu þeir friðaráætlunina og hvaða breytingar hægt væri að gera á henni. I held a meeting with Ukraine’s Minister of Foreign Affairs Andrii Sybiha and our diplomatic team. We are working to ensure that Ukraine’s national interests are taken into account at every level of our relations with partners. Right now, there are meetings, calls, and work on… pic.twitter.com/vQl47aHVRq— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 21, 2025 Leiðtogarnir þrír ítrekuðu við Selenskí að þeir standi enn að baki Úkraínamanna og styðji viðleitni við að koma á sanngjörnum og varanlegum friði, samkvæmt yfirlýsingu sem AP fréttaveitan vitnar í. Allir sögðust þeir vilja tryggja hagsmuni Evrópu og Úkraínu til langs tíma. Það væri ekki hluti af þeim hagsmunum að Úkraínumenn hörfuðu frá yfirráðasvæði þeirra í Dónetskhéraði í austurhluta Úkraínu. Fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Evrópu að friðaráætlunin hafi komið þeim í opna skjöldu. Margir liðir hennar valdi áhyggjum og að áætlunin sjálf yrði slæm fyrir öryggi bæði Úkraínu og Evrópu í framtíðinni. Góð áætlun fyrir Rússa Einn heimildarmaður Washington Post, sem sagður er þekkja til ferlisins, sagði að líklega væri eingöngu um upphaf friðarferlis að ræða, ekki endalok. Það myndi taka marga mánuði að ljúka viðræðum og samkomulagi um frið, ef það væri yfir höfuð hægt. Þá sagði hann að Selenskí myndi aldrei skrifa undir friðaráætlunina eins og hún er nú. Honum sé það alfarið ómögulegt og klárt væri að áætlunin væri hliðholl Rússum. Sjá einnig: Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Bandarískir embættismenn hafa sagt við fjölmiðla að Rustem Umerov, sem stýrir þjóðaröryggisráði Úkraínu, hafi komið að því að semja áætlunina og samþykkt stóran hluta hennar. Hann þvertók samt fyrir það í morgun og sagðist ekki hafa komið með nokkrum hætti að þessari áætlun. Hún var víst alfarið gerð af Bandaríkjamönnum og rússneskum auðjöfri, sem hefur áður komið að viðræðum tengdum Úkraínustríðinu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið NATO Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Áætlunin er í 28 liðum og þó nokkrir þeirra snúa að kröfum Rússa sem Úkraínumenn hafa áður hafnað og segjast aldrei ætla að samþykkja. Þar á meðal eru liðir um að viðurkenna landvinninga Rússa í Úkraínu, gefa eftir land sem Rússum hefur ekki tekist að hernema og takmarka stærð herafla landsins í framtíðinni. Sjá einnig: Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Síðan hann tók aftur við embætti forseta Bandaríkjanna hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dregið verulega úr stuðningi við Úkraínumenn. Hann hefur hætt fjárhags- og hernaðaraðstoð til Úkraínumanna en hefur selt bakjörlum Úkraínu í Evrópu vopn. Bandaríkjamenn veita Úkraínumönnum þó enn aðstoð hvað varðar upplýsingar og njósnir og þykir sú aðstoð gífurlega mikilvæg. Sagðir vilja undirskrift fyrir þakkargjörðarhátíð í næstu viku Í frétt Washington Post er haft eftir bandarískum embættismönnum að skilaboðum hafi verið komið áleiðis til Kænugarðs að samþykki Selenskí og ríkisstjórn hans ekki áætlunina geti flæði upplýsinga og vopna til Úkraínu verið stöðvað. Reuters hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Einn þeirra segir að Bandaríkjamenn vilji að Seleneskí skrifi undir friðaráætlunina, sem lýst hefur verið sem „óskalista“ Pútíns, fyrir næsta fimmtudag en þá er þakkargjörðarhátíðin í Bandaríkjunum. Á fundi með Dan Drescoll, ráðherra bandaríska hersins, í gær, fór Selenskí fram á að breytingar yrðu gerðar á áætluninni. Samkvæmt WP sagði Drescoll að það væri hægt en óljóst er hvaða breytingar Úkraínumenn vilja. Selenskí hefur verið deginum í dag í að ræða við helstu bakhjarla Úkraínu í Evrópu. Hann er sagður hafa byrjað á að tala við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, og Keir Stamer, forsætisráðherra Bretlands. Sjá einnig: Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Samkvæmt fréttum fjölmiðla ytra ræddu þeir friðaráætlunina og hvaða breytingar hægt væri að gera á henni. I held a meeting with Ukraine’s Minister of Foreign Affairs Andrii Sybiha and our diplomatic team. We are working to ensure that Ukraine’s national interests are taken into account at every level of our relations with partners. Right now, there are meetings, calls, and work on… pic.twitter.com/vQl47aHVRq— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 21, 2025 Leiðtogarnir þrír ítrekuðu við Selenskí að þeir standi enn að baki Úkraínamanna og styðji viðleitni við að koma á sanngjörnum og varanlegum friði, samkvæmt yfirlýsingu sem AP fréttaveitan vitnar í. Allir sögðust þeir vilja tryggja hagsmuni Evrópu og Úkraínu til langs tíma. Það væri ekki hluti af þeim hagsmunum að Úkraínumenn hörfuðu frá yfirráðasvæði þeirra í Dónetskhéraði í austurhluta Úkraínu. Fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Evrópu að friðaráætlunin hafi komið þeim í opna skjöldu. Margir liðir hennar valdi áhyggjum og að áætlunin sjálf yrði slæm fyrir öryggi bæði Úkraínu og Evrópu í framtíðinni. Góð áætlun fyrir Rússa Einn heimildarmaður Washington Post, sem sagður er þekkja til ferlisins, sagði að líklega væri eingöngu um upphaf friðarferlis að ræða, ekki endalok. Það myndi taka marga mánuði að ljúka viðræðum og samkomulagi um frið, ef það væri yfir höfuð hægt. Þá sagði hann að Selenskí myndi aldrei skrifa undir friðaráætlunina eins og hún er nú. Honum sé það alfarið ómögulegt og klárt væri að áætlunin væri hliðholl Rússum. Sjá einnig: Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Bandarískir embættismenn hafa sagt við fjölmiðla að Rustem Umerov, sem stýrir þjóðaröryggisráði Úkraínu, hafi komið að því að semja áætlunina og samþykkt stóran hluta hennar. Hann þvertók samt fyrir það í morgun og sagðist ekki hafa komið með nokkrum hætti að þessari áætlun. Hún var víst alfarið gerð af Bandaríkjamönnum og rússneskum auðjöfri, sem hefur áður komið að viðræðum tengdum Úkraínustríðinu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið NATO Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira